Hljóðdemparar

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:
Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Haglari » 17 Oct 2016 23:44

Þá er þetta loksins allt komið og búið að prufukeyra demparan. Hérna kemur smá frásögn til að halda þessari ágætu síðu lifandi ;)

Ég fékk mér deyfi fyrir Sako 75 Steinless Hunter í cal 6.5x55. Hausken JD224 varð fyrir valinu. Það er algeng gerð sem er ekki nema 310 grömm og hentar vel fyrir veiðiriffla. Ég lét stytta hlaupið á rifflinum niður í 18" til að halda heildarlengdinni nokkurnvegin þeirri sömu með hljóðdeyfinum. Það mun hafa áhrif á hraðan að stytta hlaupið en hraðamælirinn var rafhlöðulaus þegar hann var tekinn upp og aukarafhlaðan dauð líka. Þannig að hraðamæling bíður betri tíma.

Þvílíkur munur á háfaða og bakslagi. Það er ekkert mál að nota riffilin án heyrnahlífa núna. Allt muzzle blast er farið, allur þrístingurinn sem myndast í kringum hlaupið og þyrlar upp ryki hefur líka minkað verulega eða er alveg farinn. Ég notaði samt sem áður heyrnahlífar þar sem maður tekur nú fleiri skot uppi á velli en þegar að maður er að veiða. Með heyrnahlífar og deyfi hljómar þetta eins og maður sé að skjóta 22LR High Velocity.

Á öðrum umræðuvettvangi risu nokkrir upp á afturlappirnar og skömmuðu mig fyrir að stytta riffilinn. Þessir sjálfskipuðu internet sérfræðingar sögðu mér að ég væri núna búinn að eyðileggja riffilinn og gæti allt eins hent honum út í næstu á. Ástæðan var eitthvað á þá leið að með því að stytta hlaupið væri búið að breyta twistinu sem hentaði enganvegin fyrir þetta kailber. Mér var mjög skemmt við þessa speki og er ekki frá því að það séu alveg ágæt not fyrir svona internenet sérfræðinga. Þegar vinnudagurinn hefur verið strembin er allavega gott að einhver getur fengið mann til að hlæja ærlega.

Ég get ekki fundið nein neikvæð áhrif á nákvæmni enda ekki við því að búast. Nákvæmni er sú sama eða jafnvel örlítið betri með hljóðdemparanum. Með fylgir sönnun... 10 skota grúbba undir 1MOA verður að teljast nokkuð gott úr verksmiðjuframleiddum veiðiriffli sem er að mestu óbreyttur (beddaður og léttari gormur í gikk). Ég hef alveg náð mun mun betri 3 og 5 skota grúbbum en 10 skot finnst mér alltaf segja doldið mikin sannleika um riffilin. Ég tel mig geta gert betur, ég var ekki alveg að gefa rifflinum nógu mikið færi á að kæla sig og var búinn að skjóta 7 skotum stuttu áður.

Ég er mjög sáttur, sennilega er það það sem skiptir öllu máli :)

Það kom mér talsvert á óvart að fyrstu skotin lentu 15cm fyrir ofan það sem POI var áður. Ég bjóst að öllu leyti við að POI yrði neðar en POA... en það er sennilega allt til í þessu.
2016-10-06-22-31-30.jpg
Sako 75
Screenshot_20161017-221329.jpg
10 skot 100m

User avatar
Sigurður
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:01 Oct 2015 18:18
Fullt nafn:Sigurður Rúnar Ólafsson

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Sigurður » 20 Oct 2016 10:22

Ég verð að vera sammála þér Óskar að þetta er mikil breyting á riffli. Ég er með Blaser R93 cal. 270 og Hausken SD228T og það verður að segja að þetta er ótrúlegur munur . Bakslagið minnkar og hávaðinn það lítill að ef maður stendur í 2 metra fjarlægð úti, þá er það ekki óþægilegt án heyrnahlífa.Svona hátt kviss mætti líkja því við.

Og svo hefur hittnin aukist verulega :)

Þegar ég skaut fyrstu skotunum þá setti hann líka svona ca. 15 cm yfir stillingu, ég stóð í þeirri meiningu að það ætti að vera alveg öfugt.
Sigurður Ólafsson
emstrur@hive.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 20 Oct 2016 17:11

Takk fyrir þessa frásögn Haglari.

Sjálfur hef ég svipaða sögu að segja að því frátöldu að ég er með óbreytta lengd á hlaupi.
Bakslag minn og þéttari ákoma. Er að nota A-Tec frá Jóa sem virkar ótrúlega vel á cal 6,5x55.

Er líka að nota sama A-Tec á cal 2506 og kostaði það smá vinnu við að finna viðeigandi hleðslu. Umtalsverður munur á bakslagi og byssan þægilegri.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Oct 2016 01:31

Sæll Óskar

Best ég leggi þá líka nokkur orð í belg þar sem ég er í hópi sérvitringana sem ekki hafa opnað sér facebook aðgang og þætti leitt að sjá þennan vef leggjast af.

6,5 x 55 með svona stuttu hlaupi þýðir að mikið af púðrinu brennur upp eftir að kúlan hefur yfirgefið hlaupið. Þetta þýðir líka að þú átt mjög líklega eftir að sjá mjög lítinn hraða á kúluni miðað við hylkið sem þú ert að nota og þar af leiðandi töluvert meira fall á lengri færunum en áður. Ef þú ert sáttur (sem mér sýnist þú alveg geta verið) þá er ekki hægt að tala um að þú sért búinn að skemma eitt eða neitt.

Ég er að skjóta 130 grs Berger úr 22 tommu hlaupi á 2900 fps með 6.5x47 hylkinu á slatta mikilli pressu. En ég verð hissa ef þú ert að koma 136 grs Scenar mikið yfir 2500 fps með svona stuttu hlaupi og 6.5x55 svo ég er mjög spenntur að sjá hraðan þegar þú ert búinn að mæla hann.

Hvað var annars hraðinn fyrir???

Ég hugsa að ég geti útskýrt fyrir þér afhverju kúlan lenti ofar þegar þú fórst að prófa. Mín tilgáta er sú að þú sért ekki enn búinn að prófa að skjóta án dempara eftir að hlaupið var stytt og þessa hækkun sé frekar að rekja til þess að hlaupið var stytt, snitt og skrúfað á aftur og það eru yfirgnæfandi líkur á því að það hafi fært til POI hjá þér. Þannig að ef þú skrúfar demparan af núna og prófar ákomuna þá geri ég alveg eins ráð fyrir að ákoman verði ennþá hærri, leiðréttu mig samt endilega ef þetta er rangt hjá mér.

Hvað twist pælingarnar hjá vinum þínum varðar þá breytist það ekki við að stytta hlaupið nema þú sért með "gain twist" hlaup. Sem ég veit ekki hvort eitthver er með hér... þau eru allavega ekki til á orginal Sako.

Það er nú líka eðlilegt að nákvæmnin aukist með minna bakslagi og ég er alveg sammála þér að þetta er mjög fín 10 skota grúppa. Gaman að þessu... hentu endilega inn hraðanum hérna þegar þú ert búinn að mæla hann.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Haglari » 21 Oct 2016 09:10

Já það verður spennandi að sjá hraðan. Hleðslan sem ég nota er 48.3 grain af Norma MRP og það hefur komið 136 scenar kúkunni á 854 m/s. Ég geri fastlega ráð fyrir því að tapa eitthvað af hraðanum sem mun stytta "effective kill range". Bæði út af púðurmagni og minni hlaupvíddir tapa hraða hlutfallslega meira fyrir hverja tommu sem er tekin af hlaupinu. Arnfinnur stoppaði mág minn af í að stytta hlaup á 6XC af því að því að þar myndi hann tapa hlutfallslega mikklum hraða.

Mig langaði allavega að prófa þetta. Ec þetta fer illa þá er ég kominn með gullna afsökun til að rebarrela þennan riffil ;) það eru komin einhver 1500 skot í gegnum þetta hlaup þannig að ég er ekki að skemma einhverja sparipípu :D

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Oct 2016 14:34

Nú nú... þá gæti ég trúað að þú verðir um 2650 fps! Hugsa að þú tapir varla meira en 150 fps á þessum 6 tommum.

Það er svosem ekkert að því út á 500 metrana jafnvel lengra. 1500 skot er nú bara hálfnað hlaup þannig að ef þig langar ekki í eitthvað annað þá endist þetta combo örugglega nokkrar vertíðir í viðbót!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af petrolhead » 21 Oct 2016 17:10

Sælir félagar.

Stebbi; ég er hjartanlega sammál þér, það væri sárt að sjá eftir þessum vef sem við erum hér á enda er hann nokkuð sem FB getur að mínu mati ekki leyst sómasamlega af hólmi.

En þar sem menn eru farnir að ræða hér um hljóðdempara fram og til baka þá geri ég ráð fyrir að menn hafi eignast þá eftir ný afstaðna lagabreytingu.
Ég hef verið skammarlega lítið að sinna sportinu undanfarna mánuði og fyrir vikið ekki fylgst nægilega vel með og þætti því vænt um ef einhver vildi fræða mig um hvernig maður ber sig að við að eignast dempara...þarf maður að sækja um leyfi fyrst eða hvernig er þetta í framkvæmd...spyr sá er ekki veit :shock:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 21 Oct 2016 18:01

Sælir/ar.
Ég er búinn að eiga einn hljóðdeyfi skráðan á mig í nokkur ár.
Byrjaði á því að kaupa hann og óskaði síðan eftir því að fá hann skráðan á ákveðinn riffil.
Hljóðdeyfirinn var með eintaksnúmeri frá verksmiðjunni sem framleiddi hann.
Skráningin rann straks í gegn, enda voru hljóðdeyfar aldrei bannaðir frekar en sjónaukar og ekki heldur bannað að flytja þá inn samkvæmt tollalögum.
Vandamál okkar var það að -sumir - embættismenn / lögregluembætti, túlkuðu reglurnar ÞRÖNGT og að eigin geðþótta.
Það sem átti sér stað nú var ekki lagabreyting, heldur var tónninn gefinn með reglugerð varðandi það hvernig eigi að afgreiða umsóknir okkar á jákvæðan hátt.
Þetta getum við þakkað öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og skotfélögum sem lögðu vinnu í að senda inn athugasemdir við lagafrumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi á sínum tíma.

Kv, JP
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af karlguðna » 21 Oct 2016 19:06

hvernig er með það þegar menn stytta hlaup , er ekki grá upplagt að setja "hraðara" púður í baukinn
svo hægt sé að ná þeim hraða sem hægt er með minna púðri , frekar en að nota púður sem brennur að stórum hluta eftir að kúlan er farin úr hlaupinu ??? er eitthvað sem mælir gegn því ??? bara smá spekulasjón :mrgreen:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Oct 2016 21:43

Þrýstingurinn er það sem mælir gegn því... brunahraði púðurs og stærð hylkis helst svolítið í hendur... þú vilt ekki vera með hálf tómt hylki, þá er líklega betra að vera bara með minna hylki... svona í megin atriðum er þetta svona!

60.000.- psi er c.a. mesti þrýstingur í nútíma rifflum... það væri ekki snjallt að nota N130 í 6.5x55 hylkið sem dæmi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af karlguðna » 21 Oct 2016 23:05

ok takk skoða það takk :mrgreen:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af petrolhead » 23 Oct 2016 07:02

Sælt veri fólkið.

Takk fyrir gott svar Jón, rétt er það að þetta er víst reglugerð en ekki lög... og það átti undirritaður að vita :oops:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Haglari » 06 Nov 2016 09:07

Jæja, þá náði ég að hraðamæla rétt aðeins í gærkvöldi. Við að stytta hlaupið úr tæpum 23" niður í 18" fór hraðinn úr 854 m/s niður í 810 m/s. Þannig að ég tapaði 44 m/s eða 144 fps. Það var enginn hraðamunur með/án hljóðdeyfi.

Ég nota streelok pro ferilreikni í símanum hjá mér. Ef maður býr til feriltöflu þá skiptir taflan um lit þar sem kúlan fer undir 1200 fps. Fyrir styttingu hélt Scenar l 136 kúlan 1200 fps út í 1050 metra. Eftir styttinguna og með hljóðdeyfi heldur hún 1200 fps út í 950 metra.

Þetta er nokkurnvegin það sem ég bjóst við.
ballistic-table.jpg

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 06 Nov 2016 17:00

Sæll Óskar

Áhugavert og nokkurn veginn í takt við það sem ég bjóst við þegar ég var búinn að skoða málið nánar og kominn með allar forsendur. Skaut á 150 fps en var 144, vel innan skekkju marka.

Sé ekki að 950 Metrar eða 1050 skipti mjög miklu máli.

Prófaðiru að skrúfa deyfirinn af og skoða hvernig POI breytist við það? Og er þessi hleðsla enn nákvæm eftir að hlaupið var stytt, án deyfis?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Nov 2016 19:46

Gaman að sjá þessar mælingar. 20" hlaup er orðin ansi algengur valkostur í dag, og vilja sumir meina að stutt og þykk hlaup séu mjög nákvæm, þar sem þau séu svo stíf. Ég er í veiðirifflapælingum, og vill frekar hafa hlaupið styttra en hitt, en auðvitað verður eitthvað hraðatap, en á móti kemur að riffillinn verður þægilegri í meðförum, sérstaklega með hljóðdempara.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar

Ólesinn póstur af Haglari » 07 Nov 2016 11:46

Stebbi Sniper skrifaði:Sæll Óskar

Áhugavert og nokkurn veginn í takt við það sem ég bjóst við þegar ég var búinn að skoða málið nánar og kominn með allar forsendur. Skaut á 150 fps en var 144, vel innan skekkju marka.

Sé ekki að 950 Metrar eða 1050 skipti mjög miklu máli.

Prófaðiru að skrúfa deyfirinn af og skoða hvernig POI breytist við það? Og er þessi hleðsla enn nákvæm eftir að hlaupið var stytt, án deyfis?
nei ég klikkaði á að tékka á POI án deyfi. Þarf að skoða það næst.
Hleðslan er að skila svipaðri nákæmni já. Ég er hinsvegar alltaf frekar skeptískur á yfirlýsingar um nákæmni, vill prófa riffilinn nokkrum sinnum við mismunandi aðstæður og færi til að fá almennilega tilfinningu fyrir því hvort að hleðslan sé stöðug. Ég hef alveg margsinnis séð þennan riffil gera 3 skota grúbbur sem eru eitt gat á 100m en mér finnst það ekki alveg segja sannleikan. 5-10 skota grúbba úr köldu hlaupi segir mér mikklu meira. ;)

Svara