Rýr rjúpna vertíð, á 3 helgum hef ég veitt 4 rjúpur. Veðrið hefur verið rok og rigning slydda og eiginlega allt sem gerir svona sportveiði ömurlega. Ég held að með þessari veiðistjórnun sé endanlega búið að gera út af við það sport sem rjúpnaveiði er. Áður en höftin komu á , þá valdi maður góða daga til að sporta sig á fjöllum og naut þess að vera í útivist og gera kannski góða veiði í leiðinni.