Jágermeister og skrif.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Jágermeister og skrif.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 03 Feb 2017 01:17

Nú ber svo við að á andvökukvöldi mundi ég eftir flösku af Jágermeister sem er á bragðið eins og betrigerðin af Norskum bjróstdropum. Eitt af því sem ég er vel birgur af frá síðasta ári eru góðar minningar um veiðar. Eins og sumir ykkar kannski þekkja þá er það nú svo væntingar um að gera betur næst verða seint teknar frá okkur.

Einsleitar kúlur hafa orðið fyrir valinu hjá mér við veiðar á stærri dýrum og til þess að geta haft reynslu verð ég að hafa fjölda. Með árunum hefur þetta verið að tínast saman og eins og arkitekinn sagði um flaggstangir þá eru fjórar bara 2+2 en 5 eða fleiri fjöldi. 2506 sem rómað er fyrir hraða og 308 sem hefur aðra kosti hafa verið í notkun hjá mér að ógleymdum 3006 við veiðar á stærri dýrum. Í fyrstu hafði ég ofurtrú á Barnes TSX og Hornady GMX sem hvoru tveggja eru blýlausar kúlur. Þegar skotið er á rifjahylki á hreindýri með Barnes í cal 2506 sem er á ágætis hraða verða inn og útgöt afar smá. Því má ekkert útaf bera lendi þessar kúlur ekki í hjarta eða lunga. Svo hef ég sannreynt ágæti Barns þegar útskot átti leið um aðra framhásingu og fór það grey ekki neitt. Til samanburðar hef ég felt tvö hreindýr með hefðbundini blýoddskúlu frá Sierra cal 3006 150gr sem einnig fóru í rifjahylki og voru þau inn og útgöt meira sannfærandi.

VIð hjartarveiðar notaði ég kúlu frá Hornady GMX 165gr og var hún að skila sínu ágætlega vel og þau dýr umtalsvert meiri á velli en hreindýrabeljur. Þó hefði ég viljað sjá fleirri hjartardýr falla strax þó það sé ekki óalgengt að um eða yfir 100 metrar sé frá þeim stað sem dýrirð er hæft og það fellur. Sömu Hornady GMX kúlu var ég að nota á villisvín og eru þau dýr afspirnu skothörð. Það var ekki alveg að gera sig og þó að kúlan færi í gegn hlupu svínin áfram og inn í skóginn. Í því tilfelli grunar mig að 308 hafi verið of hægfara til þess að GMX kúlan hafi opnað sig eins og til er ætlast.
Einn annar félagi var einnig með 308 í þessari ferð og notaði hefðbunda blýoddskúlu sem var greinilega að fella svínin betur.

Fari nú svo að mér verði úthlutað hreindýrabelju á komandi hausti hef ég all marga mánuði til þess að klára mína Jagermasterflösku og vela mér aðra kúlu. Hver veit nema að ég fari að ráðum Veiðimeistara og þrumi V-Max á næstu belju úr 2506 :D
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara