Elgur 2017

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Einar P
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 45
Skráður: 24 Apr 2012 18:53
Staðsetning: Svíþjóð

Elgur 2017

Ólesinn póstur af Einar P » 21 Sep 2017 10:46

Síðastliðin laugardag hófust elgveiðar hér hjá okkur í Mädan og veiðin byrjaði mjög vel hjá mér. Um það bil tveimur tímum eftir að ég kom á pass var eins og skógarvélar væru að koma á fullri ferð í gegnum skógin en síðan birtist stór elgtuddi út á mýrina með hundinn á eftir sér., hundföraen sagði að samkvæmt gpsinu hefði þeir verið á 11 km hraða. Ég skaut tveimur skotum á elgin og hann fór ca 40 metra inn í skógin eftir skotin.
Þetta var þokkalega stórt dýr, 260 kg skrokkþyngd og horn með 17 taggnar, eða eins og svíarnir segja udda 18 taggare. Á sunnudeginum skaut annar í veiðiliðinu kvígu sem var um 130 kg og þá eru tveir kálfar eftir sem við ætlum að reyna við eftir veiðistoppið í byrjun október.
17 taggare.jpg
Á morgun verður ferðinni heitið á veiðilendur fjölskyldunar í Lapplandi og það verður spennandi að sjá hvort heppnin verður með mér eins og í fyrra þegar ég skaut tvö dýr á ca einum tíma.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

Svara