Síða 1 af 1

Gleðileg Jól !

Posted: 24 Dec 2017 12:36
af Veiðimeistarinn
Gleðilega hátíð spjallverjar.
Nú er að ganga í garð heilög jólahátið !
Svo ber til um þessar mundir, að þessi hátíð verður líka að hálfgerðri uppskeruhátíð okkar veiðimanna.
Við týnum upp úr frystunum hjá okkur allt það besta sem við höfum veitt og hanterað sérstaklega til að gera okkur dagamun um jólin.
Já rúdólf er með okkur alla leið, um jólin.
Verði ykkur að góðu, njótið alls erfiðisins sem við lögðum á okkur, til að heiðra minningu þess sem gefur okkur frelsið, færir okkur veiðidýrin og vakir yfir okkur á veiðiferðum.
Ég sendi ynnilegar jólakveðjur til ykkar allra hér og þakka eftirminnilegar stundir með mörgum af ykkur á árinu, er senn líður í aldanna skaut.
Gleðileg Jól.

Re: Gleðileg Jól !

Posted: 24 Dec 2017 13:15
af petrolhead
Óska ykkur öllum sem spjall þetta lesa gleðilegrar jólahátíðar og farsældar og veiði góðrar á komandi ári, bestu þakkir fyrir góða og gagnlega umræðu á árinu sem er að líða og vonast til að sjá sem flesta virka hér inni á nýju ári
Lifið heil.

Jólakveðja
Gæi

Re: Gleðileg Jól !

Posted: 31 Dec 2017 03:15
af Sveinbjörn
Gleðilega rest og farsælt komandi ár.

Re: Gleðileg Jól !

Posted: 31 Dec 2017 14:58
af sindrisig
Sömuleiðis.
Hér er búið að borða tvisvar hrein og gæs og í kvöld verður hreinn og humar. Þetta er ekki hrúturinnn Hreinn heldur hinn sem við þekkjum all flestir.

kv.
Sindri