Hreindýr 20

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 02 Mar 2020 00:30

Ég var að lesa það á einhverjum netmiðlinum að það væri kominn hreindýra kvóti, er búinn að vakta þetta svo þetta fari ekki fyrir ofan garð (eða Garðar) og neðan eins og í fyrra svo nú verður hent inn umsókn um leið og maður kemst í GSM.
Væri gaman að heyra hverjir fleiri á þessu spjalli ætla að sækja um eða eru búnir að sækja um.
Mbk
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 15
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Mar 2020 08:47

Já Umhverfisráðuneytið auglýsti loksins veiðkvótann.
Heimilt er að veiða 1325 hreindýr þetta árið, 805 simlur og 520 tarfa.
Veiðileyfunum fækkar um ca. 100 frá því í fyrra sú fækkun er aðallega í simlum.
Það er vonum seinna, tillögurnar lágu fyrir í desember svo þessi töf er í boði Umhverfiaraðuneytisins.
Á árunum á undan árinu í fyrra, var kvótinn ævinlega auglýstur í janúar og dregið upp úr 20 febrúar
Já, öðruvísi mér áður brá, nú var auglýst á svipuðum tíma og dregið var úr innsendum umsóknum áður !
Ummsóknarfrestur er til 9. mars og dregið úr innsendum umsóknum helgina 13-15 mars að öllum líkindum !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 02 Mar 2020 18:45

Mín góða kona hafði orð á því að það vantaði hreindýraket í frystiskápinn. Á móti lét ég þess getið að það væri komið að henni að greiða fyrir leyfið því puðið lentu jú á mér. Ég er enn að bíða eftir svari.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 03 Mar 2020 01:18

Ja Siggi mér finnst svolítill seinagangur með þetta hjá umræddu ríkisbatteríi.
En í öllu falli þá er ég búinn að henda í umsókn um tarf á heimaslóð veiðimeistarans á svæði 2. Enda þurfti ég ekki að bíða eftir svari frá frúnni eins og Sveinbjörn...átti inni samþykki síðan í fyrra þegar ég missti af umsóknartímanum :-D
Nú er bara að bíða og sjá hvort lukkudísirnar verði undirrituðum hliðhollar þetta árið !!!
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Mar 2020 02:39

Er enginn nema ég á þessu spjalli búinn að sækja um ???....eða eru menn kannski bara svona feimnir, að Sigga og Sveinbirni undanskildum.
En hvað um það, nú er stóri dagurinn upp runninn og fer að verða ljóst hverjum lukkudísirnar veita dýr og hverjum ekki, það verður spennandi að vakna á vakt í kvöld og komast að hvoru megin maður hefur fallið þetta árið.
Væri líka gaman að heyra frá öðrum hér á spjallinu hvort þeir hafa fengið úthlutað eður ei.
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 14 Mar 2020 12:12

Ég tók þann kost að auka möguleika ykkar og lét það ógert að sækja um.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Mar 2020 18:30

Hafðu mínar bestu þakkir fyrir Sveinbjörn, þetta greinilega virkaði eins og til var ætlast hjá þér því ég fékk úthlutað og legg það þannig út að það sé göfugmennsku þinni að þakka :D
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 4
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 25 Mar 2020 12:18

Þannig að maður fær loksins að pína þig í skotprófi :twisted: :twisted:
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 15
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Mar 2020 15:32

Jónbi, verður þú burðarmaður hjá Gæa ?
Þá gæti hann sleppt að taka sexhjólið !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 4
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 27 Mar 2020 09:04

Finnst það nú hæpið, pottþétt að það þyrfti sexhjólið til að ferja mig þar sem ég telst vist orðin löggiltur vesalingur :( og styðst við prik, en einhvertíman hefði mann ekki munað um að snara þessu á öxlina :) og rölta heim.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 28 Mar 2020 11:14

Kæri Aflabrestur.
Þekki það af eigin reynslu að Veiðimeistarinn kann sitt fag. Þegar ég sagi Sigga að ég væri lítt gagnlegur til gönguferða sá hann til þess að koma mér í gott færi án mikilla þáttöku fóta minna. Því má segja að góður leiðsögumaður leysi vanda hvers og eins.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 15
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Mar 2020 20:40

Sveinbjörn, fenguð þið félagi Brynjar nóvemberleyfi ?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 29 Mar 2020 10:12

Brynjar er síðastur í röð á biðlista. Ég lét það ógert að sækja um og ætlaði að láta Pólland duga þetta árið. Það er trúlega röng ákvörðun miðað við tíðindi dagsins
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 07 May 2020 02:50

Aflabrestur skrifaði:
27 Mar 2020 09:04
Finnst það nú hæpið, pottþétt að það þyrfti sexhjólið til að ferja mig þar sem ég telst vist orðin löggiltur vesalingur :( og styðst við prik, en einhvertíman hefði mann ekki munað um að snara þessu á öxlina :) og rölta heim.
Já það var í þá gömlu góðu félagi kær, við hefðum verið fínir saman í svona túr þá, en ellikérling hefur sett mark sitt á okkur síðan þá ég hafi sloppið heldur skár frá henni en þú...ennþá.

En þá er maður búinn að ganga frá greiðslu á leyfinu og lítt annað að gera en að fara að ráða sér gæd og finna með honum dag einn heppilegan og vona svo að þessi fjandans Covid drattist til að hafa hægt um sig svo hún trufli þetta ekki enn frakar, verður vonandi líka búið að opna skotsvæðin þegar maður verður í landi næst svo hægt verði að byrja á hreyndýraprófunum :shock:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 May 2020 14:50

Vel gert hjá Jóa að birta biðlistann strax. Ég er næstur inn.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 24 May 2020 16:32

sindrisig skrifaði:
17 May 2020 14:50
Vel gert hjá Jóa að birta biðlistann strax. Ég er næstur inn.
Svo þú ert þá nokkuð tryggur með að komast til veiða í haust
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 29 May 2020 21:36

Jæja skotprófið að baki og þá er bara að hlakka til haustsins 😁
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 15
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 May 2020 18:30

Náðir þú því ???
Hvaða veiðiriffil notaðir þú ?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 30 May 2020 23:36

:shock: Já Siggi, kraftaverkin gerast enn og ég náði þessu.
Ég notaði minn ástkæra Mauser í kaliberinu 6.5-06AI og mun því mæta með hann á veiðislóð á haustdögum.
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 21
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýr 20

Ólesinn póstur af petrolhead » 27 Jul 2020 17:01

Hvernig er það eru einhverjir netverjar með fréttir af gangi hreindýraveiða ?
Mbk
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara