Síða 2 af 3

Re: Hreindýr 20

Posted: 28 Jul 2020 19:21
af Veiðimeistarinn
Jú jú ég er byrjaður að leiðsegja og von bráðar birtist þráðurinn Veiði dagsins 2020 !

Re: Hreindýr 20

Posted: 29 Jul 2020 15:41
af petrolhead
Frábært að heyra Siggi, var farinn að örvænta með þráðinn góða :-o
Er búið að viðra þokkalega til veiða það sem af er ?
Mbk
Gæi

Re: Hreindýr 20

Posted: 05 Ágú 2020 19:40
af Sveinbjörn
Við bíðum spentir eftir þínum pistlum.

Re: Hreindýr 20

Posted: 06 Ágú 2020 08:40
af Veiðimeistarinn
Nei, heilt yfir hefur ekki viðrað vel !

Re: Hreindýr 20

Posted: 04 Sep 2020 13:35
af petrolhead
Ég sá í fréttum að það hefur verið kuldalegt um að litast í morgunsárið á heimaslóð veiðimeistarans, skjótt skipast veður í lofti og þetta er önnur veröld en þegar ég var þarna fyrir nokkrum dögum í hart nær 20 stiga hita.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020 ... la_i_nott/

Re: Hreindýr 20

Posted: 15 Sep 2020 20:52
af petrolhead
Jæja best að henda smá inn í þennan þráð þar sem veiðiferðinni er nú lokið.

Síðla dags þann 23 ágúst hóf ég veiðiferðina sem ég var búinn að bíða eftir að komast í síðustu 6 mán, svona ca. Förinni var heitið frá Akueryri í Vaðbrekku í hrafnkelsdal til fundar við Veiðimeistarann sem hafði tekið að sé leiðsögn í þessari ferð.
Kvöldið fór svo í spjall um heima og geyma og var svo gengið til náða.

Að morgni 24 ágúst héldum við Sigurður svo af stað til að leita hreindýra og ókum eftir slóðum og krákustígum sem Sigurður þekkir trúlega betur en eigin handarabök en ég er handviss um að ég hefði aldrei ratað til byggða aftur hefðum við orðið viðskila þarna upp á heiði, og eitt af því skemmtilega við að hafa heimamann og reynslubolta sem Sigurð með sér er að hann þekki um það bil aðra hvora þúfu með nafni og kann ýmsar sögur tengdar kennileitum sem komið er að.
Ekki var veðrið til að gera okkur lífið leitt, sólskin og 19 stiga hiti yfir hádaginn, á hin bóginn sáum við lítið af því er að var leitað, það er að segja hreindýrum en það var margt annað að sjá og skoða í staðinn og fór það svo að við héldum veiðilausir heim í vaðbrekku um kvöldið en hreint frábær dagur eftir sem áður.

Re: Hreindýr 20

Posted: 15 Sep 2020 21:17
af petrolhead
Þann 25 ágúst héldum við svo aftur til veiða og bættist þá Pétur Alan og aðstoðarmaður hans, Denni, í hópinn...nú þurfti Siggi að fara að horfa í kíkirinn með báðum augum því það þurfti að finna tvo tarfa þennan daginn og gerðum við allnokkra leit og fórum víða en á bílum í þetta skiptið.
Þennan daga varð ég fyrir því ansans óláni að festa mig við að fara yfir lækjarsprænu og til að bíta nú hausinn af skömminni mátti ég kyngja því að láta draga mig upp á lítið breyttum Land Cruiser sem þykir ekki par fínt þegar maður er í amerísku deildinni.
Lítið fundum við framan af þessum degi en þegar sól var tekin að lækka nokkuð á lofti komumst við þó loks í færi við hjörð og felldum við Pétur Alan þar sitt hvorn tarfinn sem veiðimeistarinn hefur gert skil í þræði sínum "veiði dagsins" svo ég er ekki að tíunda um það frekar.
Það var svo haldið heim á leið með fenginn eftir að sól var sest og komið nokkuð fram á nótt þegar búið var að ganga frá aflanum ef svo má að orði komast og ákvað ég því að gista þriðju nóttina á Vaðbrekku og halda heim til Akureyrar daginn eftir.

Ég hafði mjög gaman af þessari ferð í alla staði, skemmtilegir menn að vera með í svona ferð þeir Siggi, Pétur og Denni og helmingi meira gaman að vera í tveggja daga veiðiferð en eins dags en nú er ekki annað að gera en njóta þess að fá sér góða hreindýrasteik og hlakka til næstu ferðar.

mbk
Gæi

Re: Hreindýr 20

Posted: 19 Sep 2020 11:27
af Aflabrestur
Hefðir betur verið á drifdekkjunum félagi :D :D :D

Re: Hreindýr 20

Posted: 20 Sep 2020 12:39
af petrolhead
Var meira á svona drift-dekkjum :lol: hefði sennilega betur keðjað trukkinn :ugeek:

Re: Hreindýr 20

Posted: 24 Sep 2020 11:06
af Veiðimeistarinn
,,Árinni kennir illur ræðari’’. 😂🤣😂🤣

Re: Hreindýr 20

Posted: 24 Sep 2020 23:36
af petrolhead
Siggi þó, og þetta segir þú bara kinnroðalaust á opinberum vettvangi 🤣🤣🤣

Re: Hreindýr 20

Posted: 25 Sep 2020 07:43
af Veiðimeistarinn
Kinnroðalsust ??
Úppppsss.......
Mér var nú bara hugsað til lítið breitts Landkrusersins á drift-dekkjunum, sem var af einhverjum ástæðum kominn yfir lækjarsprænuna og þess vegna á réttum stað til að hægt væri að hengja sleftógið framanvert í amerísku rennireiðina🤔🤭😂🤣

Re: Hreindýr 20

Posted: 25 Sep 2020 09:49
af petrolhead
Hann var ekki með kerru aftan í :shock:
Það er örugglega ástæðan :ugeek:
Já því meira sem ég hugsa um það 🤔 það hlýtur að vera ástæðan, hann var kerrulaus 🤔🧐🤓
😅😂🤣

Re: Hreindýr 20

Posted: 01 Oct 2020 16:37
af Veiðimeistarinn
Sælir
Nú er aldeilis lag á !!!
Ég finn ekki hvar samanburðarskrárnar um caliberin hjá mér eru ????

Re: Hreindýr 20

Posted: 03 Oct 2020 19:15
af petrolhead
Ekki er nú gott að glata slíku, vonandi að þær finnist !

Re: Hreindýr 20

Posted: 04 Oct 2020 09:03
af Veiðimeistarinn
Ég meinti, ég finn ekki á hvaða þræði hérna þetta er 🤔

Re: Hreindýr 20

Posted: 05 Oct 2020 21:23
af petrolhead
Ja mikill andsk. Siggi, ég er ekki að finna þetta heldur og það eftir dágóða leit.
Kemur þetta ekki fram undir þínir póstar....eða your posts... hvort sem það nú er á þessu spjalli ?
Ég tek mér nú í munn orð fyrrum ráðherra og segi; ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það ☹️

Re: Hreindýr 20

Posted: 12 Oct 2020 10:21
af Veiðimeistarinn
Svona í tilefni dagsins, ein lauflétt getraun.
Hvaða caliber eru þetta, talin frá vinstri ?

Re: Hreindýr 20

Posted: 17 Oct 2020 08:38
af petrolhead
6XC, 6,5Creedmoor og ekki viss en set 10 sent á að þetta sé Vaðbrekku caliberið eða 6,5-284 :shock:
Nú er bara að bíða eftir að Aflabrestur félagi vor rannsaki þetta því hann er manna líklegastur til að hafa svona lagað á hreinu :mrgreen:
MBK
Gæi

Re: Hreindýr 20

Posted: 17 Oct 2020 14:24
af Veiðimeistarinn
😎