Algeng fjarlægð?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Algeng fjarlægð?

Ólesinn póstur af Bowtech » 29 Apr 2012 22:35

Langar að forvitnast hvort þið vitið hvað geti verið algeng (meðal) fjarlægð frá þeim stað sem hreindýr er skotið og þar til það dettur niður. Og að skotið lendi á réttum stað, er ekki að meina skot sem hafa geigað hjarta og lugnasvæði..

Hef heyrt frá 0 og uppí 70-90m+

Hver er ykkar reynsla?
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Maggi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:22 Feb 2012 20:34

Re: Algeng fjarlægð?

Ólesinn póstur af Maggi » 30 Apr 2012 09:07

Skaut dýrið mitt í hjartað síðasta haust og það féll á punktinum.

kv
Maggi
Magnús Blöndahl Kjartansson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Algeng fjarlægð?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 May 2012 11:19

Það er geisilega misjafnt hvað heindýr hleypur langt eftir að það verður fyrir skoti á hjarta og lungnasvæði.
Helstu áhrifaþættirnir eru hvar á hjarta og lungnasvæðið kúlan kemur og síðan þyngd kúlu og hraði hennar.
Hreint hjartaskot, í hjarta aftan við bóg neðarlega á skrokkinn en ofan við bringukoll þá hlaupa þau oft upp í 50 metra. Hitti húlan hinsvegar á bóglegginn sem er rétt framan við hjartað fer dýrið ekki neitt, það snýst strax niður. Ástæðan fyrir því er að höggið er meira og því mera sem kúlan er stærri, auk þess að fari kúlan í hart bein eins og bóglegginn flest hún meira út og gerir stærra gat á hjartað og dýrið fellur fyrr auk þess sem það fær sjokk af högginu.
Fari skotið hins vegar niður í bringukoll rís dýrið oft upp á afturlappirnar hleypur kannski smáspöl og fellur síðan.
Skot á lungnasvæði er aftur annað, lungnasvæðið er svo stórt, alveg frá því framan við bóg fremst í brjóstholinu og aftur að þind, þindin liggur að neðan rétt aftast á bringukollinum upp og aftur um mitt dýr uppi við hrygg.
Hitti kúlan lungun vel aftan við bóg vel neðan við hrygg getur gegnumskotið dýrið hlaupið allt að um og yfir 100 metra og ekki sést kannski mikið viðbragð þegar kúlan hittir en það eru alltaf einhver viðbrögð sem vanur maður á að sjá.
Komi kúlan svo framarlega að hún lendi á bógbeinunum eru viðbrögðin svipuð og við hjartaskotunum, sjokk vegna meira höggs og stærra gat á blóðríkt svæði.
Komi kúlan hins vegar efst á lungnasæðið, rétt neðan við hryggsúluna eða snerti hana, eða komi á herðakambinn fellur dýrið strax til jarðar eins og við skot á haus eða háls.
Viðhengi
IMG_2083.JPG
Gísli, mannstu nokkuð hvað hún hljóp langt þessi? Kennslubókardæmi fyrir skot á réttan stað!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Algeng fjarlægð?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 02 May 2012 12:29

Sæll Siggi

Hún fór nú nokkra tugi metra. En ekki mjög langt. Já ég var ánægður með skotið. Maður ætti að setja inn myndina af lunganu :)
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara