Þetta er svosem ekkert nýtt að Skarphéðinn sé með yfirlýsingar í þessa átt, en hann veit sáralítið hvað hann er að tala um í þessum efnum.
Hann hefur jú vaktað hreindýrastofninn frá því áður en virkjunin var gerð, hann hefur staðið sig vel í að fylgjast með fari hreindýranna af einu svæðinu á annað en hann hefur aldrei rannsakað af hverju þau fara af einu svæðinu á annað.
Enda hentar það honum illa, hann stjórnaði svo til einn rannsóknum á hreindýrastofninum í aðdraganda virkjunarinnar, en var jafnframt yfirlýstur einn af hörðustu andstæðingum hennar og ef það hefur ekki litað niðurstöður rannsóknanna er ég illa svikinn. Niðurstöður rannsóknann voru allar í skötulíki með getsökum um að lóið mundi hafa svo og svo vond áhrif á hrindýrastofninn og til að geta sagt um það með vissu yrði að rannsaka þetta enn betur samt tók hann alltaf versta mögulega kostinn og sagði að það mundi verða niðurstaðan. Þess vegna hentar það honum vel núna að minna á að dyrin séu öll farin þaðan og skella skuldinni á virkjunina, en líta ekkert til þess að þetta getur haft sínar eðlilegu orsakir.
Það hefur aldrei gengið með góðum árangri að láta róna afgreiða í áfengisversluninni, það er bara ávísun á rýrnun!
Það hefur verið ljóst í marga tugi ára og gamlir hreindýraveiðimenn hafa tekið eftir því í áranna rás að hreindýrin færa sig milli svæða á 10 til 15 ára fresti og það var alveg ljóst í huga þessara manna og mér var það einnig ljóst að dýrin voru að flytja sig af þessu svæði kring um virkjanasvæðið í aðdraganda virkjunarinnar.
Þau fóru út á Fljótsdalsheiðina eins og jafnan áður þegar þau yfirgefa Vesturöræfin, síðan hafa þau alltaf farið þaðan austur á Múla og austur fyrir Hornbrynju í framhaldi af því, áður en þau koma aftur inn á Vesturöræfi.
Við vitum ekki af hverju dýrin flytja sig svona milli svæða en við höldum að það hafi með gróðurinn að gera, það er að þau klári ákveðinn kjörgróður úr landinu og flytji sig milli svæða til að fá þennan gróður. Það er nefninlegan þannig að grasbítar halda sig bara þar sem þeir hafa að borða og okkur grunar að hreindýrin séu bara ,,matvönd" og sæki í einhvern ákveðinn gróður umfram annan.
Þetta hefur sá góði Skarphéðinn aldrei viljað rannsaka, kannski hentar það honum ekki eða fær ekki fjármagn í það en hann neitar allavega að viðurkenna þessi fræði gömlu mannanna og segir að þetta þurfi að rannsaka áður en nokkuð sé sagt um þetta, hann hefur sennilega aldrei heyrt spakmælið ,,það er oft gott sem gamlir kveða".
Það er einnig beinlínis rangt sem Skarphéðinn segir að þetta svæði sem fór undir lónið hafi verið mikilvægt fyrir hreindýrin, á því svæði var aldrei mikið af hrendýrum, þau voru ekki niður í Hálsi sem fór allur undir lónið, þau voru alltaf mest uppi á sléttunum efst í Hálsinm sem ekki fóru undir lónið.
Hálsinn var ekki nema síður sé sérstakt burarsvæði dýranna, það er aðeins vitað um eitt ár sem þau báru mikð inni í Hálsi en það var vorið 1979 en það er líka eina vorið sem Skarphéðinn rannsakaði dýrin að einhverju ráði um burðartímann.
Til dæmis vorið 1983 sem var líka hart vor báru kýrnar mikið úti í dölum, Desjarárdal, Glúmstaðadal, Þuríðarstaðadal og Hrafnkelsdal sem og önnur hörð vor eftir 1979.
Þetta svæði sem fór undir Hálslón þó það sé 56 ferkílómetrar, skiptir engum sköpum fyrir vöxt og viðgang hreindýrastofnsins, né heldur farleiðir dýranna.
Á næstu 10 árum byrja dýrin aftur að koma inn á þetta svæði eins og ekkert hafi í skorist, spái ég
