Veiðimeistarinn.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16
Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Spíri » 01 Jun 2012 20:26

Veiðimeistarinn var svei mér flottur í kvöldfréttum rúv í kvöld :)

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/010 ... yraskyttur
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Jun 2012 22:31

Já alltaf flottur, eða þannig 8-)
Góð frétt, nema smá misskilningur hjá Elvari Lund formanni Skotvís ;)
Þetta er ekki upphafið af því að hreindýraveiðimenn fái að fara einir á veiðar án leiðsögumanns.
Það er óframkvæmanlegt, aðallega af þremur ástæðum :!:
Í fyrsta lagi, um leið og einn veiðimaður fengi að fara án leiðsögumanns á veiðar hversu vanur sem hann annars væri á hreindýraveiðum, gætu allir hinir veiðimennirnir, já, segi og skrifa allir sem einn, kært sig inn til að fá líka að fara eftirlitsmannslausir á veiðar í krafti jafnréttisákvæða, eins og margoft hefur verið gert vegna alls mögulegs og ómögulegs í sambandi við hreindýraveiðar á síðustu árum :?
Í öðru lagi hvar ætti að draga mörkin milli vans hreindyraveiðmanns og óvans, það er tæplega hægt vegna jafnræðisreglna sem öllum ber að fara eftir í þjóðfélaginu í dag og hefur torveldað mjög alla stórnn á hreindyraveiðum hingað til, það er meðal annars ástæðan fyrir hve seint hefur gengið að koma á námskeiðum fyrir nyja leiðsögumenn og loksins þegar eitt komst á síðasta sumar hefur verið stóra stopp með framhaldið 8-)
Í þriðja lagi gengi aldrei að senda veiðimenn eina til hreindýraveiða vegna þess einfaldlega að landssvæðin sem dýrin halda sig á eru ekki stærri en raun ber vitni, það er oft tæplega pláss fyrir alla leiðsögumennina á þessum litlu svæðum nema þá fyrir þá sök að þeir hafa mikið samband sín á milli og skipuleggja veiðarnar á svæðinu með tilliti til þess. Það veit ég af eigin reinslu að er ekki alltaf auðvelt.
Það væri beinlínis hættulegt ef bættust síðan við veiðimenn á eigin vegum, í misgóðu sambandi við mennina á veiðslóðinni og sín á milli :)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Jun 2012 22:34

Sammála Sigurði með þetta. Veiðisvæðin og veiðitímin er of lítill til að hægt sé að leyfa veiðar án leiðsögumanna.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Jun 2012 00:19

Svo er eitt enn svona í framhjáhlaupi ;)
Það er eiginlega alveg hægt að stilla klukkuna sína eftir því að það þarf að leita að rjúpnaskyttum, oft frá fyrsta degi í rjúpu og síðan svo og svo oft allan rjúpnatímann :shock:
Hvenær hefur einhver hérna heyrt um að það þurfi að leita að hreindýraveiðimanni 8-)
Hvernig ætli að standi á því :o
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af gkristjansson » 02 Jun 2012 07:21

Ég er algjörlega sammála að það ætti ekki að leyfa hreindýra veiðina án leiðsögumanns og tek undir rökin frá Sigurði hér að ofan.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Spíri » 02 Jun 2012 10:05

Held að þetta kerfi sem er nú við lýði að hafa með sér leiðsögumann sé einfaldlega það eina sem virkar. Ég hef verið fyrir austan í bullandi "umferð" þar sem minnst fimm hópar voru að leita að hreindýrum á svæði tvö og var greinilegt að það var mikið samband á milli leiðsögumannanna (allavega flestra). Ég biði ekki í það ef allir þessir menn hefðu verið þarna leiðsögumannalausir :? Ástæðan fyrir því að maður heyrir aldrei af því að leita þurfi að hreindýraveiðimönnum er að leiðsögumennirnir hafa vit fyrir okkur misvitrum veiðimönnum ;)
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 11 Dec 2013 22:56

Veiðimeistarinn skrifaði:Já alltaf flottur, eða þannig 8-)
Góð frétt, nema smá misskilningur hjá Elvari Lund formanni Skotvís ;)
Þetta er ekki upphafið af því að hreindýraveiðimenn fái að fara einir á veiðar án leiðsögumanns.
Það er óframkvæmanlegt, aðallega af þremur ástæðum :!:
Í fyrsta lagi, um leið og einn veiðimaður fengi að fara án leiðsögumanns á veiðar hversu vanur sem hann annars væri á hreindýraveiðum, gætu allir hinir veiðimennirnir, já, segi og skrifa allir sem einn, kært sig inn til að fá líka að fara eftirlitsmannslausir á veiðar í krafti jafnréttisákvæða, eins og margoft hefur verið gert vegna alls mögulegs og ómögulegs í sambandi við hreindýraveiðar á síðustu árum :?
Í öðru lagi hvar ætti að draga mörkin milli vans hreindyraveiðmanns og óvans, það er tæplega hægt vegna jafnræðisreglna sem öllum ber að fara eftir í þjóðfélaginu í dag og hefur torveldað mjög alla stórnn á hreindyraveiðum hingað til, það er meðal annars ástæðan fyrir hve seint hefur gengið að koma á námskeiðum fyrir nyja leiðsögumenn og loksins þegar eitt komst á síðasta sumar hefur verið stóra stopp með framhaldið 8-)
Í þriðja lagi gengi aldrei að senda veiðimenn eina til hreindýraveiða vegna þess einfaldlega að landssvæðin sem dýrin halda sig á eru ekki stærri en raun ber vitni, það er oft tæplega pláss fyrir alla leiðsögumennina á þessum litlu svæðum nema þá fyrir þá sök að þeir hafa mikið samband sín á milli og skipuleggja veiðarnar á svæðinu með tilliti til þess. Það veit ég af eigin reinslu að er ekki alltaf auðvelt.
Það væri beinlínis hættulegt ef bættust síðan við veiðimenn á eigin vegum, í misgóðu sambandi við mennina á veiðslóðinni og sín á milli :)
Ég er ekki alveg sammála þessum rökum sem Veiðimeistarinn setur hér fram gegn því að veiðimenn fái að fara án leiðsögumanna.
Í fyrstalagi þá væri hægt að setja ákveðin skilyrði sem menn yrðu að uppfylla t.d. eftir ákveðinn fjölda veiðiferða teljast menn vanir það er ekkert hægt að kæra sig framhjá því þar sem um almennt ákvæði væri að ræða sem allir hafa möguleika á að uppfylla svo væri að auki hægt að hafa sérstakt próf töluvert erfiðara en skotprófið sem er í dag og láta menn greiða hærra gjald fyrir það.

Í öðru lagi þá tel ég að aðalástæða þess hversu seint hefur gengið að koma á námskeiði fyrir nýja leiðsögumenn sé vegna þess að þau eru ekki haldin til þess að tempra fjölda þeirra sem eru með þessi réttindi.

Varðandi fjölda veiðimanna án leiðsögumanns á veiðislóð þá væri alveg hægt að leyfa veiðimönnum án eftirlitsmanns að far á þeim dögum sem fæstir eru á veiðum (þessi tölfræði er til) enda myndu þeir tilkynna sig til veiða eins og eftirlitsmenn gera í dag, þá væri vel hægt að koma í veg fyrir að mörg leyfi væru á sömu veiðislóð.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Dec 2013 21:44

Jenni minn, var Tommi nú að hrekkja þig einu sinni enn :lol:
Ég ítreka bara þau rök sem ég setti fram hér að ofan og þú endurtekur orðrétt og vitnar til hér að ofan, þar er litlu við að bæta, nema kannski árétta eftirfarandi 8-)
Það hefur ekki tekist hingað til að setja reglur um hverjir teljast vanir hreindýraveiðimenn, ekki einu sinni þegar síðasta leiðsögumannanámskei var haldið, þar komust meðal annars menn inn sem aldrei höfðu farið á hreindýraveiðar og gátu i framhaldinu kært sig inn á að fá full leisögumannaréttindi án þess að uppfylla nein af þeim skilyrðum sem sett voru til að þeir sem sátu námskeiðið gætu öðlast réttindi til leisagnar, svo sem um staðkunnáttu, sérstök próf og eða hærri gjöld breyta þar engu :evil:

Þú ert alveg úti á túni varðandihvers vegna ekki hafa verið haldin fleiri námskeið fyrir hreindýraleiðsögumenn.
Þer einfaldlega vegna þess að Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneytið klúðruðu þessu námskeiðishaldi "big time" samhliða síðasta námskeiði og allt hefur logað i kærumálum síðan þá og ekki von til að haldið vrði annað námskeið fyrr en greitt hefur verið úr þem málum öllum :geek:
Það var að vísu fyrirsjáanlegt hvrnig þessi mál færu öll á versta veg áður en námskeiðið var haldið, ég varði við því þá strax og var að eigin viti sá eini sem stóð í lappirnar þá.
Ég átti að kenna á þessu námskeiði en sagði mig frá þvi áður en námskeiðið hófst með þeim orðum að ég tæki ekki þátt í svona skrípaleik eins og ég sá að stefndi í varðani þetta námskeið. Þessi varnaðrorð mín komu því miður öll fram :o

Varðandi að stýra mönnum til veiða eftir álaginu á veiðislóð er það einfaldlega óframkvæmanlegt samkvæmt fyrri reynslu, það hefur verið reynt með þá sem nú eru starfandi leisögumenn og ekki gengið ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Dec 2013 22:08

Er það ekki svo að allir leiðsögumenn hafi fengið leyfi til að leiðsegja á öllum svæðum eftir þetta rugl allt saman??

Siggi veit þetta og getur svarað.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Dec 2013 13:51

Jú það gátu allir leiðsögumenn fengið leyfi á öllum svæðum fram yfir síðasta leiðsögumannanámskeið ef þeir á annað borð vildu það og flestir nýttu sér það.
Fimm dögum eftir leiðsögumannanámskeiðið síðasta gengu hins vegar í gildi ný lög og eftir það þurfa leiðsögumenn að taka staðþekkingarpróf á viðkomandi svæði til að bæta því við sig í leiðsögn.
Það var hins vegar svolítið tilgangslaust þar sem flestir höfðu nýtt sér þessa heimild skuldbindingalaust áður.
Því skal þó haldið til haga að 5 af þessum 30 sem fengu leiðsögumannaréttindi eftir síðasta námskeið biðu þar til lögin gengu í garð og fullgiltu sín leiðsögumannaréttindi eftir þeim lögum, ásamt einhverjum sem endurnýjuðu leiðsögumannaréttindi sín eftir að hafa setið á námskeiðum áður og ekki haldið réttindum sínum við.
Þessir menn eiga heiður skilið og hafa reynst ágætir leiðsögumenn, það er meira en hægt er að segja um marga hina sem fengu réttindin sín úr ,,kornflexpakka" eftir námskeiðið og hafa áunnð sér nafnbótina ,,kornflexpakkagædar" eftir framgöngu sína á veiðislóðinni síðan þá.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 16 Dec 2013 18:10

Mér finnst varla verjandi að miða við hörmungarferlið sem var við framkvæmdina á síðasta leiðsögumanna námskeiði skipulangningin á því var ekki betri en ef 5 ára krakki hefði staðið að því.

kannski gengi betur ef núverandi leiðsögumenn settust niður og ræddu það sín á milli hvað þeir telji að menn þurfi til að teljast vanir veiðimenn.

Varðandi það að ég sé út á túni "Þú ert alveg úti á túni varðandihvers vegna ekki hafa verið haldin fleiri námskeið fyrir hreindýraleiðsögumenn." þegar kemur að þessum lið þá fékk ég þessar upplýsingar í umhverfisráðaneytinu þegar ég var að spyrja hversvegan það væru ekki haldin námskeið sem varða opinber starfsréttindi og vitnaði viðkomandi starfsmaður í lagagrein þar að lútandi.

og að síðustu þá var ég ekki að leggja til að stýra mönnum til veiða heldur takmarka þá daga sem menn gætu farið til veiða án leiðsögumanna við þá daga sem fæstir væru á veiðum samkvæmt tölfræði sem liggur fyrir í veiðitölum síðustu ára.
Jens Jónsson
Akureyri

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 16 Dec 2013 19:22

Veiðimeistarinn skrifaði: Þessir menn eiga heiður skilið og hafa reynst ágætir leiðsögumenn, það er meira en hægt er að segja um marga hina sem fengu réttindin sín úr ,,kornflexpakka" eftir námskeiðið og hafa áunnð sér nafnbótina ,,kornflexpakkagædar" eftir framgöngu sína á veiðislóðinni síðan þá.
Siggi er hægt að nálgast lista yfir þessa gæda sem eru með kornflex kusk á réttindunum sínum, ég myndi vilja vita hverjir það eru sem allavega einn vanur gæd telur þá ekki réttindana verða. :shock:
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Dec 2013 13:23

Ég hlaut nafnbótina kornflexpakka gæd hér á vefnum fyrir nokkru.
Fer með fáa á ári svona frá 5 til 10 manns og hef gert það frá því núverandi kerfi hófts.
Veiði ca 40 daga á ári svona ef allt er talið. Ég tel mig alveg fullfæran, sérstaklega niður á fjörðum, ef þarf að rölta í fjöllunum. Hef nokkrar áhyggjur af því hve meðalaldur leiðsögumanna er hár! Meðalaldur er sennilega 60 og hærri ef kornflexpakkarnir eru ekki með. Því má svo sem þakka Umhverfisstofnun. Það hefði þurft að fjölga um ca 5 árvisst. svo menn hefðu tíma til að komast inn í þetta.

Hvað varðar að menn eigi að geta farið leiðsögumannslausir, þá er ég svona beggja blands. Það eru kostir og gallar við bæði. Hugsanlega væri hægt að fara fyrst á tímabilinu, og þá menn sem hafa t.d fellt 10 dýr. Þá þyrfti patrolandi eftirlistmann. En það eru rök í báðar áttir.

Um að koma stjórnuninni heim í hérað, þá er það líka tvíbennt. Allavega var oft svoan smákóngabragur á þessu. Að sumuleiti ágætt að koma þessu aðeins frá upprékstrarfélögunum. Finnst tillagan að samansetningu hreindýraráðs ekki góð. Annarsvegar landeigendur og hinnsvegar upprekstarfélög. Það hafa valist fínir kallir í þetta að undanförnu, en svo hefur ekki altaf verið. Af hverju er ekki t.d fulltrúi leiðsögumanna þarna inni og fulltrúi veiðimanna? Finnst að notendur eigi þarna ekki minni hagsmuna að gæta en t.d noatendur beitarréttar. Hitt er svo einnig annað mál að Umhverfisstofnun hefur ekki verið í neinu uppáhaldi hjá mér er varðar veiðistjórnun. Jói Gutt, karen Erla og Danni er allt öðlingsfólk. Náttúrustofan að virka líka. En gerðu það örugglega án Umhverfisstofnunar líka. :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Dec 2013 14:29

Smá nýtt uppdate!

Það er verið að tala um að flytja veiðitíma á beljur aftur um 10 daga!
koma okkur seinna inn í haustið! var ekki verið að tala um fengitíma fyrir stuttu!
Eða er það eins og venjulega ef einhver vill labba eða bara gera einhvað annað þá burt með veiðimennina!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Dec 2013 22:25

Jæja, voðalega hafa menn gaman af að lemja hausnum við steininn :lol:
Einar, ef það var ég sem þú ætlar að hafa kallað þig kornflexpakkagæd hérna á vefnum, þá var það smá misskilningur vegna ónákvæms orðalags hjá mér sem ég leiðrétti strax og baðst afsökunar á.
Þeir eru víða smákóngarnir, það á ekki einungis við um menn heima í héraði, það morar allt af þeim í Umhverfisstofnun líka, sem hefur valdið því að þar situr hver á sínu roði og passar upp á sitt með einhverskonar ákvörðunarfælni.
Jenni, það er ekki hægt að miða við neitt annað en þetta hörmungarferli sem þú kallar svo, við höfum ekki fengið mikið annað úr þeirri áttinni og ég er hættur að vonast eftir neinu vitrænu þaðan eftir að hafa beðið þolinmóður eftir að þeir mundu bæta sig, svo árum skiptir.
Við leiðsögumenn höfum oft sest niður og rætt hvað teljist vanir veiðimenn, en það hefur ekki verið hlustað á það eins og margt annað gott sem við höfum lagt til málanna.
Það býr geysileg reynsla í ranni reynslumeiri leiðsögumanna og auðvitað eiga þeir að fá að koma að umsögnum um margt sem snýr að hreindýraveiðum, til dæmis að hafa fulltrúa í Hreindýraráði að sjálfsögðu.
Svo er það spurningin, að vera eða ekki að vera, úti á túni! Hver er úti á túni og hvers vegna?
Með fullri virðingu fyrir þér Jenni tel ég mig fara nokkru nærri um hvers vegna ekki hafa verið haldin fleiri námskeið fyrir hreidýraveiðileiðsögumenn.
Hafi menn ekki verið úti á túni hvað það varðar lenda menn ansi langt út á tún ef þeir ætla að taka trúanlegt það sem sagt er í Umhvefisráðuneytinu um það mál, þeir sem drulla upp á bak vilja ógjarnan vðurkenna það fyrir ófræddum og það er gott að grípa til þess að vitna í lagagreinar til að halda athygli viðkomandi frá skítnum sem lekur niður bakið, niður á lærin!
Jenni, varðandi það hvort hægt sé að nálgast lista yfir ,,kornflexpakkagæda" þá er það ekki hægt og ég vil ógjarnan setja mig í dómarasæti varðandi hverjir hafa fengið yfir sig ,,kusk" eins og þú segir.
Eina þumalputtareglu getur þú reynt að nota, hún er sú að taka þá sem fengu réttindi eftir síðasta námskeið og álikta sem svo að þeir sem ekki eiga póstnúmer á Austurlandi hafi lent í ,,kusk" stormum við að koma sér austur á veiðislóðina.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Dec 2013 22:53

.Setti á vitlausan þráð svo áttaviltur ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Dec 2013 23:29

Jens ef ég reyni að skýra hversvegna ekki voru haldin mámskeið :D

Veistjórnunatsvið Umhverfisstofnunar ætlaði altaf að halda námskeið!
Vildi samt ekki fá 200 manns svo það komu allskonar hugmyndir, hátt verð, lottó, reynslutími og hitt og þetta sem ekki stóðst lagalega skoðun. Einhverjir lögfræðingar tættu tillögurnar í sig og allt atrandaði, aftur og aftur! Nurstaðan hjá Umhverfisstofnun var að það þyrfti lagabreytingu. En einhvernvegin komst sú niðurstaða aldrei til ráðuneitissinns. Ráðuneitið fékk svo boltan einhverjim árum seinna og taldi reglugerðarbreytingu næga, en eins og menn vita hefur það ráðuneiti verið gert afturrækt bæði í undirrétti og hæstarétti með einhver mál. Síðan var loksinns haldið námskeið og tókst það svo illa upp að einhverjir bara kærðu sig í gegnum það :mrgreen:

Frá mínum bæjardyrum séð mun maður búsettur í öðrum landshluta aldrei heta haft neitt upp úr sér við þetta. Ég gafst upp og fer bara nokkra valda túra. Þetta er og verður heimamanna vinna.

Hvað varðar námskeið þá þurfa að koma nokkrir á ári eða annað hvert ár. Við erum verða gamlir, einhvherjir eru fallnir frá og einhverjir hættir. Puðið niðri á fjörðum er ekkert eldrimanna sport.
Að úrbeina og bera á bakinu hálfan dag er bara puð! Reynsla er fín. Sérstaklega þegar kemur að því að finna kvikindin, en vinnusemi er líka ákveðin dygð.

Hvað lélega gæda varðar þa komu líka einhverjir í fyrsta hollinu. Menn sem ekki náðu skotprófi og voru að meðaltali þrisvar sinnum fleirri daga en TD Siggi að ná dýrum með sýnum veiðimönnum. Siggi er frábær í að finna og koma mönnum í færi.

Mál er að þeir sem eru í þessu af krafti geta sér mannorðs. Einhverstaðar verða menn að byrja og í dag er ervitt að fá veireynslu.

Mín tvö sent. Ekki viss með að menn vei einir, ef það er leyft þá á afmörkuðu svæði og tíma með patrolandi eftirlitsmann. Þurfum að framleiða nokkra alvöru gæda, lýst vel á örfáa af nýja hollinu, held að megnið ætli ekki að sinna þessu. Ef stjórnin á að fara heim í hérað verður að breyta samsetningu hreindýraráðs um leið. Myndi vilja sjá veiðimenn og leiðsögumenn þarna inni.

Ps Siggi það hafa fleirri kallað mig ceriosgæd og það er í fínu lagi, :-). Hef líka oft látið einhvað vaða :-)
Hafði þangað til í haust alltaf náð því sem ég ætlaði mér svona næstum þann daginn.
Það klikkaði í haust, veiðimaðurinn skaut ekki þó brakin væru í lagi :oops:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Dec 2013 00:18

Takk fyrir málefnalega umræðu um þetta Siggi og Einar, ég held að ég láti þetta nægja allavega að sinni :) Þeir gædar sem ég hef farið með hafa ekkert kornflexkusk á sínum réttindum og hafa reynst mér mjög vel við veiðar.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af E.Har » 18 Dec 2013 08:45

:-) Annars hef ég ekki áhyggjur af ksukinu :-)
var einn af 2-3 úr fyrsta opna hollinu sem voru að sunnan og á í raun engar rætur fyrir austa, er kominn af vestfyrskum galdraköllum hvernig sem ég er rakinn. (Einhverjir brenndir)

Málið er að til að verða þokkalega fær þarftu 3 hluti.

1 Veiðireynslu, þekking á bráðinni. Hana er erviðara og erviðara að fá vegna útdráttarkerfis.
2 Þekking á landinu sem þú ert að veiða. Smalarnir hafa þar forskot, það að vera veiðifíkill og eitt hundruðum daga á þessum sömu heiðum við rjúpu og gæsaveiðar hjálpar.
3 Atgerfi. Núna þegar meira og meira af dýrum eru farin áf heiðunum þá fer formið að skipta máli.

skotmennskan þarf ekki að vera merkileg. Góður leiðsögumaður þarf sárasjaldan að skjóta og kemst í gott færi. Eigum allir að hitta hreindýr, jafnvel þó við þurfum að teygja okkur soldið :-) :oops:

Vandinn er að ef torfa af mönnum sem hafa veitt 2-3 dýr fara með aðstoð lögfræðinga að fá réttindi, þá fá veiðimenn vonda þjónustu, geta skapað hættu, og er ervitt að vinna með. :oops:

Í gamla hópnum voru nú líka nokkrir snillingar, sem ég hefði aldrei viljað fara með. En flestir hinsvegar þræl færir.

Við þessir "gömlu" tölum saman, hjálpumst að, segjum hver öðrum af dýrum og reynum að gera það án árekstra. Sækjum hver fyrir aðra og svo framvegis. Þessvegna held ég að umhverfisstofnun hefði þurft að setja nokkra eða fáa inn árvisst, svona til að lempa þá inn í hópinn. Gallinn er bara sá, hvernig á að velja segjum 5 á ári ? :roll:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðimeistarinn.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Dec 2013 11:28

Sammála Einari :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara