Fall á skotprófi

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 3
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40
Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af Pálmi » 08 Jun 2012 22:55

Sælir

Hvernig gengur með skotprófin. Hvernig gengur mönnum? Er mikið um fall?
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jun 2012 10:18

Samkvæmt frettatímanum er 30% fall hjá mönnum í fyrstu tilraun í þessum prófum en yfir 250 manns hafa tekið prófið.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jun 2012 10:47

Fréttin er á blaðsíðu 2

http://frettatiminn.is/tolublod/15_juni_2012

Mynd af pabba gamla þar sem hann er að taka innan úr tarfi sem systir min skaut, maðurinn hennar fylgist bara með eins og þægir eiginmenn eiga að gera :oops: eða á það að vera öfugt :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 3
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af Pálmi » 16 Jun 2012 10:10

Sælir
Þetta er ótrúlegar tölur, 30% fall. Kannski sparkar þetta í rassin á mönnum og þeir hunskast til að æfa sig aðeins.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af skepnan » 16 Jun 2012 14:14

Sælir, á hverju eru menn að falla? Er það hittnin sem er svona slök eða er það eithvað annað, veit það einhver? Það væri gaman að fá sundurhlutað yfirlit yfir hvað menn eru að flaska á. Ég trúi varla að 30% veiðimanna séu svo slakar skyttur að þeir hitti ekki 14 sentimetra hring á 100 metrum :shock:
En ef sú er raunin þá held ég að menn ættu að fara að æfa sig meira. Við bændur og landeigendur erum auðvitað svo heppin að geta farið út hvenær sem okkur dettur í hug og æft okkur bláa í framan :mrgreen: algjör forréttindi ;)
Svo gerum við ekkert annað en að væla :twisted: :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 3
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af Pálmi » 16 Jun 2012 15:13

Sælir
Mér skilst að menn eru ekki einu sinni að hitta á blaðið.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

Stefán Einar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:05 May 2012 20:49

Re: Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af Stefán Einar » 16 Jun 2012 18:12

Þessar tölur koma á óneitanlega á óvart.
Hafa menn einhverjar sögur af árangri úr nágrannalöndum þar sem svipuð próf eru til staðar?
Með kveðju frá Sviss
Stefán Einar Stefánsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fall á skotprófi

Ólesinn póstur af iceboy » 16 Jun 2012 18:24

Já þetta eru nokkuð háar tölur. En þurfa þær að koma á óvart?
Miðað við hvernig þetta virðist vera uppsett þá virðist vera hægt að falla á öryggisþættinum, t.d. það að menn eru nú ekki vanir að ganga með riffilinn með boltann opinn og ef menn gera eins og menn gera venjulega þá tæma þeir hlaupið, loka rifflinum og labba að skífunni, þar með er sá meður fallinn er það ekki?

Svo með hittnina, er það ekki einmitt málið sem lengi hefur verið haldið fram að margir hafi sótt um á hverju ári en það eru alltaf aðrir sem skjóta fyrir þá. Þessir menn mæta í próf núna í ár og hafa kannski ekki komið nálægt riffli í 10 ár, þá fer það svona.

Bara smá hugleiðing.

Ég vill sjá þetta próf ÁÐUR en sótt er um leyfi, þá detta út þeir sem ekki geta hitt og þeir sem ekki ætla að taka dýrið, það er líka búið að skila inn um 30% af leyfunum.
Og þá kemur í ljós hver RAUNVERULEG eftirspurn er eftir þessum leyfum, því hún er enganveginn fjórum sinnum meiri en kvótinn er það er alveg ljóst hverjum sem vill sjá það
Árnmar J Guðmundsson

Svara