Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Ágú 2012 14:08

Veit ekki með ykkur en það eina sem mér finnst sorglegra en svona veiðiaðferðir er fáfræðin sem brýst fram í athugasemdunum undir fréttinni. Þ.e.a.s. það slæma umtal sem við veiðimenn fáum útaf svona háttalagi í bland við hræðslu og fáfræði almennings.

http://www.dv.is/frettir/2012/8/22/notu ... i-daudann/
Mbk.
Þórarinn Ólason

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af johann » 22 Ágú 2012 20:51

Þetta er náttúrulega brot á siðareglum Skotveiðifélags Íslands (virða ekki rétt landeiganda), svo það á að vísa þeim úr því félagi, séu þeir í því; að auki er þetta brot á 11. gr reglugerðar um hreindýraveiðar, þ.e. bannað að smala dýrum á ákveðinn veiðistað s.s. út af landareigninni.

Þetta er bara versta sort af typpakarlaveiði. Sá einhverntímann þátt á ÍNN þar sem einhverjir strákpjakkar tóku gæsaveiði, andaveiði og hreindýr auk þess að klifra á nokkra tinda í svona macho man pakka; aðfarirnar voru skelfilegar. Gæti ímyndað mér sömu týpuna stunda svona "veiðimennsku".
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Ágú 2012 21:08

Svona, svona, andið þið bara niður til að byrja með, þetta mál er í rannsóknarferli hjá UST og væntanlega lögreglu, við skulum sjá hvað kemur út úr þeirri rannsókn áður en við förum á límingunum!
Örn í Húsey á það nú til að kríta dálítið liðugt og fréttin öll í DV stíl, það er nú oft ansi lítil innistæða fyrir æsifréttunum þar, sérstaklega þegar þær byggjast á fullyrðingum eins manns og þjónar æsifréttamennskunni þeirra og síðan koma kommentin á færibandi yfirleitt rakalusar fullyrðingar slitnar úr öllu samhengi og án allrar vitneskju um hvað gerðist í raun og veru.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Ágú 2012 22:37

Auðvitað ber að taka öllu svona með fyrirvara enda í raun bara önnur hliðin á sögunni.

Það verður áhugavert að heyra með framhaldið og sjá hver málalok verða.

En það sem ég var nú helst að benda á er þá slæmu útreið sem veiðimenn fá út úr þessu almennt.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Ágú 2012 00:16

Veiðimenn fá alltaf slæma útreið hjá ákveðnum hluta fólks :evil:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Ágú 2012 13:37

Var verið að smala með flugvél?
Og gekk það?

OK fyrstalagi þá er ekkert auðvelt að smla hreindýrum.
Í annanstað voru það veiðimenn sem voru að þessu?
Ef þeir voru með flugvél þá er einfaldara að finna önnurdýr en þessa húseyjarheymalinga!

Finnst þetta allt soldið upphrópanakennt!
Smala þeim í opin dauðan!

Eða reyna að reka þau úr griðlandinu við Húsey!

Sjáum hvað þetta var fyrst!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Ágú 2012 00:06

Já menn missa sig stundum dálítið og hlaupa jafnvel með það í blöðin sem matreiða það á eins dramatískan hátt og hægt er, það selur.
Það er komið í ljós hvað var þarna um að vera!
Flugkennari ásmt nemanda voru þarna að æfa nauðlendingar og höfðu ekki hugmynd um að Húsey væri eitthvað merkilegri en önnur svæði á Íslandi og höfðu alls enga hugmynd heldur um hreindyrin sem þar voru á beit og alls enga hugmynd heldur um hreindýraskyttur og hreindýraveiðar yfirleitt, þannig var um sjóferð þá.
Ég hef ekki séð neina leiðréttingu í DV, merkilegt nokk og Örn í Húsey stendur keikur með allt niðurum sig eins og menn sem kríta liðugt!!!!!!!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Hilli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:19 Ágú 2012 21:49

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Hilli » 25 Ágú 2012 00:31

Verð að sjá hvað kemur út úr ransókn þessa máls, held að fyrir mitt leiti að betra sé að þessir menn verði dæmdi með lögum ef staðreindir séu rökum reistar hvað varðar flugvél og smalamennsku, eftir það skal ég dæma fyrir mitt leiti en hitt er annað mál að svona á ekki að eiga sér stað, hvort sem um hreindýr eða önnur dýr er að ræða.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Ágú 2012 07:27

Hilli...svona sleggjudóma svar setja menn ekki inn hér nema undir fullu nafni.
Ég var að segja hér fyrir ofan hvað gekk á, en þú heldur áfram að gefa þér það að þarna hafi menn staðið í hreindyrasmalamennsku.
Rannsóknin leiddi einmitt í ljós þetta sem ég sagði hér að ofan og fólk hér eystra hlær að þessari uppákomu!
Hér eru flestir með fullt nafn í fastri kveðju, ég skora á þig að nota þér það, eða þegja ella!!!!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af TotiOla » 25 Ágú 2012 15:05

Ef satt er að þarna hafi átt sér stað æfing í einhverju allt öðru en smalamennsku þá hefur bóndinn aðeins hlaupið á sig. Smá paranoia í kallinum. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti miðað við það sem maður heyrir um ásókn í dýr á hans landi en réttlætir alls ekki svona upphlaup. Svo er spurning, hvoru megin þetta var matreitt sem æsifrétt. Það fáum við líklega aldrei að vita.

P.s. Sigurður, ég held að á köflum sé óþarflega hart sé gengið að mönnum hérna í því að skrifa undir nafni. Allt í góðu með það að benda á þetta, en kannski óþarfi að segja mönnum að þegja. Er þetta ekki venja, fremur en regla? Svo sé ég nú ekki neina sleggjudóma hjá honum "Hilla". Mér sýnist hann bara ekki gleypa orð þín (Manns sem hann þekkir væntanlega lítið til, láir þú honum það?) heldur vilji sjá fréttir þess efnis að málið hafi verið rannsakað af óháðum aðilum, einmitt kannski í sömu fréttamiðlum og komu með þessa rosalegu fyrirsögn ;) Ég er svo sem alveg sammála honum þar.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 01:56

Tóti, það er staðreynd að þetta var matreitt sem æsifrétt :!: Þetta komment hjá þér ber vott um nokkra meðvirkni hjá þér.
Það er aldrei of hart gengið að mönnum hérna að koma fram undir nafni, einmitt vegna þess að nær allir hér koma fram undir nafna er þetta spjallborð það sem það er í dag og stendur þar af leiðandi fyllilega undir nafni sem fræðandi og skemmtilegur samskiptamiðill.
Við þekkjum hvernig þetta fer það sem nafnleyndin er ráðandi á svona spjallborðum og þau spor hræða :!:
Þú segir að Hilli sé ekki með hleypidóma, ég er því algerlega óammála DV er sannalega með hleypidóma þarna og hann tekur undir það sem stórasannleik, jafnvel þó búið sé að vara við þessum fréttaflutningi hér að ofan og koma fram með staðreyndir í málinu.
Þú segir að hann vilji ekki gleypa orð mín vegna þess að hann þekkir lítið til mín, já ég lái honum það ekki :!:
Tilvitnun:,,heldur vilji sjá fréttir þess efnis að málið hafi verið rannsakað af óháðum aðilum, einmitt kannski í sömu fréttamiðlum og komu með þessa rosalegu fyrirsögn Ég er svo sem alveg sammála honum þar":tilvitnun líkur.
Hvernig dettur þér í hug að bera á borð að DV sé bært til að rannsaka þetta mál sem óháður aðili, á eftir því sem á undan er gengið og gengið hefur á gegnum tíðina hjá DV, hvað sem sá ágæti fjölmiðill hefur annars heitið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Ágú 2012 02:10

Sæll Sigurður

Nú hleypur þú aðeins á þig. Ég nefndi hvergi að DV ætti að rannsaka málið heldur, eins og þú vitnar beint í, að hugsanlega vilji Hilli (og ég) sjá fréttir í þessum sömu fjölmiðlum um að málið hafi verið rannsakað af óháðum aðilum og væri það því einskonar "Þetta var rangt hjá okkur í fyrstu tilraun"-frétt ;)

Ég (og Hilli líklega) veit ekki hvaðan þú hefur þínar heimildir en miðað við hvað þú ert vel tengdur í hreindýraleiðsögumannahópnum og öllu því batteríi þá tel ég nú líklegast að þú farir með rétt mál. En að sama skapi mætti líka, út frá þessum forsendum, komast að þeirri niðurstöðu að þú gætir verið tengdur/háður/óhlutlaus í þessu máli :D Þú skilur hvað ég er að fara.

Allavega. Ég tel að þessi umræða sé kominn á endapunkt og það væri bara ísing á kökuna ef fréttir kæmu um að einhver rannsókn hafi farið fram á málinu :) enda sýndi það að virkt eftirlit væri með þessum málum.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 02:44

Nei, ég er ekki að hlaupa á mig í þessu máli, en það virðist hafa hlaupið á einhverja aðra!
Það er hægt að hafa mörg orð um rannsóknir og að allar bullfréttir í gulu pressunni séu réttar þar til þær hafa verið rannsakaðar og eftir atvikum rannsóknin leitt í ljós að þær hafi verið rangar.
Það lýsir þér nú miklu betur en mér að þú skulir íja að því hér að ofan að ég fari vísvitandi með rangt mál til að verja leiðsögumenn með hreindýraveiðum, ljótt ef satt reynist, og ef ég á að segja alveg satt þá ég skil ekkert hvað þú ert að fara!
Málið var einfaldlega það að þegar kom í ljós hvað var hér á ferðinni, hættu allar rannsóknir vegna þess að ekkert var að rannsaka (nema þitt ástkæra DV vilji kannski rannsaka það).
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is


User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 26 Ágú 2012 09:24

Já, það skyldi aldrei vera að öll tilkynningin, fréttin og umfjöllunin se sett til höfuðs veiðimönnum, annað eins hefur gerst.
Kv. Stefán Jökull

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Ágú 2012 13:02

Jæja Sigurður

Eru ekki allir í boltanum ennþá og veðrið fínt og svona?
Veiðimeistarinn skrifaði:Nei, ég er ekki að hlaupa á mig í þessu máli, en það virðist hafa hlaupið á einhverja aðra!
Ég sagði ekki að þú værir að hlaupa á þig í þessu máli, heldur að þú værir að hlaupa á þig með það að ég hefði viljað að DV rannsakaði málið :roll: Þú virðist misskilja margt af því sem ég er að reyna að segja hérna. Er þetta svona óskýrt hjá mér?
Veiðimeistarinn skrifaði:Það er hægt að hafa mörg orð um rannsóknir og að allar bullfréttir í gulu pressunni séu réttar þar til þær hafa verið rannsakaðar og eftir atvikum rannsóknin leitt í ljós að þær hafi verið rangar.
Ég hef ekki sagt að neitt sé rétt eða rangt í þessu. Bara velt fyrir mér áhrifum og hvort óháðir aðilar ættu að rannsaka málið. Ég hef núna séð fréttir þess efnis að UST hafi rannsakað málið og treysti ég því að það sé gert af fullri alvöru. Ég hef hins vegar ekki séð neinar niðurstöður frá UST.
Veiðimeistarinn skrifaði:Það lýsir þér nú miklu betur en mér að þú skulir íja að því hér að ofan að ég fari vísvitandi með rangt mál til að verja leiðsögumenn með hreindýraveiðum, ljótt ef satt reynist, og ef ég á að segja alveg satt þá ég skil ekkert hvað þú ert að fara!
Ég biðst innilega afsökunar ef það kom illa við þig að ég benti á að fólk gæti tekið orð þín með fyrirvara þar sem þú ert (að ég gef mér) vinur/félagi/kunningi margra leiðsögumanna þarna á svæðinu. Ætlaði mér alls ekki ýja að neinu ójöfnu af þinni hálfu heldur bara að benda á af hverju fólk vildi mögulega heyra niðurstöður frá óháðum aðilum. Telur þú þig vera fullkomlega óháðan aðila? Eins sagði ég aldrei að þú mundir vísvindandi ljúga, heldur að ég vissi ekki hvaðan þú hefðir þínar heimildir. Heimildir geta verið rangar, ekki satt? T.d. "heimildir mínar" frá bóndanum góða/DV. Það gerir hvorki þig né mig að lygara.
Veiðimeistarinn skrifaði:Málið var einfaldlega það að þegar kom í ljós hvað var hér á ferðinni, hættu allar rannsóknir vegna þess að ekkert var að rannsaka (nema þitt ástkæra DV vilji kannski rannsaka það).
Ég hef nú lesið, að ég tel, flestar fréttir tengdar þessu og þó flugmaðurinn segist hafa verið að æfa nauðlendingar þá tel ég það ekki endanlega rannsakað mál. Bjóst einhver við því að hann mundi segjast hafa verið að smala fyrir leiðsögumenn?? Ef UST er hætt sinni rannsókn þá finnst mér það miður, en ef þeir hafa hinsvegar lokið sinni rannsókn þá bíð ég spenntur eftir niðurstöðum. Og ég skal alveg segja þér það að það heyrir til undantekninga að ég lesi það sem DV gefur frá sér. Mér var einfaldlega bent á þessa frétt og alveg frá upphafi hef ég bara verið að velta fyrir mér áhrifum hennar og ástæðum. Ekki verið með neinar upphrópanir eða hleypidóma eins og sumir. Það má í framhaldi benda á að flestir aðrir fréttamiðlar komu með sömu frétt stuttu seinna, sem er ekki óeðlilegt þegar um slíkar ásakanir er að ræða.

Að lokum biðst ég enn og aftur afsökunar ef þér fannst að þér vegið og vona að við getum rætt þetta eins og menn.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 20:14

Þakka afsökunarbeiðnina, hún er tekin til greina.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

máni
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:6
Skráður:23 Mar 2012 12:08

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af máni » 26 Ágú 2012 20:42

jæja.....ætla nú rétt að vona að menn hér ætli ekki að breyta þessari síðu í sandkassa eins og hlaðsíðunni...kv.Jóhann

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Ágú 2012 20:46

:lol: Við Sigurður verðum að fá að ræða hlutina ;)

Annars tek ég alveg undir það með þér að við reynum að halda þessu á málefnalegum nótum hérna.

Ég ætlaði mér amk. ekki að stuðla að neinu öðru :oops:
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað finnst öðrum veiðimönnum um þetta?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 23:23

Já það er satt við verðum að fá að ræða hlutina.....enn....undir fullu nafni, það fer alltaf best á því þegar upp er staðið.
Við höfum mismunandi skoðanir og verðum að standa og falla með þeim.

,,jæja.....ætla nú rétt að vona að menn hér ætli ekki að breyta þessari síðu í sandkassa eins og hlaðsíðunni...kv.Jóhann" segir máni.

Það ætla ég svo sannarlega að vona líka en hér að ofan sjáum við talandi dæmi, eitt nafnlaust komment og umræðan fer á skjön, menn falla í þá grifju að fara að verja nafnlausa kommentið og þá er andskotinn laus, þetta vita þeir sem eru að kommentera nafnlaust inn á svona síður og nota sér það.
Þess vegna er mér svona rosalega uppsigað við nafnlaus komment og auglýsingar, það á engan rétt á sér hérna inni ef við ætlum að halda umræðunni hérna á réttum basa, öllum til fróðleiks og skemmtunar.
Við erum búnir að sanna að það er hægt að halda uppi vitrænum skoðanaskiftum um skotfimi og veiðar þó undir nafni sé og margoft verið talið ógerlegt á öðrum vettvangi ónefndum.
Ég skora á alla spjallverja á þessari síðu að standa þéttan vörð um spjallið og gera það að reglu að koma hér fram undir fullu nafni í fastri kveðju og þá geta skoðanaskiptin hér haldið áfram að blómstra öllum skotáhugamönnum til fróðleiks og skemmtunar án nafnleysingjanna sem aðeins vilja skemmta skrattanum :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara