vísindaransókn á haglaskotum

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
arrinori
Póstar í umræðu: 2
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47
vísindaransókn á haglaskotum

Ólesinn póstur af arrinori » 01 Sep 2010 23:41

Ég tók nokkrar tegundir haglaskota og skar í sundur. Öll högl fengi sína skál og púður sína.
Svo var að bera saman.

Skotategundir voru,

tegund...................stærð.................halastærð
sellier and bellot........3"53g..................bb blandað 2og4
hlað diamond gold......3"53g..................nr.4
hlað orginal..............2 3/4" 42g...........nr.4
eley magnum............3"52g.................nr.1
eley magnum............2 3/4 42g............nr.1


Og eftir að hafa skoðað þetta allt saman þá komst ég að því að sogb skotin eru með lang stæðstu höglin og fínasta púðrið,
minni höglin heldur stærri en fjarkinn í hlað skotonum.
Hlað skotin og eley skotin eru með jafn stor högl og sama bikar,eða hvað þeð heitir og eins púður. Mér fannst eley höglin
ekki eins kringlótt og höglin úr öllum hinum skotonum, eiginlega bara mjög afskræmd. Ég er ekki með mikkla reinslu í þessum efnum
en mér hefur fundist sogb bb 3" eiginlega bestu skotin þó svo að þaug séu tirknesk. Skemma heldur meira á stuttum færum.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: vísindaransókn á haglaskotum

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Sep 2010 21:30

Alltaf gaman að svona rannsóknum.

Ég hef alltaf ætlað að gera prófanir á haglaskotum en ekki komið því í verk ennþá. Mjög vinsælt er að skjóta á stór spjöld til að sjá dreifingu skotana því mismunandi skot henta mismunandi byssum og sum skot geta verið afleit í eina haglabyssu en frábær í aðra. Einnig er stundum skotið á símaskrár til að sjá hversu djúpt höglin eru að fara og þannig dæma hvernig höglin færu í fugla.'

Varðandi högl sem eru mjög afmynduð ættu þau ekki að hafa eins góða flugeiginleika og því missa kraftinn fyrr en högl sem eru kringlótt. Reyndar eiga blýhögl það til að formast og breyta um form þegar þau fara úr hlaupinu. Harðari málmar eins og stál gera það ekki og er dreifingin yfirleitt þéttari í þannig skotum. Væri gaman að sjá fleirri svona rannsóknir
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

arrinori
Póstar í umræðu: 2
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: vísindaransókn á haglaskotum

Ólesinn póstur af arrinori » 06 Sep 2010 00:46

Maður er farin að hlakka til að fá skotsvæði hérna, maður veit aldrei hvert maður á að fara til að skjóta leirdúfur.
Þá á amður líka eftir að nenna meir að æfa sig og jafnvel eins og þú seigir að skjóta á pappaspjöld og meta dreifingu.

Ein spuning Magnús, hvenar á svæðið að opna og hvert eru framkvæmdir komnar?
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: vísindaransókn á haglaskotum

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Sep 2010 13:59

Staðan í dag er þannig að við erum búnir að vera í leyfamálum á fullu. Við erum langt á veg komnir með leyfi til að byrja á vegagerð og jarðvegsframkvæmdum. Allar umsagnir eru komnar vegna leyfis Lögreglustjóra til að starfrækja skotsvæði. Við erum búnir að leigja land undir skotsvæðið og er það komið á aðalskipulag. Það sem er eftir er að klára deiliskipulagið en vinna við það er byrjuð, einnig öflun gagna fyrir heilbrigðiseftirlitð.

Við eigum tvo fullkomna Duematic leirdúfukastara með peningaboxi og fjarstýringu og efni í skúra utan um leirdúfukastarana er til staðar. Það er í raun bara að klára leyfin og fá svo duglega félagsmenn eina eða tvær kvöldstundir til að gera leirdúfuvöllin kláran. Sama með riffilbrautina en við verðum fljótir að setja upp kúlufangara og skotborð. En við viljum vera búnir að klára öll mál og hafa öll tilskilin leyfi áður en við byrjum á framkvæmdum. En það er stutt í land þótt við hefðum viljað vera búnir fyrr og geta nýtt haustið betur.

Kv.
Maggi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Cowri

Re: vísindaransókn á haglaskotum

Ólesinn póstur af Cowri » 10 Jun 2011 22:56

tókstu nokkuð myndir af þessari rannsókn? Væri gaman að sjá muninn með berum augum.

mbk, Cowri

Svara