Ekki okkur veiðimönnum til framdráttar...

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Ekki okkur veiðimönnum til framdráttar...

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Sep 2010 08:00

Tekið af mbl.is
Hirtu bara bringurnar

Hún var ófögur sjónin sem blasti við fólki sem var á ferð við Hálslón um síðustu helgi. Veiðimenn sem þar höfðu verið á ferð skildu mjög ósmekklega við, hirtu bringurnar og skildu gæsahræin eftir.

„Slík aðkoma er mjög ljót og ekki til að bæta mynd almennings af veiðimönnum og veiðum,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

Af þessu gefna tilefni vill stofnunin minna veiðimenn á að ganga vel um auðlindina og stilla veiðum í hóf. Einnig eru veiðimenn hvattir til að nýta bráðina sem best.
Þetta er okkur veiðimönnum ekki til framdráttar og verður notað gegn okkur þegar einhver hagsmunamál koma upp. Allir veiðimenn verða að standa saman að bera virðingu fyrir náttúrunni og skilja ekki svona eftir eða skilja við hana á annan óviðeigandi hátt. Þetta er okkar hagsmunamál.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara