Get ekki orða bundist :(

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 3
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri
Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 24 Sep 2012 02:19

sælir/sælar

Mér fannst ég knúinn til benda á smá mál!

en málið er það að ég keypti mér nýjan gikk ekki fyrir löngu, skaut einhverjum 100-150 skotum og þá brotnaði hann.
ég hafði samband við verslunina þar sem ég hafði keypt gikkinn og þar var mér tjáð að slíkt hafi aldrei gerst áður en fyrir náð og miskun skildu þeir láta byssusmið skoða þetta og athuga hvort hann gæti lagað gikkinn!
og það var einmitt þessi setning (láta byssusmið skoða þetta og ATHUGA hvort hann gæti LAGAÐ gikkinn) sem varð til þess að ég sendi framleiðanda póst (e-mail) og spurði hvort hægt væri að fá varahluti í gikkina frá þeim, fékk svohljóðandi svar daginn eftir "what is your address, i will send you the part" furðulostinn sendi ég honum upplýsingarnar og 2 dögum seinna fæ ég annan póst "will ship to day".
og nú 8 dögum seinna er parturinn kominn í hús :D

kom svo í ljós að ævi-ábyrgð er á öllum gikkum frá þessum framleiðanda.

og því spyr ég!
vita verslunarmenn á íslandi lítið sem ekkert um vörurnar hjá sér?
eða nenna þeir jafnvel ekkert að vera að sinna viðskiptavinum sínum?

með dass af pirringi Gunnar Óli
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Sep 2012 07:38

Þetta er allt of algengt viðhorf í verslun hérna, ónefndar byssuvöruverzlanir virðast starfa eftir reglunni ,,selja fyrst en spurja svo" :evil:
Hvaða verzlun var þetta?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af T.K. » 24 Sep 2012 08:40

Get sagt svipaða sögu með Minox sjónauka sem bilaði. Fékk Ellingsen ekki til að laga minn, né skipta.....vildu bara ekki gera neitt til að reyna laga vandamálið. Samt var hann keyptur þar fyrir hrun. Prófaði að senda Minox verksmiðjunni póst. Ekkert mál, sendi þann gamla út, og þeir sendu mér nýjann. Endurgjaldslaust. Ekki slæmt. Svo spyr maður sig - velja íslenskt?
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 24 Sep 2012 09:58

Mig langar að vita hvaða verslun þetta var. Reynsla mín af íslenskum veiðiverslunum er almennt góð. Hlað alltaf staðið við sitt. Verslað slatt við Vesturröst - m.a. síðasta riffilinn minn - alltaf verið fínir. Sportbúðin líka ok. Hef lent (fjölskyldan) í veseni með Ellingsen en það leystist fyrir rest - þó ekki fyrr en eftir eitt og hálft ár!
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Garpur » 24 Sep 2012 10:26

Sælir, ég varð að senda Minox sjónauka út, keypti hann af Jóa Vill.
Ellingsen sendi hann út og lét laga. Lennti að vísu í því að þeir voru nærri búnir að tína honum hjá sér en annars allt í lagi, hann er eins og nýr.

kv Garðar
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 3
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 24 Sep 2012 12:42

þetta var Hlað en ég hef lent í svipuðu í öðrum verslunum!

en vil samt taka fram að í flestum tilfellum eru engin vandræði (ekki það að það hefur nú ekki margt bilað hjá mér, nema þá blýdreifarinn og ekki er að sjá fyrir endan á því)
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Padrone » 25 Sep 2012 14:14

Ekki veit ég hvernig ábyrgðarmál eru hér heima á þessum vörum en á rafmagnsbúnaði er 2 ára neytenda ábyrgð sem verslunareigendur hér heima eru skyldugir til að tryggja. Svo er aftur á móti sumir framleiðendur sem eru með aðrar ábyrgðir s.s. þessi gikk framleiðandi, sumir eru með 5 ára ábyrgð framleiðanda og aðrir lífstíðar ábyrgð. En það er neytandans að athuga hvernig ábyrgðamálum er háttað hjá hverjum framleiðanda.

Eins og í þínu dæmir Gunnar þá borgar sig að hafa samband við framleiðandann og forvitnast.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Aðalsteinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:25 Sep 2012 19:39

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Aðalsteinn » 25 Sep 2012 19:46

Samkvæmt lögum er tveggja ára ábyrgð á öllu því sem verslun selur neytanda, nema hlutnum sé ætluð verulega lengri ending en þá er fimm ára ábyrgð samkvæmt lögum. Á fimm ára ábyrgð við m.a. um sjónvörp, þvottavélar og annað eins, og verður að teljast að rifflar og byssur falli undir það sama, það er fimm ára ábyrgð.



Kv.,
Aðalsteinn Sigurðsson

p.s. ég er nýr hér á spjallinu en lofa að gera sem fyrst svona fasta undirskrift, læt fullt nafn duga svona til að byrja með, vona að það sleppi.
Aðalsteinn Sigurðsson
Nýgræðingur

Bjössi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:01 Oct 2012 22:46

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Bjössi » 01 Oct 2012 23:05

Er hægt að fá að vita hvaða tegund af gikk,er í sömu vandræðum
Sigurbjörn Friðmarsson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 3
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 01 Oct 2012 23:51

þetta er Timney gikkur.

en það sem ég er að fara með þessu er einfaldlega það að það hlýtur að vera betra fyrir verslanir að auglýsa og nýta sér ef það er ævi-ábyrgð frá framleiðanda...
veit að ég kaupi frekar hlut í ævi-ábyrgð en sambærilegan í 2 eða 5 ára ábyrgð.
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

Bjössi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:01 Oct 2012 22:46

Re: Get ekki orða bundist :(

Ólesinn póstur af Bjössi » 02 Oct 2012 00:05

Ok er með jewell hann á að vera í líftíma ábyrgð,takk
Sigurbjörn Friðmarsson

Svara