Jahti jakt veiðifatnaðurinn

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Jahti jakt veiðifatnaðurinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Nov 2012 17:18

Sælir ég er að leita að upplýsingum hvort það sé bara Veiðibúðin á Akranesi sem er með þennan fatnað.
Mér sýnist þetta séu hlýar vörur og henta vel til þeirra sem eru mikið á hreifingu.
Síðast breytt af Gisminn þann 12 Nov 2012 19:25, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Jahti jakt veiðivatnaðurinn

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Nov 2012 18:01

Er með svona, og búin að eiga í einhver 5 ár. Þetta er snilld og hentar fyrir það sem ég geri. Þetta er lagskiptur klæðnaður. þ.e. að jakkinn er tildæmis ekki fóðraður, heldur klæðir maður sig í lög undir eftir því hvað maður gerir. Hentar bæði í göngu og svo að sitja fyrir í skurðum o.s.f.v. Þetta á eftir að duga mér einhver ár í viðbót. Keypti svona pakka hjá Icefin á sínum tíma.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Jahti jakt veiðivatnaðurinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Nov 2012 19:19

Það er málið icefin síðan virðist vera niðri ég fæ forsíðu stundum en ekki meira.Og hjá veiðibúðini eru þeir bara með fleespeysuna þó mig langi líka í hana en konuni finnst hún svakalega ljót :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Jahti jakt veiðifatnaðurinn

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 12 Nov 2012 20:45

Ég sá mikið úrval af þessum klæðnaði í veiðibúðum í Noregi. Hann er flottur og vandaður, klassíst útlit. verðmiðinn var bara svo hár að maður lét duga að skoða. Mér fannst þetta samt kanski meira vera svona fatnaður fyrir skógarveiði, svona ekta skandinaviu veiði. Ég hugsaði að þetta mynda henta vel í hreindýr og þess háttar hérna, en ég hef ekki reynsluna einsog hann Magnús af fötunum við íslenskar aðstæður.

Hérna er t.d. ein síða sem sýnir eh.. http://www.abcfritid.no/kategori/jaktdresser
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

egill_masson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Jahti jakt veiðifatnaðurinn

Ólesinn póstur af egill_masson » 12 Nov 2012 21:20

Ég hef notað þennan fatnað í allt - hreindýr, gæs og rjúpu, og þetta eru alveg frábær föt. Virkar líka á sumrin. Búinn að eiga í ca. 6 ár.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: Jahti jakt veiðifatnaðurinn

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 12 Nov 2012 21:43

Sæll, ég er að notast við Jahti Jakt, líklega samskonar föt og Magnús, stakar buxur og jakki við í öndunarefni, frábær fatnaður í mikið labb.
Hef tvisvar farið í þessu á hreindýr og í marga gæsatúra, er líka með þykka flíspeysu frá þeim sem ég nota á rjúpu.
Ég hef aldrey lent í slagveðri í þessum fatnaði og veit því ekki kversu vatnshelt þetta er við verstu aðstæður en í smáskúrum, skríðandi í blautu grasi og þessháttar helst maður alveg þurr.
Þorsteinn Bjarnarson.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

Svara