Endurskoðun laga um veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Endurskoðun laga um veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Oct 2010 10:36

Póstur semhefur verið sendur til aðila vegna endurskoðun laga um veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Virðist sem það eigi að fara í alsherjar endurskoðun á lögunum. Það er frestur til 15. oktober að skila inn athugasemdum og sjónarmiðum varðandi þetta til nefndarinnar. Vonum að það verði ekki notuð sama aðferðarfræði við gerð nýrra laga eins og var notuð við Vatnajökulsþjóðgarðinn...

Varðar samráð vegna athugunar á lagalegri stöðu villtra fugla og villtra spendýra

Ágæti viðtakandi
Nú hefur tekið til starfa nefnd á vegum umhverfisráðherra sem hefur það hlutverk að varpa skýru ljósi á lagalega stöðu villtra spendýra og fugla á Íslandi, m.a. með tilliti til dýraverndarsjónarmiða.
Niðurstöður nefndarinnar munu verða birtar í skýrslu þar sem fram koma
tillögur um úrbætur sem unnar verða með það að leiðarljósi að markmið gildandi laga verði uppfyllt sem og þeir alþjóðlegu samningar sem Ísland er aðili að og varða verndun villtra spendýra og fugla. Vinna nefndarinnar einskorðast ekki einungis við að rýna framkvæmd laga nr. 64/1994, heldur skal nefndin taka til skoðunar vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og
villtum spendýrum, þar með talið selum og hvölum, í víðu samhengi. Þá skal nefndin einnig skoða með hvaða hætti dýravernd þessara dýra verður best fyrir komið. Nefndin mun því einnig skoða önnur lög er tengjast viðfangsefninu eftir því sem ástæða þykir til. Lögð er áhersla á að nefndin hafi víðtækt samráð við hagsmunaaðila og sérfræðinga við gerð skýrslunnar
og því er þér/ykkur gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri við nefndina í upphafi starfstíma hennar.
Vinsamlegast komið skriflegum ábendingum til starfsmanns nefndarinnar, Þórunnar Elfu Sæmundsdóttur, Umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eigi síðan en 15. október nk. Senda má ábendingarnar hvort sem er í hefðbundnum bréfapósti á ofangreint heimilsfang eða í tölvupósti á netfangið thorunn.elfa.saemundsdottir@umh.stjr.is.
Hagsmunaaðilum og sérfræðingum sem skila inn skriflegum ábendingum verður einnig boðið til fundar við nefndina, óski þeir þess. Vinsamlegast komið óskum þar að lútandi til starfsmanns nefndarinnar á fyrrnefnt netfang eða til undirritaðrar á netfangið menja@nsv.is. Gert er ráð fyrir að nefndin skili lokaskýrslu í mars 2011. Allar skriflegar ábendingar munu birtast í viðauka skýrslunnar. Ábendingar um aðila sem vantað gæti á samráðslistann eru vel þegnar.

Með bestu kveðjum,
Menja von Schmalensee,
formaður nefndar


Listi yfir samráðsaðila

Fylgiskjal með samráðsbréfi. Aðilar sem sérstaklega verður boðið að koma með ábendingar vegna vinnu nefndar að skoðun lagalegra stöðu villtra fugla og villtra spendýra.

Stofnanir, samtök, nefndir og fyrirtæki:

Bjarmaland, félag atvinnumanna við refa- og minkaveiðar
Bændasamtök Íslands
Dýralæknafélag Íslands
Dýraverndarráð
Ferðaþjónusta bænda
Ferðaþjónustuaðilar í tengslum við fuglaveiðar, fugla-, hvala-, sela- og refaskoðun
Félag hreindýraleiðsögumanna
Félag bjargveiðimanna
Fiskifélag Íslands
Fiskistofa
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands
Fuglavernd
Hafrannsóknarstofnun Íslands
Fræðasetur Háskóla Íslands um allt land
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Hólaskóli
Hreindýraráð
Hvalur hf.
Landbúnaðarháskóli Íslands
Landssamband fiskeldisstöðva
Landssamband stangveiðifélaga
Landssamband veiðifélaga
Landssamtök landeigenda á Íslandi
Landvernd
Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
LÍÚ, Landssamband íslenskra útvegsmanna
Melrakkasetur Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúruverndarsamtök Íslands
Samband íslenskra sveitarfélaga
Samtök eigenda sjávarjarða
Samtök ferðaþjónustunnar
Samtök náttúrustofa
Samtök selabænda
Selasetur Íslands
Skotveiðifélag Íslands
Skógrækt ríkisins
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum
Umhverfisstofnun
Veiðimálastofnun
Vistfræðifélag Íslands
Vör, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð
Þjóðgarðar
Æðarræktarfélag Íslands


Einstaklingar:

Arnþór Garðarsson
Arnþór Þ. Sigfússon
Erlingur Hauksson
Guðmundur Páll Ólafsson
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara