Að hugsa í lausnum

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Sobbeggi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45
Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 12 Jan 2013 07:43

Við erum alveg skelfilega ófrjáls í þessu samfélagi, þrælandi fyrir lífsbjörginni innan kerfis sem gefur lítið svigrúm til að hafa gaman af lífinu. Leiðindavæðing bann-þjóðfélagsins er orðin ljós, samfélags þar sem fáir sitja rassfeitir að öllu því sem gefur lífinu gildi, með okkur hin í taumi til að halda gæðum lífs síns á floti. Við þurfum að gera eitthvað í þessu.

Ein lausnin felst í að auka fjölbreytni þeirrar dýrafánu sem við neytum hér. Við þurfum að draga úr sauðfjárrækt, hætta að éta allt þetta kindakjöt með tilheyrandi gróðureyðingu og auðn, og finna fæðuörygginu annan farveg. Nautgripa- og svínarækt má auka. Hingað má flytja inn fleiri dýrategundir (fasana og kalkúna?) og bæta við veiðidýrafánuna. Efla vargeyðingu og styðja við skotveiðar í stað þess að líta á þær sem fyrirlitlegt sport heimskra aula.

Hér er nóg af kanínukjöti sem er látið ósnert út af úreltum skilgreiningum. Heimskuleg rómantík kemur í veg fyrir að við njótum góðs af allri þeirri lóu og hrossagauk sem hér spígsporar á sumrin og fitar sig fyrir Skotana að skjóta. Þetta er víst herramannsmatur. Hver skotinn fugl skiptir ómmannúðlegri kjúklingaræktun út fyrir mannúðlegri aðföng. Rjúpa fer aðeins á borð fárra landsmanna af því að refnum er leyft að éta hana og fjölga sér úr hömlu.

Hér er stóllinn miskunnarlaust settur veiðimönnum fyrir dyrnar. Ef rétt er á haldið gætu veiðimenn verið þjóðfélagsstétt eins og bændur, hreinlega haft það að starfi að afla þjóðfélaginu matar og notið þess. En nei, mest allt landið er í eigu fárra stórlaxa og kostar klíkuskap að fá að skóta önd/gæs annars staðar en upp til jökla nema greiða fyrir það stórar stórar upphæðir. Við erum því miður enn þolendur gamla bændasamfélagsins þar sem stóreignamenn sitja einir að öllu. Það þarf að losa um þetta straff, hugsa hlutina upp á nýtt og gera það eftirsóknarvert og skemmtilegt að búa hérna.
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Jan 2013 12:04

Þetta er áhugaverðar hugleiðingar hjá þér og ég skil hvað þú meinar.
Það mætti pínu skilja að þú sért að beina spjótunum að bændastéttini en ég held að það sé ekki meiningin.
En vandin við að finna aðra leið að fæðuöryggi er erfiðari en maður heldur.
Nautgripir heimta gríðarmikið ræktað land bæði fyrir korn og gras og ég held án þess að þekkja mikið til að það þurfi líka með svínin og að öðru sambandi við svín þá er alvöru svínarækt meira ómannúðleg heldur en kjúklingarækt.
En ég er alveg sammála með að fjölga mætti veiðibráð samhliða því að ná rebba niður.
Mín óskastaða miðað við hvað ég held að sé raunverulegt í villibráð er þessi
Gæsir
Endur
Rjúpa
Svartfugl
Skarfur
Selur
Kanínur
Hreindýr
Og svo nýtt í flóruna sem yrði Hérar fluttir inn frá frændum okkar í Færeyjum því þeir þola vetraríkið okkar og ég held að þeir verði ekki meindýr.
En það er alveg rétt við þurfum að hugsa í lausnum en ekki láta mata okkur.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 12 Jan 2013 12:29

já þetta eru pælingar. Við getum amk verið sammála um það að veiðitegundum mætti fjölga á íslandi. td hérarnir, hvort sem þeir kæmu frá færeyjum eða grænlandi og einnig ef hægt væri að prófa einhverjar fuglategundir. En þetta með að sauðfé sé að éta upp allan gróður okkar lands þá er það nú ekki rétt.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 13 Jan 2013 01:44

Nei, ég er ekki að ráðast á bændur, a.m.k. ekki persónulega. Frekar er ég að deila á bændasamfélagið gamla og hvernig það hefur leitt af sér stóreignamyndun sem er út úr öllu korti. Ég vil landið aftur til fólksins og viðhorfsbreytingu til veiða.

Takk fyrir svörin.
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af E.Har » 14 Jan 2013 13:53

Hérar eru afkastamikklir eggjaþjófar!
Auðvitað ætti að mega veiða þessar kanínur sem eru refafóður út um allt. :D

Hvað um varginn þú sleppir alveg út ref, mink, sílamáv og svo frv! :shock:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Jan 2013 13:59

Já ég lít á hann sem Varg ekki villibráð ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Jan 2013 15:01

Jæja, sæll vertu Birgir sem veiðir fallega.
Þetta er góður pistill hjá þér svona fyrir sinn hatt, eins og sagt er í sveitinni, en kannski er þinn tebolli ekki úr sveitinni, eins og ætla mætti eftir lestur ritlingsins þess arna.
En nóta bene, ég er bara ekki alveg sammála öllu í pistlinum, þó ég geti tekið undir margt sem það er tíundað.
Auk þess sem mér finnst sumt rekast á annars horn og jaðra við Reykásfræði þegar grannt er lesið.
Þú talar um að finna fæðuörygginu annan farveg og styrkja það, væntanlega um leið. Hin hliðin á þeim peningi hjá þér er að því sé best fyrirkomið með að fækka sauðfé í landinu og framleiða kjöt með öðrum hætti.
Auk þess sem lesa má út úr þessu að þú viljir auka fæðuöryggi annarra grasbíta í leiðinni!
Lítum nú aðeins betur á þetta mál.
Þú talar um að stórauka nauta og svínakjötsframleiðslu, gott og vel, en svínakjöt er nú eingöngu framleitt með innfluttu kjarnfóðri, samkvæmt því er varla þjóðhagslega hagkvæmt að framleiða svínakjöt úr innfluttum aðföngum þegar hægt er að framleiða nóg kjöt með innlendum aðföngum.
Það er hægt að auka hlutdeild íslenskrar framleiðslu í svínafóðri með stóraukinni kornrækt.
Það útheimtir hins vegar stóraukna ræktun og brjóta þyrfti mjög stór landsvæði undir ræktun, mun stærri landssvæði en nú þegar eru í ræktun eða hafa einhvern tíman verið ræktuð.
Þegar svo mundi bætast við stóraukin nautakjötsframleiðsla samkvæmt þínum tillögum, en nautakjöt er framleitt að stórum hluta með innfluttu kjarnfóðri einnig að viðbættu heyi sem þarf að rækta líka, á túnum, þá þyrftum við að taka undir ræktun mestan hluta lands sem hægt er að rækta á hey og gera að ökrum sem til er í landinu.
Sauðféð hefur hins vegar þann eiginleika að það nærist á grasi sem það bítur sjálft í úthaga, um það bil helminginn af árinu og lömbin sem við notum í lambakjötsframleiðsluna hafa sitt viðurværi eingöngu af úthaga, svo sú matvælaframleiðsla útheimtir ekki frekari ræktun, umfram það land sem þegar hefur verið brotið til ræktunar hingað til, nema ef við viljum auka þá framleiðslu mikið umfram það sem nú er og það er í lagi að því leiti að landið mundi bera það.
Svínum er ekki beitt á úthaga reyndar koma þau aldrei úr húsi allt sitt líf og framleiðsla svínakjöts svipar mjög til hinnar óheilbrigðu kjúklingaræktunar sem þú tæpir á í pistli þínum.
Nautum er heldur ekki beitt úti, það þykir ekki hagkvæmt og gefur ekki nógu gott hráefni, til að nautakjöt verði nógu gott hráefni, í hvoftinn á okkur, verður gripurinn að vera í góðum holdum allan ræktunarferilinn en það er ógerningur ef gripurinn gengur að mat sínum úti í náttúrunni, hann heldur aldrei nógu miklum holdum á því, til þess að svo megi verða verður að ala hann á svo og svo miklu kornmeti með heyinu.
Nú er það staðreynd að sauðfé hefur mikið fækkað síðustu 30 árin, sennilega um, um það bil helming á þessum árum og þessi meinta, tilheyrandi gróðureyðing og auðn, eftir sauðskepnurnar, sem þú tæpir á í skrifum þínum, er í besta falli mjög orðum aukin, en sannlega hægt að kalla algera firru!
Sannleikurinn er sá að landið okkar er að gróa stórlega upp á síðustu árum, það sem háir landi á stórum svæðum, er helst það nú til dags að það er og of lítið bitið, vafið sinulúða sem er til verulegrar óþurftar og lýta í landi voru. Það væri mun betra fyrir þetta land að vera hæfilega bitið eins og restin af landinu víðast er, ofbeit er óþekkt vanamál í okkar landi í dag, svo það sé nú alveg á hreinu.
Það er hins vegar alveg rétt hjá þér að það er mikið af villibráð í landinu sem er vannýtt eins og þú nefnir, til dæmis kanínur, lóa, og hrossagaukur eins og þú nefnir, þar má bæta álftinni við sem var veidd til matar hér á landi langt fram eftir 20 öldinni, alveg þangað til Steingrímur Thorsteinsson orti Svanasöng á heiði. (það hafa verið og gerðar margar tilraunir til að banna andaveiði vegna annars ódauðlegs skáldverks, nefnilega Söngs villiandarinnar eftir Jakob Havsteen)
Síðan mætti auka við fánu landsins með innflutningi fleiri veiðidýra og fugla, sérstaklega með tilkomu skóganna hér.
Síðan mætti flytja inn sauðnaut sem mundu þrífast hið besta hér að ég ætla, auk þess að fjölga hér hreindýrum með því til dæmis að koma þeim upp á Vestfjörðum.
Ég hef nú ekki ennþá séð þann stól sem þú segir miskunnarlaust settur fyrir dyr veiðimanna, hann er kannski of djúpur til að ég sjái hann?
Hafi einhver stóll verið að þvælast fyrir þér ráðlegg ég þér að hætta að ganga stöðugt á hann aftur og aftur, ég tala nú ekki um ef þú ert farinn að berja hausnum við hann líka.
Það er nefnilega miklu auðveldari leið að taka bara lykkju á leið sína og ganga fram hjá stólnum, þá er ég viss um að þar blasir við þér eftir atvikum, brosandi bóndi sem leyfir þér ummyrða laust og án fékrafnaúr hófi, að veiða í og fyrir sínu landi.
Það er nú líka að því að ég held stórlega orðum aukið hjá þér, að landið sé í eigu fárra stórlaxa sem séu í einhverri klíku!
Ég hef nú aldrei reynt að skjóta önd/gæs upp til jökla, en ég er nú bara orginal sveitamaður og hef ekki heldur leitað, ullar i geitahúsi.
Svona til að fyrirbyggja frekari misskilning, hafa bændur aldrei verið taldir til stóreignamanna, en þeir hafa flestir nóg fyrir sig, það held ég að stjórnist mest af samblandi af nægjusemi og stolti.
Ég held að veiðimenn verði aldrei stór þjóðfélagsstétt, ég hef nú fram af þessu verið einn fárra manna sem kannski geta talist til þessarar stéttar, svo ég ætti að tala af einhverri reynslu þegar ég segi þetta, en kannski veiði ég bara svona meira faglega.
Það tel ég vera vegna þess að landið er lítið og pláss fyrir fjölda veiðidýra þar af leiðandi takmarkað og að ég held borin von að margir gætu haft lífsviðurværi af þeirri iðju.
Auk þess sem það mundi þrengja verulega að ykkur velskjótandi fjölda manna sem áfram mundu vilja stunda veiðar sem sport.
Þolendur gamla bændasamfélagsins og þolendur ekki, það er spurningin?
Mér fannst nú fyrst verulega fara að halla á, hvað varðar öll þessi bannmál, þegar menn af mölinni, oft meiri stóreignarmenn en bændur, kannski bara stórir að utan en litlir að innan, fóru að kaupa upp jarðir í einhverjum mæli.
Það voru allavega þeir fyrstu sem fóru nær undantekningalaust að banna allar veiðar og umferð á og fyrir sínu landi, nema fyrir kæmi fé allnokkurt, svona með 2007 snittinu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 15 Jan 2013 00:04

Góðir punktar hjá þér og eflaust mælirðu af þekkingu. Ég ætla ekki að hafa um það frekari orð.
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af 257wby » 15 Jan 2013 07:45

Takk fyrir góðan pistil Sigurður. Eins og talað frá mínu hjarta!
Ekki sér maður "óviðkomandi bannaður aðgangur" og "Einkavegur" skilti nema þar sem
auðmenn hafa læst klónum í jarðir.

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af skepnan » 15 Jan 2013 14:54

Sælir, ég var nú búinn að skrifa hér dálittla ádrepu fyrir um tveimur dögum en helv. tölvan ákvað að fara í fýlu og útskráði mig á meðan svo að pósturinn hvarf og hefur ekki sést síðan. En hann var mikið til í áttina að pistli Sigurðar.
Það að ætla að hafa fæðuöryggi með veiðidýrastofnum sem að sveiflast eftir veðri og vindum er í besta falli grunnhygni, það er ekki fæðuöryggi. Fyrir utan það að fæðan væri þá árstíðarbundin og ekki myndu margir endast við að starfa við þær veiðar þegar þeir þyrftu að fara út í hvaða veðri sem er alla daga. Sjáið bara hversu margir endast við refaveiðar.
Nú ræktun á grasi og korni fyrir svín og nautgripi myndi valda því að ræsta þyrfti upp mýrar og taka búsvæði fugla og téðra veiðidýra undir þá ræktun.
Hvað haldið þið að það þurfi að skjóta marga fasana til þess að ná sama fallþunga og eitt lamb?
Hvað "allt þetta kindakjöt með tilheyrandi gróðureyðingu og auðn" varðar þá er þetta dregið beint út úr "vinkonu" okkar Sigurðar henni Herdísi Þorvaldsdóttur sem að bjó til "heimildarmynd" sem er full af hatri og lygum, t.d. tók hún myndbrot af öskufoki hérna í lónstæðinu við Gígjökul eftir eldgosið í Eyjafjallajökli og sagði það vera sauðkindinni að kenna. Ég legg til að þú kynnir þér málefnið betur en þú hefur gert áður en þú sendir svona skítkast á okkur sauðfjárbændur. :x En greinilega eru kúa og svínabændur þér meira að skapi. En þar ert þú að leggja til en meiri verksmiðjuframleiðslu sem að er ekkert annað en dýraníð.

Hvað innflutning á veiðidýrastofnum áhrærir hefur það verið reynt óteljandi sinnum og ekki gengið sem skildi.
1784 voru hérar fluttir til landsins og þeim sleppt út í náttúrunna til þess að skapa veiðistofn, síðan hefur ekkert til þeirra spurst :mrgreen:
Hreindýr voru flutt hingað inn oft og mörgu sinnum og drápust þau og sultu í hel aftur og aftur uns að lokum nokkur lifðu af þarna fyrir austan.
Sauðnaut eða moskuxar voru fluttir hingað inn tvisvar ef ekki oftar og drápust öll dýrinn, þau þola nefnilega ekki hitann hér á landi og má segja að þeir hafi morknað í eigin skinni :?
Nú nýlega var reynt við fasana og þeim sleppt í Hallormsstaðaskógi, allt karlfuglar, svo hafa menn misst fugla héðan og þaðan út í náttúruna en ekki er vitað hversu vel fuglunum myndi ganga að fjölga sér við þær aðstæður sem eru hér á landi. Ekki hef ég nú frétt eitt eða neitt af þessum fuglum síðan þá.
Hvað það varðar að þurfa að komast í klíku til að veiða þá hefur þess nú ekki þurft hingað til, menn banka bara kurteisislega upp á að góðum og gömlum sið eða slá á þráðinn og spyrja leyfis. Sumir bjóða fram aðstoð við heyskap, moka skít eða dytta að einhverju í skiptum fyrir leyfi osfrv....
257wby skrifaði: Ekki sér maður "óviðkomandi bannaður aðgangur" og "Einkavegur" skilti nema þar sem
auðmenn hafa læst klónum í jarðir.
Kv.Guðmann
Þetta er því miður að byrja að breytast vegna óþolandi yfirgangs ferðaþjónustu aðila sem að virða engin lög heldur selja grimmt ferðir inn á einkalönd án þess að spyrja kóng eða prest. Það er óþolandi að vera að smala heiðina hjá sér og fá 15-20 fjórhjól í flasið á safninu, frá einhverju fífli sem að ætlar sér að græða á annara manna eignum. Núna eru lönd farin að lokast vegna þessa yfirgangs og er það leitt en frekjan í þessu ferðaþjónustuliði er komin út í öfgar. Nú síðast grenjuðu þeir yfir því að verslanir og veitingastaðir væru ekki opnir yfir jólinn :o á fólk semsagt að gefa frítíma sinn og jólahaldið með fjölskyldunni til þess að þeir geti grætt meiri pening. Ekki þökkuðu þeir Vegagerðinni fyrir frábæra frammistöðu við það að byggja nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku, heldur börðu sér á brjóst og sögðu að þetta væri þeim að þakka vegna þess að þeir hefðu sett svo mikinn þrýsting á ríkisstjórnina :shock: En það er önnur saga :mrgreen:

Kveðja Keli
Síðast breytt af skepnan þann 15 Jan 2013 18:51, breytt í 1 skipti samtals.
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Jan 2013 16:58

Alveg vissi ég að skepnan yrði FOX-ill og væri eins og NAUT í flagi þó ekki sé hún SAUÐ heimsk ;)
þegar henni findist að sér vegið en þetta var góður pistill hjá kela.
Ég vissi ekki að það hefði verið prófað þessi innflutningur sem nefndur er.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 15 Jan 2013 20:12

Ég ætlaði að láta kyrrt liggja, en fyrst menn eru enn að jarðsetja mig er kannski rétt að leggja frekari orð í þennan belg.

Ég skal játa á mig ýmsa fávísi, enda borgarbarn. Á dögunum var ég að rifja upp þættina Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og var þar með undir áhrifum þess áróðurs sem þar fór fram, sérstaklega þegar kemur að sauðkindinni og stóreignabændum í þætti fjögur:

http://www.youtube.com/watch?v=SSiKVAhj ... m1MK7xgCC1

Þegar ég var í barnaskóla var okkur kennt að fjórar kindur væru á hvert mannsbarn. Gróðureyðing vegna ofbeitar var einnig mikið í umræðunni þegar ég óx úr grasi. Það sem ég vissi ekki, og Veiðmeistarinn benti á, er að sauðkindinni hefur fækkað mikið nú þegar og ofbeit því ekki lengur vandamál. "My bad", ég biðst velvirðingar á þessu.

Sama má segja um kýr og svín. Borgarbarnið sá fyrir sér beljur í haga að éta grasið sem annars er ræktað ofan í kindurnar. Það að þessum dýrategundum þurfi að halda lifandi með innfluttu fóðri eru mér nýjar fréttir. En af hverju þá ekki að flytja inn kjötið af þessum skepnum? Höft á innflutningi matvæla hljóta að ögra fæðuöryggi okkar, fyrst við þurfum að reiða okkur alveg á það sem ræktað er innanlands. Eða hvað?

Þegar ég tala um stól fyrir dyr var ég ekki einungis að bölsótast út í landeigendur, heldur einmitt reglugerðir og lög sem takmarka nytjar úr dýrafánunni. Ég var að hugsa um kanínurnar, lóuna og hrossagaukinn. Hér hafa menn jafnvel bent á fleiri tegundir, s.s. álftir. Rómantíkin og sentímentalisminn ráða för en ekki skynsemin. Böl okkar veiðimanna sem ekki erum rétt tengdir snýr bæði að fábreyttri bráð og dálítið erfiðu aðgengi.

Og gagnrýni mín á gamla bændasamfélagið tekur til hugleiðingar um hvort það sé skynsamlegt að bændur eigi lönd langt upp á allar heiðar, að þjóðlendurnar séu mikið til gróður- og vatnssnauðir hraunflákar kringum jöklana. Má hugsa þetta upp á nýtt, eða eru þetta of viðkvæm málefni?

Mikilvægast er að umræðan eigi sér stað. Hér hefur t.d. komið fram að auðmenn hafa verið að sölsa undir sig mikið af jörðum og þar með gert skilyrði erfiðari fyrir okkur veiðimenn. Það má síðan alveg ræða það málefnalega og með röksemdum hvort t.d. sé verjandi að færa fleiri auðlindir í þjóðareign og þjóðaraðgang en bara fiskimiðin. Dýrafánan er auðlind sem því miður er dálítið fyrir útvalda. Lax er t.d. mikið til utan seilingar almennings vegna eignarréttar frá fornu fari og verðlags sem miðast við flugríka útlendinga.

Þetta má allt saman ræða. Ræða og fræða, eyða ranghugmyndum og upplýsa á fallegan máta svo allir fari fróðari frá því borði. Mér þykja menn hér full háðskir í tilsvörum sínum. Slíkt er ekki til þess fallið að viðhalda umræðunni, heldur fæla menn frá því að taka þátt.
Síðast breytt af Sobbeggi þann 15 Jan 2013 20:37, breytt í 1 skipti samtals.
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Jan 2013 20:33

Sæll Birgir þetta er alveg rétt hjá þér að það er gott að ræða þetta og að mínu mati er nauðsinlegt að bændur eigi þau lönd sem þeir hafa átt í aldana rás og tryggir þeim rekstrargrundvöll og ákvarðar hve stór bú þeir geta rekið. Þetta eru þessir þættir sem ráða mestu.Tún og akrar.Beitarlandið(heimahaginn)og svo tryggir úthagar eða afréttir.
Sanngjarnt eða ekki þá fyndist mér það ótækt og ólöglrgt að taka eignarnámi land sem bændur eiga sannarlega með pappírum og lögstimpluðum skjölum afþví að einhverjum öðrum langar í landið.
En ekki taka það þannig þó ég setji þetta dálítið hryssingslega fram til að sýna um hvaða umræðu ég telji þig vera að biðja um að þú sért á þeim buxunum að vilja eignarnám í "almanna þágu"
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 15 Jan 2013 20:43

Kannski snýst þetta ekki endilega um eignarnám, heldur frjálsara aðgengi þeirra sem vilja hafa nytjar af veiðidýrafánunni. Ég hef tröllatrú á samningsgerðum (hugsa í lausnum). Kannski væri sniðugt að Skotvís færi á stúfana og gerði nytjasamning við alla bændur sem það vilja um aðgang félagsmanna að úthögum og afréttum svo hver og einn þurfi ekki að standa í að útvega sér veiðilönd. Félagar gætu í staðinn boðist til vargeyðingar. Er það eitthvað til að hugleiða?
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 15 Jan 2013 20:50

Svo er það þetta með allar ríkisjarðirnar. Ríkið tók t.d. yfir helling af jörðum með samningi við kirkjuna. Hvaða jarðir eru þetta sem eru í eigu okkar allra? Höfum við aðgang að þeim?
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jan 2013 20:54

Þakka þér kærlega fyrir þessi skrif Birgir.
Þarna kemur þú að kjarna málsins, sem við reynum að hafa í heiðri á þessu spjallborði, nefninlega að tala saman á fræðandi og jákvæðum nótum!
Ég bið þig að fyrirgefa hvað ég var háðskur, en það er dálítið mikið minn tebolli þegar er verið er að ræða málefni sem ég gerþekki og menn fara að ræða sem þekkja þau ekki eins vel.
Þú minnist á að auka innflutning til að auka fæðuöryggi. Það gengur ekki upp vegna þess að fæðuöryggi okkar felst helst í því að framleiða sem mest af okkar matvælum sjálf hér heima.
Það kom vel fram í hruninu, það munaði sáralitlu að greiðslumiðlunin hryndi og þá hefði um leið lokast fyrir allan innflutning og ekki gott að segja hvað hefði tekið langan tíma að snúa ofanaf því, sá tími hefði líklega verið talinn í mánuðum frekar en vikum.
Það var aðeins fyrir sarræði Seðlabankans með títt nefndan Davíð Oddsson i broddi fylkingar að tókst að afstýra því.
Samt var sum nýlenduvara á þrotum þarna eftir hrunið, ég man eftir hafragrjónum til dæmis.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 15 Jan 2013 21:05

Sæll Beggi.

Þú verður að muna eftir því að okkur eru veiðar heimilar á afréttum og almenningum utan landareigna lögbýla. Um það þarf ekki að semja.
Er sjálfur svo heppinn að hafa verið í góðu sambandi við bændur til langs tíma og þarf því ekki að hafa áhyggjur af veiðisvæðum. Geri ráð fyrir því að það sé á ýmsan hátt erfiðara fyrir þá sem yngri eru í sportinu en ég sjálfur er. Veit samt að flestir bændur sem leyfa veiðar á sínu landi eru allir af vilja gerðir varðandi það að stugga gæs úr túnum. Þeir vilja samt vita deili á mönnum, ekkert óeðlilegt við það.
Og það eru glettilega margir ennþá sem eru ekki að rukka neitt fyrir það. Greiði á báða bóga.
Vandamálið fyrir þá yngri er oftast það að það eru sömu mennirnir sem sjá um ( eru við ) veiðar á sömu stöðunum ár eftir ár og jafnvel áratugum saman.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

KOH

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af KOH » 15 Jan 2013 22:06

Sobbeggi skrifaði:Svo er það þetta með allar ríkisjarðirnar. Ríkið tók t.d. yfir helling af jörðum með samningi við kirkjuna. Hvaða jarðir eru þetta sem eru í eigu okkar allra? Höfum við aðgang að þeim?

Það er bannað að veiða á ríkisjörðum (allavega sem eru lögbýli) nema í leyfi ábúanda (umráðmanns) jarðar enda væri annað vittleysa. t.d. ef allir mættu nýta jörðina (því allir eiga hana (ríkið) :? ) ættu þá ekki allir að smala jörðina því það er skillt að smala jarðir hvort sem þar er búskapur eða jörðin í eyði :?:
Allir að smala (því allir eiga hana (ríkið) :? )

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jan 2013 22:27

KOH......af marggefnu tilefni :evil:
HÉR KOMA MENN FRAM UNDIR NAFNI :shock:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Að hugsa í lausnum

Ólesinn póstur af Bowtech » 15 Jan 2013 22:30

Sæll Birgir og aðrir álitsgjafar. Ég tel þetta vera bara fínnt hjá þér að koma með svona mál til umræðu og það sést líka að það skapast umræða um málið. En eins og oft þegar mál eru rædd að þá geta einhverjir verið hvassari en aðrir í hvorn pólinn menn taka en þá eru menn það líka undir nafni og standa og falla með því sem þeir segja. En það er það sem þetta spjall er farið að hafa sérstöðu um er að menn koma fram undir nafni.

Með gróður hér á landi að þá var það bara þannig hérna áður fyrr oft léleg beit vegna veðurs og ekki bætti úr skák með sauðaféð. En í dag að þá hefur veðurfar gjörbreyst gróðursældin orðin allt önnur og landið grær mjög hratt upp. En það eru 2 aðrar tegundir sem eru mun skæðari gróðri en sauðkindin en það eru gæsir og álftir en í dag með rannsóknir á gróðureyðingu að þá vilja menn ekki taka það inn í jöfnuna kenna bara kindinni um eins og fræðsluefni sem sýnt var á rúv átti að sýna en er langt frá sannleikanum og virtist í raun aðeins benda sauðkindinni öllu til foráttu. . En ég held að það hljóti að vera okkur mikilvægara með hækkandi matvæla og fóðurverði í heiminum og skorti að við getum ræktað sem mest hérna heima fyrir og þar af haldið verði niðri.

En þar sem ég tel mig nú vera tiltölulegann nýjann í þessu sporti veiðum. Að þá er nú þannig að eins og oft hefur verið bent á að á flestum landsvæðum sem bændur hafa umráð yfir og menn horfa löngunar augum til þegar veiðitíma bil hefst að þá því miður er það oftar en ekki að veiðimenn sjálfir, þora ekki að spyrja um leyfi og þegar þeir loksins manna sig upp í það að þá er búið að lofa einhverjum öðrum og menn bölva sjálfum sér og reyna svo við næsta og sama svar og menn gefast upp og nenna þessu ekki.
En svo eru það þeir sem skemma fyrir hinum fara að vera með skítkast og leiðindi út í bændur út af því að þeir leyfa þessum en ekki hinum og fara svo að hóta aðilum hinu og þessu það er ekki neinum til framdráttar. En það er réttur þeirra að gera það.. Og þegar bændur fá svona á sig að þá bara hætta þeir að leyfa fólki að koma.

En ég get verið sammáa því að oft er erfitt fyrir þá sem eru að byrja að komast á veiðar nema þekkja einhvern og þar mættu kannski eldri veiðimenn aðstoða við að kynna mönnum sportið.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara