Lásbogaveiði

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Lásbogaveiði

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Jan 2013 17:12

Rakst á þetta og þetta er eins og byssuskot og svakalega blæðir úr dýrinu
http://www.youtube.com/watch?v=NCoGVzqCimw
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Lásbogaveiði

Ólesinn póstur af Bowtech » 16 Jan 2013 18:59

Þetta er frekar opinskátt myndband og er ekki til framdráttar þar sem margir eru viðkvæmir fyrir svona myndum, nema að því leyti að þetta er flott skot einmitt eins og það á að vera boltinn í gegn. Gaman væri að prófa þetta einhvern daginn..
Vonandi verða lásbogar leyfðir hér á landi til æfinga og keppni en það er einmitt eitt af því sem Bogveiðifélag Íslands er að þrýsta á. Lásbogar hafa ekki verið leyfðir hér í langann tíma, nema einstakir hafa þannig skráð á leyfin sín frá gamalli tíð. Því er skrítið að sjá að lögreglan leggst gegn innflutningi á lásbogum þar sem ekki hafa verið stundaðar æfingar en það hafa ekki verið stundaðar æfingar af því það hefur ekki verið heimilt að flytja inn lásboga og finnst mér vera mótsögn í þessu.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Lásbogaveiði

Ólesinn póstur af Spíri » 16 Jan 2013 19:41

Verð að segja eins og er að mér finnst ekki mikil reisn yfir þessu myndbandi, svo þessi ógurlegu gól alltaf hjá þessum könum þegar þeir eru búnir að drepa eitthvað. En ég ber fulla virðingu fyrir því að menn vilji nota boga sem veiðitæki en það er ekki minn tebolli.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Lásbogaveiði

Ólesinn póstur af Bowtech » 16 Jan 2013 20:13

Sammála því með myndbandið en þetta er týpískt myndband frá kananum hvort sem um væri að ræða notkun á skotvopni, lásboga eða boga við veiðar. Sammála þér með þessi hróp og köll leiðist það alltaf og finnst það oft skemma fyrir flottu veiðimyndbandi.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara