Síða 1 af 1

Kvöldmáltíðin.

Posted: 31 Dec 2013 17:04
af Jón Pálmason
Sælir/ar.
Hef staðið í matarstússi seinnipart dagsins ásamt betri helmningum.
Aðalréttur verður léttsteiktar stokkandar- og urtandarbringur.
Forréttir verða söltuð og þurrkuð rjúpa ásamt reyktum lunda, borið fram með bláberjasósu.
Einnig bornar fram portvínslegnar gráfíkjur, ferskt ávaxtasalat og ís.
Drykkir að sjálfsögðu við hæfi hvers og eins.
Vona að aðrir spjallverjar njóti góðrar máltíðar úr náttúru Íslands.

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 31 Dec 2013 17:42
af Aflabrestur
Sælir.
Það verður nú eh. hefðbundnara hjá mér í kvöld þar sem ég er að elda fyrir tengdafólkið sem er ekki mjög "villt" en á borðum verður fyltur reyktur kjúlli.
En um hátíðarnar hefur bókin hanns Úlfars Finnbjörnss verið á eldhúsbekknum og hefur ýmislegt verið mallað úr henni ss. söltuð gæsalæri, gæsalifrarmús, grafinn gæs, hreyndýrapottsteik, hreyndýraterrian, ásamt viðeigandi tilbehör eins og kartöflumús með bacon og vorlauk, hasselbak kartöflum, lauksultu, rabbabarachutney, sallötum og sósum. Svo eru hráa sauðahangikjöts og skerpukjöts lærin ekki langt undan ásamt graflaxi og síldarréttum.
Á morgun verður svo terriaky marineraður selur á disknum.

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 31 Dec 2013 19:38
af Jón Pálmason
Já sæll.

Ég segi nú eins og sumir,, góðan daginn'' :D

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 31 Dec 2013 20:27
af Árni More Arason
Hér var "villi"bráð ef svo má að orði komast, íslenskur lambahryggur með alles að hætti húsbóndans. Svo býður frúin uppá eftirréttinn sem er súkkulaðimús, það er samt eitthvað í að við komumst í eftirréttinn við sitjum bæði í sófanum á blístri, kannski ekki skrítið að konan sé það kominn rúmar 39 vikur á leið, ég hef ekki svo góða afsökun, ætli ég hafi ekki bara étið yfir mig eins og svo oft áður. Matur er bara svo góður :)
Vona að þið getið "skotið" eitthvað í kvöld, og eigið gleðilegt nýtt ár! Hlakka til að fara að hitta eitthvað af ykkur á komandi ári, þegar maður getur loksins farið að koma á æfingar og hugsanlega keppt eitthvað ef vel gengur!

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 01 Jan 2014 00:56
af 257wby
Við vorum með í forrétt smokkfisk með chili & hvítlauk í appelsínusósu.
Tvíréttað í aðalrétt,stokkandarbringur og hreindýrasteik með röstí kartöflum og sólberja og ferskjusósu.
Eftirrétturinn er eftir,enda hvorki tími né pláss fyrir hann :lol:

kv.
Guðmann

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 01 Jan 2014 01:34
af Jón Pálmason
Sæll Guðmann.

Flott hjá ykkur.
Ætli veiðimeistarinn hafi ekki verið með heilt dýr á grillinu ;)
Kveðja til hans og ykkar hjóna.

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 01 Jan 2014 02:03
af gylfisig
Lundir og file af þessum skudda, innbökuð í smjördeigi, sem buið var að raða sveppum inn í, sem aftur voru bunir að liggja í púrtvíni í dágóða stund. Það er einfaldlega ekki til betri matur !

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 01 Jan 2014 11:19
af sindrisig
Já ekki amalegt þetta.

Nú er ég óhress og ýmsu að kenna
ekki er ég þessu að nenna
langar mig í
er fyrir bí
að halda áfram að bíta og brenna

ps. er ekki einhver vís síða á netinu þar sem hægt er að níða skóinn af viðkomandi í ferskeytlum og limrum?

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 01 Jan 2014 15:30
af iceboy
Ég bauð nokkrum vinum í mat laugardagskvöldið 28 des.

Á boðstólum var villibráð og tilheyrandi.

Bauð ég upp á nokkra forrétti.
og hefst nú upptalningin.

Reyktur skarfur
Reykt gæs
Grafin gæs
Gæsapate
Hreindýrapate
Silungapate ( taðreyktur silungur)
Létt steiktar gæsa lundir
Litlar hreindýrabollur
Hangikjöt (hrátt, heimareykt, taðreykt í ca 2 mánuði, semsagt á gamla mátann)

Í aðalrétt var ég með

Rjúpur (á gamlamátann)
Gæsabringur
Hreindýra framhrygg

Í eftirrétt var svo borið fram tirsmizu og heimagerður ís

Með þessu var svo allskonar sósur og meðlæti sem ég læt vera að telja upp

Re: Kvöldmáltíðin.

Posted: 02 Jan 2014 20:46
af Veiðimeistarinn
Já það er spurt um heilaga kvöldmáltíð Veiðimeistaranns.
Hefðbundnar máltíðir um jólin á þessum bæ!
Það byrjar allt á Þorláksmessu, skötuveisla í hádeginu með bræðrum mínum, líkar best vel kæst ósöltuð skata eða tindabykkja.
Hangigetið úrbeinað og soðið á þorláksmessukvöld, að sjálfsögðu heimagert, rollan skotin eigin hendi hangin og söltuð eftir æfafornri uppskrift frá ömmu á Vaðbrekku, sem hun fékk sjálfsagt úr Hjemmet.
Kvöldmáltíðin á aðfangadag var hreindýrahryggur þetta sinnið, er búinn að fá upp í háls af hamborgarahrygg um jólin, enda nóg af ofsöltuðu ketmeti sem fæst úti í búð eingöngu saltað með nítritsalti sem fer frekar ílla í minn fagra og hrausta kropp, þess vegna vel ég bara heimasaltað eða ósaltað.
Já, áfram með smjerið, hreindýrahryggurinn var steiktur á löngum tíma um það bil 3 klukkutíma í ofni á lágum hita hleypt upp í 60°á kjötmæli endaði hann vel dökkbleikur inn að beini.
Þetta var góður hryggur að því leiti að hann var vel feitur með fitulagi á milli einn sentimetri upp í svo sem eina tommu eins og sjá má af mynd hér neðar, það er algert möst að steikja hann með fitulaginu á, svona gott fitulag einangrar vöðvann líka vel svo hitinn gengur ekki eins skart í hann.
Með hryggnum borðaði ég nýjar kartöflur heimasræktaðar í sandkassanum við blokkina það sem ég á íbúð og í fiskikari á bakvið hús hjá konunni, ásamt brúnni sósu að hætti ömmu og mömmu, að viðbættum heilum ferskum bláberjum sem eg krem út í sósuna, annað þarf ekki með svona lostæti.
Það er lítils virði að vera með svona ágæti á borðum og drekkja því í einhverju bragðvondu grænmetiskraðaki og sósu sulli.
Á milli Jóla og nýars bauð ég börnunum til kvöldverðar þá elduðum við heimareikt hangilæri heimaskotið og heimasaltað að sjálfsögðu, í stærra lagi af 5 vetra sauð ættuðum Kollafirði af Ströndum vestur, með nýjum kartflum.
Á gamlársdagskvöld vorum við í mat hjá syni konunnar, hann var með grafnar léttsteiktar gæsabringur og bitaða lambalund einnig léttsteikta í forrétt.
Í aðalrétt var lambahryggvöðvi með góðu fitulagi, svona rúmum sentimetra, beint frá býli við Eyjafjörðinn sem hann úrbeinaði sjálfur og léttsteikti.
Með þessu var eitthvað jukk sem ég kann ekki að nefna en ég borðaði smérsteiktar kartöflur með þessu ágæti, borða aldrei frá skepnunum og alls ekki það sem ég get ekki borið skammlaust fram.