Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
Svara
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Feb 2014 12:48

Sælir félagar

Hugsanlega verður vefsíðan færð milli hýsingaraðila á næstunni og í leiðinni er stefnan þá að uppfæra spjallkerfið.

Það væri gaman að heyra hvort þið hefður einhverjar óskir eða ábendingar um það sem þið vilduð sjá á spjallinu, eiginleikar, útlit eða annað. Svo reyni ég að sjá hvort að hægt sé að bæta því við eða breyta.

Ekki ættu að vera miklar breytingar við þetta (nema að það komi stórkostlegar óskir ;) ) aðrar en bætt öryggi og vonandi meiri hraði og minna um að síðan sé niðri.

Kv.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 02 Feb 2014 13:00

Sæll Magnús

Þetta spjallsvæði er einfalt í notkun og býður upp á flest það sem gott spjallborð þarf að hafa, ég sé ekki að það þurfi að grauta mikið í því sem gott er, utan við þessar hefðbundnu öryggisuppfærslur eins og þú nefnir.

En þú ert líklega best til þess fallinn að meta það hvort spjallið þurfi andlitsliftingu eða ekki... Spjallborðið á accurate shooter er búið að vera nokkurnveginn eins öll þau ár sem ég hef lesið það, sem mér finnst kostur.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 598
Skráður: 22 Feb 2012 13:03

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Feb 2014 14:20

Spjallborðið er gott, og einfalt í notkun.Ég taldi í byrjun, að það myndi ekki ná þeim vinsældum sem Hlað.is náði, en raunin varð allt önnur. Ástæður þess hve skyttur.is er orðin vinsæl síða, held ég að liggi alveg ljóst fyrir, en ég ætla ekki að fara neitt nánar út i það, en geri ráð fyrir að flestir viti af hverju.

Ef ég má setja aðeins út á eitthvað, þá er það helst það að ég þarf alltaf að minnka allar myndir, sem ég ætla að setja inn á síðuna. Mér finnst það svolítið leiðinlegt, en ekkert stórmál.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Feb 2014 15:20

Sælir og takk fyrir þetta

Það stendur ekki til að fara í miklar útlitsbreytingar heldur frekar að bæta við einhverjum eiginleikum.
Það sem stendur hæst er m.a. að einfalda það að setja inn myndir eins og Gylfi kemur inná. Er að skoða lausnir til þess að hægt sé að setja myndir inn án þess að þurfa að breyta þeim og bæta það hvernig þær birtast.

Einnig var ég búin að skoða möguleika á því að hægt sé að vista siður sem pdf skjal til að hægt sé að vista þær, t.d. ef um góða þræði er að ræða sem menn vilja eiga.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Feb 2014 16:02

Já ég er sammála því sem hér hefur komið fram, ekki út á mikið að setja hérna, vinsældirnar á spjallinu segja það sem segja þarf :D
Það væri að vísu þægilegra að þurfa ekki að minnka myndirnar áður en þær eru settar inn, ég skil hins vegar vel að það þurfi að takmarka stærðina á þéim hérna inni, annars mundu þær bara nota pláss :idea:
Síðan er gott að þær séu ekki stærri vegna þess að þegar þær eru svona litlar opnast þær hratt og vel, nú síðan ef einhver vill sjá þær í betri upplausn er spjallverjum í lófa lagið að hafa samband við myndasmiðina, sem er auðvelt, við erum jú allir undir nafni hérna.
Magnús það er spurning hvort hægt sé að tengja eitthvert forrit við spjallið sem mundi minnka myndirnar sjálfkrafa þegar við mundum setja þær hérna inn 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

marin
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 70
Skráður: 17 May 2012 04:42

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af marin » 02 Feb 2014 16:18

Sammála öllu hér að ofan, frábær vefur.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 250
Skráður: 02 May 2012 14:21
Staðsetning: Ungverjaland

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af gkristjansson » 02 Feb 2014 19:33

Ég á PHP kóða sem tekur inn myndir sama hvað þær eru stórar og minnkar þær áður en þær eru geymdar á harða diskinum.

Maggi, ég get alveg sent þér þennan kóða ef þú vilt.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Feb 2014 08:43

Sæll Guðfinnur.

Það væri ekkert verra. Það eru til einhverjar lausnir fyrir phpbb3 borð eins og þetta, en kannski þarf maður líka að útfæra þetta sjálfur, og þá myndi sá kóði henta.

Að getað þjappað myndirnar sjálfkrafa áður en þær eru vistaðar myndi þýða meira hraði við að opna síðurnar fyrst og fremst. En aðalmálið yrði að það sé auðvelt að setja myndirnar inn á vefsíðuna og þær komi þokkalega út líka.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 Feb 2014 00:23

Ein hugmund Maggi

Þegar ég hef verið að lesa erlend spjallborð fer ég stundum á áhugaverðan flott (setjum t.d. Byssur á þessum vef) og þar hef ég getað smell á Svör og þá er þráðunum raðað upp í fallandi/eða rísandi röð - þ.e. eftir flestum eða fæstum svörum. Þannig finn ég oft skemmtilegustu þræðina.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Væntanleg uppfærsla á spjallsvæði

Ólesinn póstur af Morri » 06 Feb 2014 21:25

Kvöldið

Það er helst þetta með að geta sett inn myndir. það er ekki nóg að minka upplausn til að setja þær inn hér, maður þarf oftast að eiga við hæð og breydd líka. Óþarflega flókið. Væri notendavænna ef ekki þyrfti að eiga mikið við myndirnar áður í tölvunni hjá sér.

Einnig vantar LIKE takka, það sem manni langar oft að setja like á comment oft en hefur ekkert sérstakt við að bæta, við kommentin sem kominu eru
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Svara