Breytingar á útliti síðunnar

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Feb 2012 10:16

Hvernig list ykkur á þessar breytingar að festa breidd vefsins, í stað þess að hann fylli alltaf út í skjáinn?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Feb 2012 00:15

Einnig breytti ég því að núna koma 20 póstar á síðu í staðinn fyrir 10 og núna er einnig hægt að búa til skoðanakönnun með allt að 25 spurningum í staðinn fyrir 10 spurningum. Jafnframt hefur verið bætt við quick reply, þannig að það er hægt að svara póstum beint án þess að opna nýjan glugga.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2012 04:44

Þetta er bara flott hjá þér :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Feb 2012 07:37

Ja...ég sá hann ekki fyrir breytingar en lýst mjög vel á þetta.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

sportvik
Póstar í umræðu: 1
Póstar:83
Skráður:23 Jan 2012 21:49

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af sportvik » 24 Feb 2012 08:19

Mér líst vel á þetta svona.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Feb 2012 00:45

Hef rekist á einn galla við að hafa breiddina svona, en myndir njóta sín ekki ef þær eru linkaðar inn á póst. Það einfaldlega klippist af það sem ekki kemst fyrir. Er að skoða lausnir á því vandamáli en annars breyti ég síðunni aftur í fyrra horf, því þá fá myndir að njóta sín og ef þær eru mjög stórar er bara hægt að skrolla til hliðar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Feb 2012 10:53

Bætti við fídus sem sjálfkrafa minnkar myndir sem vísað er í með IMG kóðanum, þannig að þær passa beint á síðuna. Svo er hægt að smella á þær til að sjá þær stærri. Ég verð að setja einhvert þak á stærð mynda sem er hlaðið upp á vefin vegna þess að annar fyllist fljótt diskplássið. Núna er miðað við 800x600 pixla og 300 Kb sem ég held að sé nokkuð sanngjarnt.

Ég er að skoða þann möguleika að láta vefinn sjálfkrafa þjappa myndunum þegar þeim er hlaðið inn svo að hægt sé að hlaða upp orginla myndum og vefurinn sjá þá bara um að þjappa þeim.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Feb 2012 10:43

Flott, mér lýst vel á þetta!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Feb 2012 10:59

Takk fyrir það. Hef verið að bæta og breyta meira, Núna er gluggin sem var neðst á síðunni með helstu virkni kominn upp og vona ég að það sé til hægðarauka með að sjá strax hvað er í gangi. Einnig á að sjást hvort að búið er að lesa þá pósta eða ekki.

Eru menn ekki annars að nota þann glugga til að sjá hvað er nýjast ásamt því að smella á "sýna virkar umræður" eða farið þið í flokkana og skoðið þá?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Feb 2012 21:36

Kannski er ég orðinn of gamall..(: en mér finnst útlit síðunnar dálítið flókið. Með öðrum orðum, þá finnst mér of margir umræðumöguleikar í boði.
Ef við tökum Hlaðsíðuna sem dæmi, þá er hún mjög einföld, þó hún hafi auðvitað galla líka. En þar er valið: almennt um veiði, og sölulinkurinn mikið notaðir . Og almennt um veiði er ansi oft heimsóttur.
Mér finnst að kannski mætti fækka möguleikunum hér, og setja þá alla til dæmis í einn flokk sem við gætum nefnt Almennan, í stað þess að hafa einn flokk um sjónauka, osfrv. Þetta finnst mér svolítið seinlegt að renna yfir, og finnst að þetta gæti virkað betur með færri valflokkum í yfirliti.
Má vel vera að þetta sé rangt hjá mér, og öðrum líki þetta vel.
Hitt finnst mér einfaldara.
Einungis mín skoðun.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Feb 2012 23:23

Jú Maggragg ég nota gluggan og ég er viss um að þú Gylfi minn verður fljótur að átta þig á eð ef eitthvað hefur gerst er það þarna efst og bara smellir á það.En hvað varðar alla þessa valmöguleika þá getur það haft kosti sem engöngu hafa áhuga á einhveju sérstöku að vakta það sér en fyrir aðra getur þetta valdið nánast valkvíða í hvaða flokk maður ætti að spyrja um eitthvað.Skil vel hvað þú meinar í þeim efnum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Mar 2012 00:29

Takk fyrir þetta Gylfi. Þetta skipulag hefur kosti og galla en ég held að kostirnir séu fleirri. Þú ert fljótari að finna umræðu um það sem þú ert að leita að en aftur á móti ertu lengi að skoða allt saman ef þú ert að fletta í gegnum alla þræðina. Til þess var nýji glugginn efst hugsaður, að þú sjáir 5 nýjustu póstana ávalt. Get breytt því þannig að fleirri sjáist.

Til að sjá yfirlit yfir allar umræður smellirðu á "Sýna virkar umræður" og þá færðu alla pósta síðustu 7 daga sem dæmi.
Mynd

Í raun eru yfirflokkar í þessu spjalli og þá eru flokkarnir eins margir og á Hlað vefnum. Ef þú smellir á heiti yfirflokksins þá ferðu á svæði þar sem þú sérð alla pósta undir þeim flokki. Þá ertu í raun kominn með Veiði, Skotíþróttir, Skotvopn og Græjur og sölusíðu sem er mjög hentugt.
Mynd

Ein fyrirhuguð breyting sem ég stefni á er að sá möguleiki verði fyrir hendi að notendur geta lokað þessum "gluggum" yfir flokkana, eða þjappað þeim saman. Þannig er hægt að þjappa saman t.d. Skotfélag og sjá aðeins þá flokka sem menn vilja. Myndi þá koma + merki fyrir framan yfirflokkin og ef smellt er á hann þá lokast það svæði og síðan verður minni og auðveldar yfirsýn þar sem maður sér ekki það sem maður vill ekki. Myndi vera svipað þessu.
Mynd

En það er alltaf hægt að bæta við og sameina umræðuflokka og þetta verður í þróun. Þannig er gott að fá upplýsingar um hvað fólki finnst og ef menn eru sammála að þetta sé óþægilegt þá mun þetta breytast. Hugsunin með þessum fjölda flokka var eins og Þorsteinn segir að hægt er að vera í og fylgjast með einum flokki ef menn hafa sérstakan áhuga á því sviði. Þannig gæti það hentað einhverjum að vera aðeins í flokknum haglabyssugreinar því það væri hans aðaláhugamál og engir aðrir þræðir væru þar inni. Þetta er svona á flestum erlendum spjallþráðum en alls ekki víst að þetta sé það besta eða hentugast.

Enn og aftur takk og endilega komið með ábendingar sem ég get unnið með til að bæta vefinn :geek:
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Mar 2012 11:59

Þetta spjallborð er nú bara snilld, ég veit ekki hvað ég var að hugsa með því að vera á þessu fornaldarspjallborði Hlaðs, alveg þangað til ég var rekinn af því, veit ekki hvers vegna bara allt í einu búið að skipta um lykilorðið svo ég komst ekki inn, en það er nú annað mál!
Þetta er mjög vel upp sett, það er til mikilla bóta að hafa yfirlitið efst, þá er þægilegt að fylgjast með umræðunni, síðan koma alltaf nyjustu þræðirnir efst, sem tryggir að þræðirnir sem eru virkir eru alltaf sýnilegir og þróunin á spjallborðinu verður betri.
Ég er að læra smám saman á möguleika spjallborðsins og líkar alltaf betur og betur við þetta form, Magnús þú átt heiður skilinn fyrir þetta framtak og ég vona að það komi sem flestir til þín og taki þátt í þessu merka framtaki.
Síðan er mjög góður fídus að geta sett fasta kveðju undir allt sem ég skrifa og ég hvet alla sem hér skrifa til að setja fasta kveðju undir það sem þeir eru að skrifa helst með fullu nafni, það tryggir að við sem erum að spjalla hérna kynnumst betur og förum ekki í grafgötur um við hvern við erum að tala.
Auk þess sem að það er sjálfsögð kurteisi og undirstrikar að við berum virðingu fyrir þeim sem við eru að skrifast á við, sama hvað við segjum annars eða hvort það eru skiptar skoðanir.
Það sýnir líka að við berum ákveðna viringu fyrir okkur sjálfum og okkar eigin skoðunum.
Þetta spjallborð er bara snilld, góð uppsetning, ég hvet menn til að gera það enn betra með því að vera duglegir við að tjá skoðanir sínar hérna og berum virðingu fyrir spjallborðinu skoðunum manna og þeim sem við erum að spjalla við.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Mar 2012 11:44

Hvað nú, er yfirlitið aftur komið neðst á síðuna?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Mar 2012 11:51

Það er smá fikt í gangi. Setti upp nýtt yfirlit efst, sem sýnir meiri upplýsingar um nýjustu pósta, ætti að virka eins en það er að auki hægt að fletta áfram í gegnum listann og sjá meira en bara fimm fyrstu. Svo sjást ólesnir póstar líka. Líst þér ekki á þetta?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Mar 2012 12:22

Jú, jú, þetta er flott og miklu greinilegra en það var, tók bara ekki eftir nýja yfirlitinu efst, var svo vanur gamla lúkkinu, en þetta er betra svona.
Aðvitað er síðan alltaf í þróun við erum nú einu sinni í nútímanum, ég var bara ekki búinn að átta mig á því.
Annað með gamla spjallvefinn sem ég var orðinn svo vanur og nefni nefni ekki þar hefur ekkert breyst í 100 ár, þrátt fyrir ótal ábendingar!!!
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 11 Mar 2012 22:54, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Maggi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:22 Feb 2012 20:34

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af Maggi » 03 Mar 2012 13:10

Þetta er að verða ótrúlega gott.

Vonandi að notendum fjölgi svo úr verði gott spjallborð.

kv
Maggi
Magnús Blöndahl Kjartansson

sas

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af sas » 11 Mar 2012 15:56

Var að skrá mig hérna inn líst bara mjög vel á þessa
síðu. Flott framtak

kv sveinn

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af TotiOla » 11 Mar 2012 18:53

Sammála Sveini hérna. Er sjálfur nýlega kominn á þetta spjallborð og líkar mun betur en annað sem er í boði.

Ég styð líka Sigurð í því að hvetja menn til þess að nýta sér undirskriftar-möguleikann og skrifi undir nafni.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: Breytingar á útliti síðunnar

Ólesinn póstur af kúla » 11 Mar 2012 22:39

Komiði sælir er að reina læra á þetta spjall
mig vantar að reina koma inn mynd af mér sem er nú kanski ekki fallegt.
Kann ekki að minka myndir er ekki svona tölvu eittkvað
Svo notaði ég sas en er kúla núna :roll:
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

Svara