Síða 1 af 1

Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Posted: 29 Mar 2015 14:13
af Einar P
Er þetta, ( http://z-aim.com/visa_produkt.asp?t=Pre ... 28&lang=sv ) ekki eitthvað sem maður verður að hafa með á veiðar, hef aldrei komið á veiðislóðir á svæði 7 en ef það er mikið labb getur verið gott að hafa hjálpartæki.

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Posted: 29 Mar 2015 14:56
af sindrisig
Það er mjög gott að vera með mottu á hreindýraveiðum, búinn að slátra fleiri en einni í mínum ferðum á svæði 5. Gallinn við þær er fyrirferðin og burðurinn. Þessi sem þú ert að benda á virðist vera nokkuð snjöll, hvernig sem hún síðan kemur til með að duga og reynast þegar á hólminn er komið.

Verðið er ekkert út úr Q heldur.

Láttu vaða.

kv.
Sindri

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Posted: 30 Mar 2015 09:00
af E.Har
Þú ert að fara á upphafi á svæði 7. Tarfarnir verða hátt, það er heitt á þessum tíma.
Mögulega ferðu út frá Exi eða út á Sviðihornahraun, þar er hægt að nota 6 hjól.

Ef þú þarf að draga þá eru svona mottur mjög sniðugar. Í íslensku eggjagrjóti duga þær ekki margar ferðir :-) Við höfum verið að kaupa plast hjá málmtækni. Gata og jafnvel kósa. Sonur Einar í Vélsmiðju EinarsGuðbarndssonar var með þær á 10-15 þús tilbúnar ef ég man rétt

Ef þú tekur þessa skoðaðu hvort hægt sé að stinga henni upprúllaðri í bakpoka, léttir gordrengnum lífið! :-)

E

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Posted: 30 Mar 2015 18:02
af Einar P
Þessi kemur upprúlluð í poka og er um tvö og hálft kíló, hún er líka til í annarri stærð það er 61 cm breið í stað 91cm og er þá skilst mér bar tæp tvö kg.

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Posted: 31 Mar 2015 09:42
af E.Har
taka þá breiðari. Við rúllum líla töfrateppunum upp, setjum trappa utan um þau, sem svo eru nýtt til að festa dýrin niður. það er samt þægindi ef þau sleppa ofan í nettan bakpoka, því það er leiðinlegt að dröslast með þetta tímunum saman upp og niður aftur og atur! Ég vil svo hafa 3 spotta tvo fram til að draga og einn aftur til að styra sé farið niður á móti. Hér eru nokkrar myndir frá flutningi á beljum í 2013

Mér finnst gott að draga með grisjum. Skera minna í axlir og hendur.
Þarf að halda í spottana til að vera snöggur að losa þig við spottann renni dýrið fram.

Annars eru allir leiðsögumenn flestum hnútum kunnugir í þessu. :mrgreen:
höfum alveg dregið okkar skamt :-)