Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
Einar P
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 45
Skráður: 24 Apr 2012 18:53
Staðsetning: Svíþjóð

Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Einar P » 29 Mar 2015 14:13

Er þetta, ( http://z-aim.com/visa_produkt.asp?t=Pre ... 28&lang=sv ) ekki eitthvað sem maður verður að hafa með á veiðar, hef aldrei komið á veiðislóðir á svæði 7 en ef það er mikið labb getur verið gott að hafa hjálpartæki.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af sindrisig » 29 Mar 2015 14:56

Það er mjög gott að vera með mottu á hreindýraveiðum, búinn að slátra fleiri en einni í mínum ferðum á svæði 5. Gallinn við þær er fyrirferðin og burðurinn. Þessi sem þú ert að benda á virðist vera nokkuð snjöll, hvernig sem hún síðan kemur til með að duga og reynast þegar á hólminn er komið.

Verðið er ekkert út úr Q heldur.

Láttu vaða.

kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 624
Skráður: 27 May 2012 23:26
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Mar 2015 09:00

Þú ert að fara á upphafi á svæði 7. Tarfarnir verða hátt, það er heitt á þessum tíma.
Mögulega ferðu út frá Exi eða út á Sviðihornahraun, þar er hægt að nota 6 hjól.

Ef þú þarf að draga þá eru svona mottur mjög sniðugar. Í íslensku eggjagrjóti duga þær ekki margar ferðir :-) Við höfum verið að kaupa plast hjá málmtækni. Gata og jafnvel kósa. Sonur Einar í Vélsmiðju EinarsGuðbarndssonar var með þær á 10-15 þús tilbúnar ef ég man rétt

Ef þú tekur þessa skoðaðu hvort hægt sé að stinga henni upprúllaðri í bakpoka, léttir gordrengnum lífið! :-)

E
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Einar P
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 45
Skráður: 24 Apr 2012 18:53
Staðsetning: Svíþjóð

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Einar P » 30 Mar 2015 18:02

Þessi kemur upprúlluð í poka og er um tvö og hálft kíló, hún er líka til í annarri stærð það er 61 cm breið í stað 91cm og er þá skilst mér bar tæp tvö kg.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 624
Skráður: 27 May 2012 23:26
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hjálpartæki á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af E.Har » 31 Mar 2015 09:42

taka þá breiðari. Við rúllum líla töfrateppunum upp, setjum trappa utan um þau, sem svo eru nýtt til að festa dýrin niður. það er samt þægindi ef þau sleppa ofan í nettan bakpoka, því það er leiðinlegt að dröslast með þetta tímunum saman upp og niður aftur og atur! Ég vil svo hafa 3 spotta tvo fram til að draga og einn aftur til að styra sé farið niður á móti. Hér eru nokkrar myndir frá flutningi á beljum í 2013

Mér finnst gott að draga með grisjum. Skera minna í axlir og hendur.
Þarf að halda í spottana til að vera snöggur að losa þig við spottann renni dýrið fram.

Annars eru allir leiðsögumenn flestum hnútum kunnugir í þessu. :mrgreen:
höfum alveg dregið okkar skamt :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara