Takk fyrir vefinn

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af iceboy » 13 May 2012 10:54

Ég vill nota tækifærið og þakka fyrir þennan vef. Hér er gott að vera.
Ég leit inn á Hlad.is áðan og var fljótur út þaðan aftur. Skoðaði efstu 5 þræðina og já það kom strax í ljós afhverju sá vefur er orðinn ónýtur.

Svo ég ætla að þakka ykkur fyrir sem eru hérna inni þetta er mjög skemmtilegur og gagnlegur vefur

kv Árnmar
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 May 2012 11:19

Ég tek af heilum hug undir þakkir Árnmars, þessi vefur er þarft framtak og sýnir að íslenskir áhugamenn um skotvopn og veiðar geta átt eðlileg og skemmtileg skoðanaskipti án þess að hnakkyrðast.
Ég vil benda mönnum sem eru inni á þessu spjalli á möguleikann fyrir fasta kveðju undir póstana.
Með því að nota þann möguleika er hægt að seja fullt nafn undir póstana, það gerir spjallið enn áhugaverðara og um leið persónulegra í jákvæðri merkingu.
Við förum nokkuð nær um hverjir eru hérna inni og við erum að spjalla við svo það breytir ekki miklu að setja fullt nafn undir póstana, það eykur einungis virðingu okkar fyrir hverjum öðrum og tekur af allan vafa um hverjir við erum.
Til að bæta inn fastri kveðju er farið inn á,
> Stillingarnar mínar. <
> Ýta á, Prófíflipann, þar við hliðina á Yfirlit. <
> Fara inn í, Breyta undirskrift. <
> Þá kemur upp gluggi til að skrifa kveðjuna í. <
> Ýta svo að endingu á, Senda. <
> Síðan er hægt að fara inn aftur eftir þörfum til að laga og breyta!<
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af gylfisig » 13 May 2012 13:06

Sammála ofangreindu.
Höldum þessum vef þannig að við getum skipst á skoðunum og upplýsingum, þannig að öllum nýtist vitneskja og reynsla.
Það er ljótt að sjá hvernig annar vefur sem ég hirði ekki um að nefna, er orðinn.
Ég ætla bara rétt að vona að ákveðinn aðili sem hefur farið hamförum þar, sé ekki, og muni ekki skrá sig hér inn. Það verður dauðadómur yfir þessum vef
ps.
Takk fyrir upplýsingarnar Sigurður.
Kemur að gagni.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af skepnan » 13 May 2012 14:04

Takk fyrir þessar upplýsingar Sigurður, notaði þær um leið :P
Ég held reyndar að sá aðili yrði algerlega hundsaður hér inni og yrði ekki langlífur hérna Gylfi :twisted:
En er algerlega sammála upphafsmanni þráðarins, þetta er góður vefur.
Með kveðjum úr blíðunni hér í Fljótsdal, (erum við nokkuð að kaffæra ykkur í ösku þarna niðurfrá Magnús?? ), :D

Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af maggragg » 13 May 2012 18:38

Þessi vefur hefur farið framúr björtustu vonum enda notendur til fyrirmyndar og mikil viska hér á ferð. Vefurinn verður aldrei betri en notendur hans :)

Það sleppur til hérna á Hvolsvelli en mig grunar að það sé dálítið dökkt fyrir Landeyjunum :D
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af Padrone » 13 May 2012 22:27

Hægt og rólega færast öll mín skrif hingað inn af einum vef sem ekki þarf að nefna.
En hér er gott að eyða tímanum og mikið af góðum fróðleik að lesa

....nytsamlegum eða ekki, ha Veiðimeistari........

En frábært hvað þessi vefur hefur fengið góðar viðtökur og maður veit vel að hann er ekki bara eitthvað "in the heat of the moment".

Takk fyrir mig og hlakka ég til að sjá meira.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 May 2012 22:49

Padrone þetta er allt nytsamlegt, fer að vísu svolítið eftir áhugasviðum, kannski mismunandi nytsamlegt ;)
Ég hef líka gaman af að fylgjst með hlutum hérna sem ég hef ekki beint áhuga á, en það víkkar einfaldlega sjóndeildarhringinn :)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Takk fyrir vefinn

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 14 May 2012 16:24

Sælir

Gott mál að þessi spjallsíða sé að taka við sér, takk fyrir mig.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

Svara