Fastar undirskriftir

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
admin
Site Admin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:8
Skráður:02 Jul 2010 00:29
Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af admin » 21 May 2012 20:52

Notendur vefsins eru hvattir til þess að nota fasta undirskrift hjá sér með nafni. Flestir nota þessar undirskriftir og þá þarf ekki að kvitta fyrir undir hvern póst heldur kemur það sjálfkrafa. Til að setja sína eigin undirskrift er farið í "stillingarnar mínar" og þar er hægt að finna stillingar fyrir fasta undirskrift.

Póststjórar á þessu spjalli áskilja sér rétt til þess að eyða póstum án frekari rökstuðnings ef ekki er skrifað undir nafni og þess er talin þörf vegna efni póstsins :!:

Þeir sem skrifa undir nafni að sjálfsögðu standa á bak við það sem þeir skrifa.
Vefstjóri

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af maggragg » 21 May 2012 20:56

Þess má geta að 17 virkustu pennarnir nýta sér þennan möguleika ásamt mun fleirrum eins og sjá má hér:

memberlist.php?mode&sk=d&sd=d#memberlist
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 May 2012 10:56

Ég er svo hjartanlega samþykkur þessu :) Það er eðlilegt að vefstjórar hafi varann á gagnvart nafnlausum kommentum 8-) Meðan við sem erum með fasta kveðju og skrifum undir nafn stöndum að sjálfsögðu og föllum með því sem við látum frá okkur hérna :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 May 2012 09:28

Það er almennt mál manna sem tjá sig hér á spjallinu að það sé málefnalegt og ég er sammála því og finnst það líka fræðandi.
Auðvitað kemur fyrir að menn deila hérna en það er gert með virðingu fyrir vðmælandanm og menn skilja sáttir þó stundum sé fast skotið og grínið á mörkunum.
Ég fór að hugsa um hver gæti vrið ástæðan fyrir þessu. Mér varð hugsað til annars spjallborðs sem ég pósta líka inn á, það er spjallið hjá refur.is, það er vefur Bjarmalands félags atvnnumanna í veiðum á ref og mink, það spjall er lokað nema félögum í Bjarmalandi og þar koma menn aðeins fram undir fullu nafni.
Ég fór því að taka saman tölfræði hér á þessu spjalli, ekki vísindalega gert svona handtalið en það verður að duga niðurstaðan talar sínu máli.
Það eru 44 notendur sem hér spjalla og hafa póstað fleiri en tveimur póstum. Af þeim skrifa 38 undir nafni og af þeim eru 30 eru með fasta kveðju sem innifelur nafn þeirra.
Það eru 26 notendur sem hafa skrifað tíu pósta eða fleiri hér á spjallinu, af þeim eru 24 með fasta kveðju með nafni.
Þetta eru athyglisverðar niðurstöður en ég held einmitt að þetta séu ástæðurnar fyrir velgengni þessa spjallvefs.
Ég hvet til þess og vona að notendur haldi áfram að virða þessa að því er virðist óskráðu reglu að koma ávallt fram undir nafni þegar þeir eru farnir að spjalla að ráði hérna inni :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af maggragg » 28 May 2012 09:43

Að sjálfsögðu eru allir hvattir til þess að koma fram undir nafni og setja það í fasta undirskrift. Það er þó ekki skylda á spjallinu en þeir eru rétthærri hér sem það gera. Þeir sem koma ekki fram undir nafni af einhverjum ástæðum mega tjá sig ef það er málefnanlegt og fer ekki út í eitthvað bull. Eins og ég bendi á fyrir ofan gildir reglan:
Póststjórar á þessu spjalli áskilja sér rétt til þess að eyða póstum án frekari rökstuðnings ef ekki er skrifað undir nafni og þess er talin þörf vegna efni póstsins
Hinsvegar getur enginn verið skráður á þetta spjallborð allveg nafnlaust því nefang er tengt notendanafninu sem hægt er að senda á og er virkt og jafnframt eru allar ip tölur skráðar fyrir hverja einustu aðgerð á þessu spjallborði.

En það er ekki spurning að það er skemmtilegt og gerir umræðurnar oft vandaðri þegar menn koma fram undir eigin nafni og því er notendur áfram hvattir til þess. Aðalatriðið er að notendur spjallborðsins sýni hvorum öðrum virðingu þótt menn séu ósammála. Enda væri nú byssumál og veið lítið spennandi ef allir væru sammála um allt :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Padrone » 28 May 2012 13:07

Sammála þessum póstum.

Væri ekki hægt að hafa þennan þráð sem STICKY efst á spjallborðunum þannig að allir sæu þetta?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Bowtech » 28 May 2012 14:47

Mér finnst það að minnsta kosti sjálfsagt mál að maður riti nafn sitt við það sem maður segir, á við í mínu tilviki að minnsta kosti..
Síðast breytt af Bowtech þann 28 May 2012 14:58, breytt í 1 skipti samtals.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Norz
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Norz » 28 May 2012 14:51

Þar sem þetta fer mikið fyrir brjóstið á mönnum skal ég afskrá mig, því ég vil ekki gefa neinar upplýsingar um mig til ókunnugra.


Maggi.... eyddu mínum aðgang á spjallinu.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Padrone » 28 May 2012 19:07

Jæja ... því miður ertu farinn af þessu sjalli NORZ. Virðist hafa mikla reynslu og tilbúinn að vera með í umræðunum og búinn að vera á þessu spjalli síðan 2010 eins og sumir aðrir hér.

Skrítið hvað þetta nafnleysi er að fara fyrir brjóstið á sumum hér inni Veiðimeistari, en þú er laus við þennan.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Bowtech » 28 May 2012 19:39

Það fer ekki fyrir brjóstið á mér hvort menn séu með eða ekki nafn eða eitthvað í undirskrift sinni, vildi bara benda á að gangvart mínum hagsmunum þá var það mín ákvörðun að hafa undirskrift. og því er það ákvörðun hvers og eins að gera það.

Vefstjóri sér um að stjórna spjallinu þannig að það samrýmist reglum þess.. og við sem notendur ættum að treysta viðkomandi til þess.

Eins og komið hefur fram í nokkrum póstum að með séu að bera virðingu fyrir hvor öðrum þá er það kannski ekki í þessu tilviki og ekki viljum við taka sömu stefnu með spjallið hér og á öðrum spjallsvæðum..

Með vinsemd og þökk.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2012 19:51

persónulega finnst mér æskilegt að menn komi fram undir nafni.
Hugsanlega einn og einn sem getur það ekki, t.d. vegnastarfa eða annað slíkt.

Hér er þó póstfang á bakvið nafn og ip logg svo það skiptir minna máli.

Skil samt vel ósk um að menn setji nafnið sitt við það sem þeir segja.
Hefði alveg getað sennt mönum sem þess óska nafnið í skilaboðum.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Padrone » 28 May 2012 20:29

Ég er sammála með að skrifa undir með nafni, ekkert nema gott og allir ættu að gera það
og vonandi virða allir þessa ósk stjórnenda.

Og sýnum að sjálfsögðu hvor öðrum virðingu og komum fram við hvorn annan eins og sannir herramenn.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 28 May 2012 21:09

Ég er sammála þér með þetta og var að reyna festa hjá mér undirskrift en fann ekki útúr þessu. Þú ert etv til í að koma á framfæri nánari upplýsingum um hvernig þetta er gert?

Hjörtur S
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 May 2012 21:27

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jul 2012 13:30

Ég var að skoða listann yfir notendurna hér á spjallinu, þetta er að þróast mjög skemmtilega.
Merkilegt er hvað nafnbirtingin er almenn hjá þeim sem mest pósta á þetta spjall, miðað við að einhvernstaðar einhvern tíman var því spáð að svona spjall þrifist aldrei ef menn þyrftu að koma fram undir nafni. Sú kenning hefur afsannað sig rækilega.
Alls eru 174 notendur komnir inn á spjallið, þar af eru 65 með nafn í fastri kveðju.
Síðan er athyglisvert að allir sem skrifa eitthvað að ráði hérna inn, allir með tölu, skrifa undir nafni.
Allir sem skrifað hafa fleiri en 5 pósta hérna 56 alls skrifa undir nafni, þar af 41 með nafn í fastri kveðju. Allir með tölu sem skrifað hafa fleiri en 10 pósta hér inni skrifa undir nafni í fastri kveðju alls 32.
Vona að þessi þróun haldi áfram, það tryggir að þetta spjall verði áfram eftirsóknarvert og fræðandi, án hroka og hleypidóma. :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2012 11:47

Þróunin heldur áfram hér á þessu ágæta spjalli. Ég tók saman af gamni mínu svona helstu statistikk varðandi spjallið.
Nú eru 250 notendur komnir á spjallið, heimsóknir gesta stöðugt yfir 200 á sólarhring oftast um 220 til 230. Virkir notendur auk þess inni á spjallinu kring um 30 á sólarhring.

Skemmtilegt að fylgjast með hvað fastar undirskriftir eru orðnar almennar hjá virkum notendum.
Af 250 notendum eru 111 með nafn í fastri kveðju sem er rétt tæpur helmingur, góður árangur það.
Virkir notendur eru með enn hærra hlutfall af nafni í fastri kveðju.
Allir sem eru með 5 pósta eða fleiri hérna á spjallinu utan 3, koma fram undir nafni, alls eru 74 notendur með 5 pósta eða fleiri þar af 66 með nafn í fastri kveðju.
Allir með 9 pósta eða fleiri koma fram undir nafni 51 alls.
Þeir föstu notendur sem hafa skrifað 10 pósta eða fleiri, 43 notendur alls, eru allir með tölu með nafn í fastri kveðju.

Þetta er frábær árangur og afsannar þá kenningu rækilega sem haldið hefur verið fram annarsstaðar að það að koma fram undir nafni á svona spjalli eyðileggi um leið spjallið.
Höldum áfram á þesari braut, mér finnst spjallið hérna fræðandi og skemmtilegt og algerlega laust við ,,yfirskitu" eins og einn hérna orðaði svo frábærlega.
Hins vegar hafa margir hérna ákveðnar skoðanir og halda þeim sumir ósveigjanlega fast fram en það er bara hið besta mál, hér standa menn og falla með skoðunum sínum undir fullu nafni, það gerir gæfu muninn :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

SPP
Póstar í umræðu: 4
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af SPP » 27 Oct 2012 21:41

Verður ekki bara að semja við fjàrmalastofnanir um samtengingu við auðkennislyklakerfi?

Sammála því sem að ofan er ritað, og vona að admin setji undirskriftir inn sjálfkrafa svo maður sé laus við að lesa óþarflega ókurteisar ávítanir við saklausum mistökum nýliða.
Svavar Páll Pálsson
Redneck

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Oct 2012 21:49

Já þetta er bara hið besta mál og öll skoðanaskipti er borin fram af vinsemt og virðingu samt :-)
Og ef þetta er sá svavar sem ég held þá verð ég að spyrja var ekkert farið á rjúpu ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

SPP
Póstar í umræðu: 4
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af SPP » 27 Oct 2012 21:56

...ein gæs og tvær endur í gaulverjabænum í dag, mæti í skagafjörðinn á föstudag.
Svavar Páll Pálsson
Redneck

SPP
Póstar í umræðu: 4
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: Fastar undirskriftir

Ólesinn póstur af SPP » 27 Oct 2012 22:03

Og jafnvel þó ég sé annar Svavar, er velkomið að spyrja, því hér eru jú allir vinir
Svavar Páll Pálsson
Redneck

Svara