Spjallið leitarvélavænt

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Spjallið leitarvélavænt

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Ágú 2010 13:25

Ég hef verið að setja ýmsa fídusa í spjallið sem tengjast SEO eða search engine optimation en það gerir síðuna leitarvélavæna. Þær umræður sem verða til á spjallinu fara inn á goggle meðal annars þannig að hægt verður að leita að efni á google og ef það er á spjallinu kemur það inn. Einn stærsti gallin við vinsælustu veiðispjöllin á Íslandi í dag er það að umræður týnast og það er synd því gríðarlegur fróðleikur er til inn á þeim. Í stað þess að geta "googlað" einhverja setningu og fundið tengdar umræður þá þarf að fara inn á spjallborðin og leita þar sem er lengra og flóknara ferli.

Með þessu ættu þær umræður sem skapast hér að vera aðgengilegar öllum á auðveldan hátt svo að ekki komi til þess að margar umræður skapist um sömu hluti eða spurningar eins og gerist stundum þar sem leitarvélar finna ekki umræðurnar eða fróðleikin sem er þar á ferð.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara