Vinsældir síðunnar aukast

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Dec 2012 15:59

Það hefur verið gaman að fylgjast með síðasta ár hvernig þessi spjallsíða hefur stækkað og hefur hún farið fram úr björtustu vonum. Það sem meira er að samfélagið sem er á þessari spjallsíðu er draumi líkast. Það er ekki síst samfélaginu sjáfu að þakka. Með samfélaginu á ég við þá notendur sem eru skráðir hér inn og nota spjallsíðuna.

Þessi síða var sett upp 2010 og var ég að prófa mig áfram með þetta. Það viðurkennist að gamla hlad.is síðan var ákveðin hvatning til þess að koma þessari síðu upp, en það var margt sem vantaði á þá síðu sem ég taldi vera til vandræða. T.d. var stór galli að þræðir hoppuðu ekki sjálfkrafa efst, þannig að umræður dóu sjálfkrafa út eftir nokkra daga og því voru óteljandi umræður um sömu málefni í gang og erfitt að leita. Einnig fóru þræðirnir ekki inn á leitarvélarnar eins og Google, en það var að mínu mati mikilvægt að hægt og rólega kæmi upp öflugur grunnur af upplýsingum handa skotáhugamönnum sem hægt væri að leita í með aðstoð google á íslensku.

Í dag eru heimsóknir á vika að nálgast 3.000 sem er orðið ansi mikið og byrjaði síðan að taka við sér af alvöru í byrjun 2012. Það sem hefur gert þessa síðu svona vel heppnaða er sá vilji samfélagsins að notendur skrifi undir nafni og hefur samfélagið sjálft tekið á því ef notendur hafa farið út fyrir mörkin. Sem vefstjóri hef ég ekki þurft að grípa inn ennþá og vona ég að það þurfi ekki.

Notendum er stöðugt að fjölga og er svo komið að í kringum 40 skráðir notendur heimsækja síðuna á hverjum sólahring, og flestir oftar en einusinni.

Ég reyni svo að betrumbæta og laga smátt og smátt ef eitthvað er að eða nýjir möguleikar verða í boði, en þó verða aldrei neinar drastískar breytingar á síðunni nema að kanna hjá notendum fyrst hvað þeim finnst. Ein breyting sem er í skoðun þó er að fara að selja auglýsingar á síðunni til að standa undir kostnaði, en skotfélagið borgar fyrir síðuna og er kostnaðurinn við hýsingu og leigu á léni um 30 - 40 þús. kr. á ári. Hugmyndin var að bjóða uppá litla reiti fyrir þau fyrirtæki sem þess óska og munu þá allir sitja undir sama þaki, þ.e. að ekkert eitt fyrirtæki fái að kaup eitt stórt auglýsingapĺáss og þetta eigi ekki að þvælast fyrir notendum öðruvísi en þeir munu sjá aglýsinguna á síðunni einhversstaðar. Ég vona að notendur taki vel í þessa hugmynd.

Ég vil þakka notendum fyrst og síðast fyrir að halda uppi þessum vef og skapa frábærar umræður og vona að þessi vettvangur haldi áfram að stækka og þróast á sama hátt. :)
Viðhengi

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Dec 2012 16:39

Sömuleiðis þessi síða var líka mjög þörf til að komast frá nafnlausum skotgröfuhernaði
Takk fyrir mig
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 09 Dec 2012 17:04

Siggi sér um að urra á menn þegar vantar nafn :twisted:

Mig langar til að hvetja menn til að bæta við mynd af sér.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
P17-3006
Póstar í umræðu: 1
Póstar:15
Skráður:12 Ágú 2012 17:43

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af P17-3006 » 09 Dec 2012 17:16

Sammála ykkur með regluna að skrifa undir nöfnum, umræðurnar hérna eru mjög málefnalegar. Enn þetta er enn nokkuð fámennt spjall ennþá, þannig að hlutir breytast oft fljótt :D
Kristófer Ragnarsson/kitti@talnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 09 Dec 2012 17:17

Sælir.
Tekundir með mönnum að þetta er með skemmti- og málefnalegri spjallborðum sem ég tek þátt á, og ánægjulegt að sjá veg þess aukast, þótt menn hér séu oft fastir á sínum skoðunum þá erum við blessunarlega lausir við persónulegt og íllkvittið skítkast og allir undir fullu nafni sem ég tel skilyrði þess að mark sé á mönnum takandi.
Ég er nú ekki svo myndarlegur að ég splæsi inn mynd af mér í bili læt átrúnaðar táknið eina sanna nægja.
Held að hér sé kominn nógu stór og harður kjarni notenda til að bera þetta uppi og halda þessu góðu til frambúðar,ég td. þekki mjög marga hér orðið persónulega og er í sambandi við þá uta spjallsins.
Það að fá kostendur er bara gott meðan þeir hafa ekki áhrif á umræður og væru td. auglýsingar í side bar.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 09 Dec 2012 17:55

Sælir.

Sveinbjörn talar um mynd af viðmælendum.
Hvernig er hún sett inn, ef menn vilja það?

Kveðja, Jón P.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Dec 2012 17:59

Held að urrin hann Sigga að öðrum ólöstuðum egi stóran þátt í hva málefnaleg síðan er.
Lítið um bull og ekkert um níð eða fyllirís röfl.

stundum langar mig samt í lika hnapp.
Takk fyrir mig :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af gylfisig » 09 Dec 2012 18:49

þessi síða stendur Hlad.is mun framar.
reyndar sorglegt hvernig örfáir pennar hafa farið með hana.
Skítkast og rifrildi fleytir mönnum aldrei langt.
Varðandi nafnabirtingu, þá eiga menn svosem að fá að ráða því sjálfir, sé það ekki skylda.
Persónulega, þá finnst mér óþarfi að menn stökkvi upp, og heimti nafnbirtingu, ef einhver skrifar ekki undir nafni.
það er þá í verkahring umsjónarmanns síðunnar að fara fram á það.

Með fullri virðingu fyrir Sigurði, þá finnst mér það einfaldlega ekki í hans verkahring, að áminna menn um það.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 09 Dec 2012 19:13

Sælir.

Er sammála Einari og tek undir með því sem hann tengir við undirskrift sína.
Menn eiga að skrifa undir nafni. Ef það þarf ritstjóra síðunnar til, þá er bara að biðja hann um að fara fram á það.

Kveðja, Jón P
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Dec 2012 20:25

Sælir,

Vill bara segja að ég hef mjög gaman af þessum síðum og þetta hjálpar mér með að fylgjast með hvað menn eru að gera í veiðimennsku og skotíþróttum heima á klakanum.

Það að koma fram undir nafni finnst mér vera kjarninn í þessu og ég sjálfur kann bara bestu þakkir til Sigga Aðalsteins fyrir "urrin" hans til að fylgja þessu eftir.

Hef ekkert á móti því að hér séu líka auglýsingar hef meira að segja verið að spá í það að reyna að ganga í þetta skotfélag bara til að styðja þetta framtak að einhverju leyti.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 09 Dec 2012 22:22

Til hamingju með þennan árangur Magnús. Ég byrjaði snemma að kíkja hér inn og satt best að segja hafði ég litla trú á þessu framtaki - enda byrjaði þetta rólega.

En góðir hlutir gerast hægt og í dag stendur þessi síðan spjallþræðinum á hlad.is mun framar
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 09 Dec 2012 22:24

Ég tek undir orð þeirra sem þakka nafnbirtingum jákvæða þróun þessarar síðu. Þar á Sigurður á Vaðbrekku skilið hrós fyrir að leiðbeina nýliðum. Það stuðlar að vitrænni umræðu að ræða við nafngreinda viðmælendur. Huldumenn eru heldur leiðinlegir viðtals og ekki allir sem hafa smekk fyrir svoleiðis samræðum. Svo kemur þetta í veg fyrir að menn skrái sig undir nokkrum dulnefnum og rífist endalaust við sjálfa sig! Það er mikill kostur.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Dec 2012 23:01

Til hamingju Magnús!
Eins og ég hef marg oft sagt er þetta mjög skemmtileg tilraun sem hér er að verða að veruleika.
Magnús, þú átt heiður skilinn fyrir að setja upp þessa síðu og þróa hana eftir sem hún hefur vaxið í góðu samstarfi við notendur síðunnar.
Eins og skírt hefur komið fram hérna byggist málefnaríkt spjall síðunnar einfaldlega á því að hér tala menn saman undir nafni og geta þess vegna deilt harkalega ef því er að skipta án þess að geta skotið sér á bakvið nafnleynd.
Það var heillaríkt skref hjá þér Magnús þegar þú settir þá reglu að hér skyldu menn auglýsa einungis undir nafni, annars ættu menn á hættu að auglýsingum þeirra væri eytt.
Ég lít á það sem tilraun og fyrsta skrefið í þá átt að öllum verði gert skylt á sama hátt að koma fram undir nafni hérna.
Ég þakka kærlega fyrir þau hlýju orð sem fallið hafa í minn garð á þessum þræði.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

egill_masson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af egill_masson » 09 Dec 2012 23:01

Þessi síða er frábær, hefur reynst mér mjög gagnleg og ég þakka fyrir mig.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Morri » 09 Dec 2012 23:02

Sammála síðustu ræðumönnum, þetta er mikið skemmtilegra spjall en hlad.is spjallið "heitið"

Þetta er á sama leveli og refur.is spjallið, sem er reyndar læst félagsmönnum Bjarmalands. Þar eru ekki eins margir vikir og hér.


Þetta er komið til að vera, nafnleyndin er leiðinleg.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
dain
Póstar í umræðu: 1
Póstar:13
Skráður:11 Oct 2012 02:26

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af dain » 10 Dec 2012 04:30

en-US heimsóknir eru ekkert "bottar" er það nokkuð?
Daníel Ingólfsson
Sako Quad Synthetic .22 cal

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Dec 2012 09:48

Hef stundum verið að veltafyrir mér hvort skráning egi að vera háð nafni, það er að segja að að það verði að gefa upp póstfang og nafn til að geta opnað aðgang.
Menn geta síðanjafnvel skrifað undir nikki ef því er að skipta, þurfa það jafnvel gagnvart vinnuveitendum :-)
Gallin við núverandi kerfi er að það er hægt að stofna notenda undir nafninu Svandís Svavars eða einhvað slíkt!

Annars er ég ánægður með síðuna og tel frábært að menn nenna að urra á hvern annan gæti menn ekki siðsemi í umræðunni :-) (takk Siggi)


:mrgreen: :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af maggragg » 10 Dec 2012 10:50

Takk fyrir og gott að heyra að menn séu sáttir við þetta.

Auðvitað má þakka nokkrum ofurnotendum hérna sem urðu til þess að fleirri fóru að pósta hér en ég :D Þar á Siggi auðvitað stærstan þátt en hann hefur verið duglegur að halda uppi umræðum og koma með fróðleik ásamt fleirru eins og Þorsteini, Þórarinni, Gísla og mörgum fleirrum.

Það er góð hugmyd að breyta skráningunni þannig að þar verði að skrá inn frekari upplýsingar, en ég þarf að stútera það svolítið og þá breyta gagnagrunnum og annað til að það virki. Það er eitthvað sem verður skoðað.

Sem vefstjóri hef ég gefið það út að ég áskildi mér rétt til þess að eyða póstum án rökstuðnings séu þeir nafnlausir og ástæða væri til þess. Að öðru leyti ríkir málfrelsi á síðunni og því má Sigurður segja það sem hann vill við aðra notendur á þessu spjalli og var það einmitt það sem ég átti við þegar ég talaði um að samfélagið hefði svolítið sjálft þróað hvernig spjallið er orðið.

Varðandi spurningu Daníels þá eru daglega tugir bootar að heimsækja síðuna, sérstaklega leitarvélar og aðrar könnunarvélar eins og facebook og eru þær flestar skilgreindar sem bootar á síðunni og eru nöfnin þeirra grá þar sem innskráðir notendur sjást. Einnig er mikið af svokölluðu spammi og hef ég reglulega, oft daglega að eyða út notendum sem eiga uppruna sinn í rússlandi og víða um heim, sem skrá sig inn til að auglýsa, en ekki að taka þátt. Jafnóðum loka ég á viðkomandi ip tölu svið, sem þessir notedur koma frá, en þar sem fjöldi ip talna í heiminum eru milljarðar þá heldur þetta stöðugt áfram. Þetta er reyndar að minnka núna þannig að kannski hef ég náð að stoppa megnið af ip tölunum.

Það er ekkert sjálfsagðara að menn sé ekki sammála og rífist. En menn komast þá að því fyrr en seinna að menn verði sammála um að vera ósammála þegar menn eru að ræða við aðra sem þekkjast undir nafni. Við höldum áfram á þessari braut og ég vona að við höldum sömu stefnu en það eru nefninlega notendurnir sem eru aðalega við stýrið.

P.S.
Ef upp koma einhver mál þar sem grunur er um að einhver sé að trolla eða sambærilegt þá eru allir póstar skráðir með ip tölu, þannig að auðvelt er að halda því til haga óski notendur eftir því. Einnig er fljótlegt að sjá hvort að sami aðilinn er að pósta undir tveimur notendanöfnum o.s.f.v.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

agustbm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af agustbm » 11 Dec 2012 15:00

sælir herramenn og konur,

Þetta er svosem komið nokkuð gott sem hér er ritað að ofan og getur maður tekið undir næstum allt sem sagt hefur verið. Þetta spjallborð er mjög skemmtilegt og málefnalegt. Persónulega finnst mér öllu skemmtilegra og áþreifanlegra að samskiptin séu við nafngreindar persónur en ekki einhver duló-nikk sem spretta fram inná milli.

Ég segi bara til hamingju með árangurinn af þessu skemmtilega verkefni, ég er einnig alveg viss um að þetta á bara eftir að vaxa á sömu braut þar sem "samfélagið" stýrir þessu á málefnalega og skemmtilega fræðandi braut :-)
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Vinsældir síðunnar aukast

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 11 Dec 2012 20:28

Sælir/ar.

Það er greinilegt að þetta spjallborð er komið til að vera, þökk sé nafnabirtingunni og málefnalegri umræðu.
Það sem er að fara með Hlaðspjallið er allt of mikið af rugli og þvælu í skjóli nafnleysis. Tala nú ekki um skítkastið sem á sér stað þar, allt of oft.
Sá áðan að gamall kunningi var að skrá sig hér inn og vil nota tækifærið og bjóða hann velkominn. Á þar við Erling Jóhannesson. Hann mun örugglega verða tilbúinn að veita mönnum góð ráð, ef eftir er leitað:)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Svara