Að koma fram undir nafni, það er ekki spurning

Umræður og tilkynningar um spjallsvæðið og heimasíðu félagsins
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1874
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Að koma fram undir nafni, það er ekki spurning

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jan 2013 10:05

Já, nú erum við að tala saman, mér sýnist við vera orðnir þrír.
Í alvöru KOH, hér tala menn saman undir nafni og eru stoltir af því og sinni skoðun á hlutunum.

vefurinn/fastar-undirskriftir-t385.html

vefurinn/takk-fyrir-vefinn-t349.html

Þetta svar mitt átti ekki að vera lengra en þetta sem skrifað er hér fyrir ofan og átti vera í þræðinum um Púður sem sem Sveinbjörn Guðmundsson stofnaði fyrir margt löngu.
endurhledsla/pudur-t822.html
Síðan bætti ég þessum hugleiðingum við og stofnaði nýjan þráð, svona af því að boltinn var gefinn upp eins og sagt er, um þetta mál, bæði til að auðveldara verði að finna þetta í framtíðinni og ég vildi ekki vera að drepa á dreif annars ágætum spjallþræði Sveinbjörns um Púður.

Ég hvet menn enn og aftur til að setja nafnið sitt í fasta kveðju eins og leiðbeiningar eru um í hlekknum hérna fyrir ofan.
Það er mun betra að menn geri að reglu að setja nafnið sitt í fasta kveðju áður en menn byrja að tjá sig hérna, þá þarf kannski ekki að gera það að skyldu og útbúa vefinn þannig að menn getir ekki gerst notendur hæerna nema vera með fullt nafn.
Það stefnir hins vegar allt í þá átt og það eru orðnir svo markir notendur að spjallinu sem eru undir fullu nafni, reyndar eru allir nema 3 sem eru með 6 pósta eða meira undir fullu nafni hérna alls eru það 83 notendur sem skrifa undir fullu nafni.
Það er hins vegar ljóst að spjallið er orðið sjálfbært og þess vegna hægt að loka fyrir aðgang nema menn komi fram undir fullu nafni, án þess að það hafi áhrif á aðsókn að vefnum.
Í byrjun voru menn hér réttilega áhyggjufullir út af því að það hefði áhrif á aðsókn að spjallinu ef það yrði takmarkað við þá sem koma fram undir nafni en þær áhyggjur hafa sem betur fer reynst óþarfar.
Núna koma inn á spjallið 40 til 50 notendur á sólarhring og heimsóknir eru stöðugar yfir 400 á sólarhring.
Það er ekki vafi í minum huga að þennan árangur eigum við fyrst og fremst því að þakka að hér er helftin af mönnum að skiptast á skoðunum undir fullu nafni.
Þess vegna er hægt að stíga skrefið til fulls núna og loka fyrir aðgang nema menn komi fram undir fullu nafni, án þess að hafa áhyggjur af því að það hafi áhrif á gæði spjallborðsinns, nema bara til góðs :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Að koma fram undir nafni, það er ekki spurning

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Jan 2013 10:22

Já það þarf að skoða að taka þetta eitthvað lengra. Núna er í reglum flokksins endurhleðsla og til sölu flokkana að það er skylt að skrifa undir nafni þar enda efni flokkana þess eðlis að ekki er réttlætanlegt að eitthvað sé skrifað án ábyrgðar þar.

Ég var búin að bæta við nafnareit í prófíl sem nýjir notendur þurfa að skrifa nafn sitt í ásamt kt. og er nafnið sýnilegt á prófíl notanda þegar smellt er á notendanafn hans. Þetta er á tilraunastigi til að sjá hvernig þetta virkar.

En það munar miklu þegar skrifað er undir nafni virðist vera, og ef menn vilja það alls ekki þá eru fleirri spjallborð í boði til að spyrja nafnlaust, sem er kannski frekar saklaust, en að svara nafnlaust er eitthvað sem manni líkar síður við.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Að koma fram undir nafni, það er ekki spurning

Ólesinn póstur af sindrisig » 11 Jan 2013 14:43

Það er ágætis regla að kynna sig í hópi. Þeir eru að sjálfsögðu nokkrir sem fara með veggjum og eru lítið fyrir að trana sér í umræðuna. Það þýðir þó ekki að þeir geti skotið sér undan kynningu, þegar ræðan hjá þeim er fullbúin.

Skilyrtu einfaldlega spjallborðið þannig að það verði allir að skrifa undir nafni. Það heldur ákveðnum sóðaskap frá og fólk hugsar frekar áður en það skrifar.

Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 37
Skráður: 21 Jun 2012 18:23
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Að koma fram undir nafni, það er ekki spurning

Ólesinn póstur af atlimann » 12 Jan 2013 02:27

er ekki bara hægt að loka á aðgang hjá þeim sem ekki skrifa undir nafni...
Sumir kynnu að segja að það væri ritskoðun en ef þetta væri gert þá þyrfti ekki ritskoðun :D
Því að menn eiga að standa og falla með þvi sem þeir segja
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

Svara