Hrfi skráðir Ensk Setter hvolpar til sölu.

Allt sem viðkemur veiðihundum
Háfjalla Askja
Póstar í umræðu: 3
Póstar:3
Skráður:13 Apr 2013 11:28
Fullt nafn:Guðmundur Arnar Ragnarsson
Hrfi skráðir Ensk Setter hvolpar til sölu.

Ólesinn póstur af Háfjalla Askja » 13 Apr 2013 11:32

Pöruð voru ISFtCh Snjófjalla Dís og Ablos De L'Echo De La Foret og komu undan þeim 8 hvolpar sem öllum heilsast vel. Um er að ræða 4 tíkur og 4 rakka sem öll eru tricolor nema einn rakki sem er orange belton. Umfjöllun um foreldra má finna hér að neðan.

Faðir:
Ablos De L'Echo De La Foret
Ablos hefur þrisvar sinnum fengið 2. einkunn í opnum flokki í veiðiprófi. Afkvæmi hans hafa sýnt frábæra eiginleka á veiðiprófum og sem dæmi má nefna hafa mörg þeirra skorað 1. einkunn sem þýðir að um afburða veiðihunda er að ræða. Af 11 afkvæmum Ablosar hafa 9 þeirra mætt í veiðpróf og allir fengið einkunn, og þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn eru Sally, Parma, Týri, Príma og Askja. Einnig hafa 4 af þeim fengið heiðursverðlaun og má þess geta að einungis 8 enskir setar hafa fengið heiðursverðlaun á landinu, s.s að helmingur þeirra sem fengið hafa heiðursverlaun eru afkvæmi Ablosar og verður það teljast afburðar árangur í ræktun. Ablos hefur einnig fengið dóminn exellent á sýningu. Einnig er Ablos afbragðs góður sækir og hefur sótt allt sem honum hefur verið boðið uppá og tvö afkvæma hans hafa fengið 1. Einkunn í sækiprófi fyrir standandi fuglahunda.

Móðir:
ISFtCh Snjófjalla Dís.
Snjófjalla Dís hefur skorað rosalega vel á veiðiprófum og sem dæmi má nefna byrjaði hún strax í unghundaflokki á að ná fimm 1. einkunnum og einni 2. einkunn. Hún hætti ekki þar heldur hélt hún áfram í opnum flokki og náði þar að landa hvorki meira né minna en fimm 1. einkunnum, tveimur 2. einkunnum og tveimur 3. einkunnum. Það verður að teljast algjörlega framúrskarandi árangur. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og vann keppnisflokk tvisvar og lenti einu sinni í 3. sæti. Dísin náði einnig að skila góðum dómum á sýningum og þar með að uppfylla öll skilyrði upp í að fá titilinn íslenskur veiðimeistari eða ISFtCh, og er hún fyrsta ensk setter tíkin á íslandi sem fær þann titil. Síðan þá hefur einungis ein tík náð þeim titli, og er það ISFtCH ISCh C.I.B Hrímþoku Sally Vanity, og má þess geta að hún er afkvæmi Ablosar.

Báðir hundarnir hafa verið mjaðmamyndaðir og fékk Ablos HD A og Dís fékk HD B og eru þau bæði mjög róleg og þægileg á heimili auk þess að vera einstaklega barngóð bæði.

Ef að litið er á ættbækur þessara hunda þá sést að fjölmargir meistarar liggja að baki þessarar pörunar. Þetta lofar mjög góðu og ef að þú hefur áhuga eru frekari upplýsingar og pantanir hægt að nálgast í síma 6960449 - Gummi og/eða 6920449 – Birna.

Hægt er að sjá myndir af hvolpunum og fylgjast með þeim á
http://www.hafrafells.blogspot.com...

Hvolparnir koma til með að vera afhentir um miðjan mai, ættbókaskráðir hjá HRFI, örmerktir og með eins árs tryggingu.


Mynd


Mynd
Guðmundur Arnar Ragnarsson
Sími 6960449

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hrfi skráðir Ensk Setter hvolpar til sölu.

Ólesinn póstur af E.Har » 13 Apr 2013 11:40

Til lukku með áhugavert got.
En svona baa áður en lengra er haldið þá skrifum við hér alltaf undir nafni.
Kipptu því í liðin, best með fastri undirskrift. :geek: :mrgreen:

Annars áhugavert got.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Háfjalla Askja
Póstar í umræðu: 3
Póstar:3
Skráður:13 Apr 2013 11:28
Fullt nafn:Guðmundur Arnar Ragnarsson

Re: Hrfi skráðir Ensk Setter hvolpar til sölu.

Ólesinn póstur af Háfjalla Askja » 13 Apr 2013 17:51

Sæll takk fyrir ábendinguna. Komið í lag.
Guðmundur Arnar Ragnarsson
Sími 6960449

Háfjalla Askja
Póstar í umræðu: 3
Póstar:3
Skráður:13 Apr 2013 11:28
Fullt nafn:Guðmundur Arnar Ragnarsson

Re: Hrfi skráðir Ensk Setter hvolpar til sölu.

Ólesinn póstur af Háfjalla Askja » 12 Ágú 2013 07:52

Núna eru eftir 2 rakkar úr þessu goti og eru það Hafrafells Ares (tricolor) og Hafrafells el Gringo (orange belton). áhugasamir hafi samband sem fyrst. Þarna eru á ferðinni virkilega efnilegir hvolpar. Það er búið að bólusetja og örmerkja, þeir tryggðir hjá vís og með ættbók frá hrfi.

Mynd
Guðmundur Arnar Ragnarsson
Sími 6960449

Svara