Að venja við byssuna?

Allt sem viðkemur veiðihundum
User avatar
Veiðir
Póstar í umræðu: 2
Póstar:51
Skráður:07 Mar 2013 23:22
Fullt nafn:Sigurður M.Grétarsson
Staðsetning:Hafnarfirð
Hafa samband:
Að venja við byssuna?

Ólesinn póstur af Veiðir » 05 Ágú 2013 21:54

Sælir allir.
Er með 2ára Labrador og vona að það sé ekki of seint að kenna "gömlum" hundi :)
Er einhver ein aðferð betri en önnur í að venja hunda við skothvellinn?
Allar leiðbeiningar vel þegnar.
Ef þið vitið um góða "internet-linka" þá endilega pósta þeim :D

Kveðja,
Kveðja,
Sigurður M.Grétarsson.
Skotdeild Keflavíkur.
(Kennari - endurhleðslu skotfæra)

Gunson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05

Re: Að venja við byssuna?

Ólesinn póstur af Gunson » 05 Ágú 2013 23:05

Sæll, það er fín leiðsögn inn á Hafrafellsræktun 2013 um þjálfun veiðihunda m.a um skothvelli og fyrstu skrefin í þeim efnum; Undir Þjálfun fuglahunda minnir mig. Kv. Sigurður. R.
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

Guðmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Að venja við byssuna?

Ólesinn póstur af Guðmundur » 06 Ágú 2013 08:30

Sæll,
Það eru einhverjar aðferðir við það. ég er nú ekki sérfræðingur en er búinn að "ganga í gegnum" einn hund.
Ein aðferð er t.d. að láta einhvern skjóta af startbyssu töluvert langt í burtu meðan þú ert að gera æfingar með hundinum. Sá sem er að skjóta getur svo fært sig nær ef hundurinn er ekkert að kippa sér upp við kvellina.

Önnur aðferð er að byrja að skjóta úr hvellhettubyssu á meðan hundurinn er að éta.

Um að gera að tengja hvellina við eitthvað skemmtilegt, minn hundur verður t.d. alltaf mjög æstur þegar ég tek byssu út úr skápnum, þá veit hann að eitthað skemmtilegt er að fara að gerast.
Sem er annað en hundurinn í sveitinni gerir, hann skríður helst eins langt inn undir borð og hann getur inn í bæ, hann tengir byssur sennilega við eitthvað miður skemmtilegt. :)

Kveðja Guðmundur
Guðmundur Jónsson

User avatar
Veiðir
Póstar í umræðu: 2
Póstar:51
Skráður:07 Mar 2013 23:22
Fullt nafn:Sigurður M.Grétarsson
Staðsetning:Hafnarfirð
Hafa samband:

Re: Að venja við byssuna?

Ólesinn póstur af Veiðir » 06 Ágú 2013 12:38

Takk fyrir þetta drengir:)

Kv
Kveðja,
Sigurður M.Grétarsson.
Skotdeild Keflavíkur.
(Kennari - endurhleðslu skotfæra)

Svara