Síða 1 af 2

Hundarnir

Posted: 28 Apr 2012 16:21
af iceboy
Það vantar alveg þráð í þennan flokk svo ég skelli inn einni mynd.
Ég á ekki þessa gulu bara hina 3 ;)

Re: Hundarnir

Posted: 28 Apr 2012 16:28
af Gisminn
Þetta er mín hún heitir Minniborgar Snotra og stefnir á sitt 3 veiðipróf á Melgerðismelum

Re: Hundarnir

Posted: 28 Apr 2012 16:30
af iceboy
Hún er flott. Labbarnir eru snilldar hundar:-)

Re: Hundarnir

Posted: 28 Apr 2012 16:32
af iceboy
Mínir eru semsagt Sóltúns Artemis Rós. Leiru Zorró og Twix sem er blanda af Irish setter og Scheffer.

Re: Hundarnir

Posted: 28 Apr 2012 16:40
af Gisminn
Já þetta er minn fyrsti labbi og bara hreinlega skil ekkert í því að ég hafi ekki verið kominn með labba fyrr.
Fyrir utan hvað hún er dugleg og góður félagsskapur þá gjörbreytti hún veiðimöguleikunum mínum.
Get skotið við ár eða vötn sem ég veigraði mér við áður og í kvöldflugi þegar atgangurinn er búinn hef ég prófað að senda hana í opna leit og hún hefur skilað inn fugli sem ég vissi ekki um og í rjúpu þá sýnir hun mér um leið þegar hún hefur fundið fugla og núna í haust í einum túrnum hreinlega vorkendi ég rjúpuni þar sem við vorum í móum og snjór yfir öllu en hún fann þær úti um allt en ef ég hefði verið einn hefði ég verið heppinn að fæla upp tvær

Re: Hundarnir

Posted: 28 Apr 2012 16:45
af iceboy
já það er ekki langt síðan ég fór að nota hund en þetta hefur breytt mínum veiðum. Algjör snilld:-) Hef lítið notað tíkina í veiði en hlakka til að nota hana í haust, það er svakalegur vinnuvilji í henni og vinnugleði

Re: Hundarnir

Posted: 29 Apr 2012 12:41
af Gisminn
Talandi um fyrsta hund ég fór með mína í fyrsta skipti á veiðipróf í fyrra og var algjör klaufi og vissi ekki neitt enda fékk ég ekki einkunn þá. En þetta var svakalega góð reynsla og ég mun aldrey sjá eftir því og retriever deildin hjá Hrfí er bara snild. Það voru allir boðnir og búnir að gefa mér ráð og aðstoða enda skilaði það 1 einkunn á næsta prófi og mér finnst vera góðleg samkeppni milli ræktenda en ekki nein leiðindi og ég get pottþétt mælt með að menn ættu að skrá sig í þessa deild og allavega fara í eitt próf til að kynnast fólkinu og læra og að sjálfsögðu líka til að meta stöðu hundsinns ;)
Og ef einhver ykkar er aflögufær um svartfugl í ham er ég viss um að það yrði vel þegið ég skaffaði þeim nokkra sem þakklætisvott fyrir góðar móttökur á nýliða. :P

Re: Hundarnir

Posted: 29 Apr 2012 12:59
af iceboy
Já ég er í deildinni og þekki nokkra þar. Stefnan er að fara með báða labbana í veiðipróf í sumar. Ég horfði á fyrsta veiðipróf ársins um daginn og það er bara gaman að þessu:-)

Re: Hundarnir

Posted: 09 May 2012 23:58
af Gisminn
Sælir ég var að koma inn úr því að skjóta seli við einn ós hér í nágernninu og verð bara að lýsa aðdáun minni á tíkinni minni ég skaut 5 seli á um hálftíma og var færið 70-100 metrar úti í sjó og ég sendi tíkina að sækja þá og er það skemst frá að segja að hún náði 3 af 5 tveir sukku áður en hún komst til þeirra.
Tveir af þessum 3 voru helmingi stærri en hún og sennilega 4 sinnum þyngri ég gat alla vega ekki loftað þeim þó ég tæki slökkviliðs takið. sem sagt bakkaði undir þá og hreifa á sitthvora öxlina og reynt að standa upp þannig og það munaði litlu en nóu samt.
En hún gat komið þeim að landi þessa vegalengd og hefi farið út aftur ef ég hefði skotið fleiri en þetta var komið gott.
Varð bara að deila þessari aðdáun á tíkini.

Re: Hundarnir

Posted: 10 May 2012 07:35
af Veiðimeistarinn
Þorsteinn, tókstu ekki myndir?

Re: Hundarnir

Posted: 10 May 2012 09:50
af Gisminn
Bara á símann minn því það er eitt sem ég virðist alltaf skilja eftir heima og óska svo að hafa með og það er myndavél

Veiðihundarnir mínir

Posted: 10 May 2012 09:55
af gkristjansson
Bara svona að gamni, hér er mynd af veiðihundunum mínum ;)
HundarninMinir.jpg
HundarninMinir.jpg (35.8KiB)Skoðað 6394 sinnum
HundarninMinir.jpg
HundarninMinir.jpg (35.8KiB)Skoðað 6394 sinnum
Í fyllstu hreinskilni þá verð ég að segja að þeir fara ekki með mér á veiðar en ég kalla þá "veiðihunda" af eftirfarandi ástæðu:

Í veiðihúsinu mínu halda við um 5 kettir, hálf villtir. Þegar ég er á staðnum þá fóðra ég kettina (þeir halda músastofninum í skefjum) og þegar að ég er ekki á staðnum þá sér vinafólk okkar í þorpinu um að fóðra þá.

Einhverra hluta vegna þá er hundunum meinilla við þessa ketti og þeirra (hundanna það er að segja) mesta skemmtun er að reyna að "veiða" þessa ketti. Það er ótrúlegt að sjá þá fara á eftir ketti, einn rekur og hinir tveir fara upp með sinnhvorri hliðinni og reyna að komast fram fyrir köttinn, ég myndi segja að hlutfall felldra dýra við "veiðar" sé um 10%.....

Ég veit að þetta er ekki beint mannúðlegt en ef þetta væri ekki þá væri ég sennilega núna kominn með um 20 ketti þannig að ég lít á þetta sem "viðhald á stofnstærð kattanna".

Re: Hundarnir

Posted: 10 May 2012 10:01
af Gisminn
Flottir hundar hjá þér og Sigurður ég ætla að senda þér 3 myndir úr símanum mínum til að gefa þér hugmynd um hvernig kúlan fer með kobba og stærð á miðju dýrinu og svo tíkini að koma inn þá selurinn sáist líklega ekki í öldurótinu.
Þú kannt kannski að setja svona símamyndir inn ;)

Re: Hundarnir

Posted: 10 May 2012 14:44
af Hrafnjo
Gisminn, þú mátt endilega setja inn myndir af selunum, algjör snilld að vera með video/myndavél þegar er verið að brasa.

En veiðar með hundi eru frábærar. Á sjálfur Enskan Setter og fæ labbann minn núna í júní. Við sjáumst þá kannski á Melgerðismelum, stefni á að glápa á það próf.

Re: Hundarnir

Posted: 10 May 2012 15:52
af Gisminn
Það koma vonandi myndir af einum komnum á land og einum með afleiðingar af 120grn nosler og einni mynd af tíkini vera að koma með einn inn í öldurótinu en ég er ekki viss um að þær séu góðar teknar á síma í miðjum hasar en Magnús ætlar að reyna að koma þeim inn. Þær ættu allavega að gefa hugmynd :twisted: Og já það verður bara gaman að hafa sem flesta á melunum ;)

Re: Hundarnir

Posted: 10 May 2012 16:28
af maggragg
Hérna koma myndirnar sem beðið hefur verið eftir :)

Re: Hundarnir

Posted: 10 May 2012 18:28
af Gisminn
Snillingur takk fyrir

Re: Hundarnir

Posted: 11 May 2012 01:02
af Aflabrestur
Sæll Steini.
Hirtir þú ekki eitthvað af kjöti úr þessu?
Sé alveg fyrir mér selsfile með lauksósu, brúnuðum grænum og rauðkáli. tala nú ekki um saltað spik(slef)
Ég verð að fara að koma í heimsókn þarna yfir fjallið.

Re: Hundarnir

Posted: 11 May 2012 07:38
af Veiðimeistarinn
Já þetta eru góðar myndir, sýna atganginn í blóðlitum sjónum sjónum, skallaðan sel ég hef séð nokkur hreindýr svona eftir náðaskot frá mér, síðan stærðarmunurinná hundinum og selnum, frábært.
Ég á svona mynd af hreindýrshaus en þún er ekki fyrir viðkvæma, kannski ekki rétt að birta hana hér ómögulegt að vita hverjir villast hér inn á spjallið!

Re: Hundarnir

Posted: 11 May 2012 08:32
af Hrafnjo
Flottar myndir, rétt sem Siggi segir, engin smá stærðarmunur á selnum og tíkinni. Helvíti flott hjá henni. Takk fyrir að deila þessu.