Síða 1 af 1

Nýji veiðifélaginn :)

Posted: 13 Oct 2012 01:17
af Dr.Gæsavængur
Sælir.

Þetta er hún Rökkva. Hún hefur verið hjá mér síðan í júlí þegar ég ættleiddi hana 4 ára gamla. Hún hafði þá ekkert komist í tæri við veiðmennsku áður en var mjög dugleg að sækja dótið sitt. Ég fór fljótlega að leyfa henni að prufa að sækja vængi sem henni finnst rosalega gaman og spennandi. Ég hef nú bara farið rólega af stað með að kynna hana fyrir veiðini en það er samt sem áður einsog þetta sé bara innprentað í genin hjá henni, áhuginn er svakalegur. Hún sækir allt og finnur alltaf það sem hún leitar af. Núna hefur hún líka fengið að sækja sína fyrstu fugla, bæði gæs og önd og gekk það bara ágætlega.

Næstu skref verða bara áfram á sömu braut. Æfa sig með vængi og svo rólega í fleiri veiðitúra. Svo þegar færi gefst verður gaman að mæta með hana á veiðipróf. Mér skilst að þau séu ekki aftur fyrr en á næsta ári svo það er tími til stefnu í meiri æfingar.

Einhver sem þekkir til mætti gjarnan segja mér frá því hvernig þessi próf fara fram og hvað þarf þá sérstaklega að æfa. Ég sá þetta einhverstaðar í sumar en finn það ekki aftur. Öll góð ráð sem snúa að veiðiþjálfun eða öðru því tengdu eru líka vel þegin. Væri líka gaman að sjá fleiri hunda .

Við félagarnir þökkum fyrir! :D

Re: Nýji veiðifélaginn :)

Posted: 13 Oct 2012 02:36
af Gisminn
sko þetta er ekki svo erfitt ef hún er hreinræktuð og slíkt . 1. prófið er einföld sókn, einföld línu sókn og svo sókn í vatn en það eru skotkvellir þarna á milli sem hún verður að sýna að hún sé róleg meðan kvellurinn sé. svo endar þetta með leit af 3-5 fuglum oftast svartfugl+máf í lokin
en endilega ef þú villt frekari upplýsingar þá máttu hringja í mig.
8614449

Re: Nýji veiðifélaginn :)

Posted: 13 Oct 2012 12:45
af Dr.Gæsavængur
Takk fyrir það Þorsteinn! Ég hef kanski samband ef eitthvað kemur upp. Enn sem komið er leysir hún flest allt sem ég legg fyrir hana. Helst er að hún sé treg að fara út aftur í 2. og 3. sókn í leit að vængjum. En það er bara vegna þess að hún er bara vön að sækja bolta eða dót sem er kastað aftur og aftur. En hún er alveg farin að fatta þetta og núna þarf ég bara að fjölga vængjunum og senda hana út aftur og aftur.. Hún er flott í vatni og hreinlega elskar það.. Hún er líka góð með skothvelli almennt, en brá frekar mikið við fyrsta skot í fyrirsát í kvöldflugi um daginn.. Þetta kemur í meiri vana með tímanum. Ég hef haft meira fyrir því að fá hana til að skila í hendi þó það sé líka að koma.

En já, hún er hreinræktuð og það sést vel þar sem þetta liggur allt fyrir henni og áhuginn mikill..

Takk fyrir.

Re: Nýji veiðifélaginn :)

Posted: 13 Oct 2012 18:57
af Gisminn
Passaðu bara að fara ekki of geyst