Síða 1 af 1

Hundarnir mínir

Posted: 07 Nov 2012 12:37
af iceboy
Ég sagði um daginn að ég myndi setja inn mynd af hundunum mínum.

Ég var að reyna að taka mynd af þeim en það er nú svosem ekki auðvelt að láta 9 vikna hvolp sitja kyrran en hérna er ein mynd af þeim öllum saman.

Á myndinni eru semsagt Zorró og Artý ( svörtu labbarnir) Blendingurinn Twix og hvolpurinn Díva

Ég hef notað alla þrjá fullornu hundana í veiði og bara gengið ágætlega

Re: Hundarnir mínir

Posted: 07 Nov 2012 22:37
af Gisminn
Flottir :-)

Re: Hundarnir mínir

Posted: 07 Nov 2012 22:52
af iceboy
Ég ætlaði nú að ná annari betri mynd en hvolpurinn gat ekki með nokkru móti setið kyrr nógu lengi.
Rétt slapp að ná þessari mynd :D

En mér finnst þau allavega flott þessar elskur

Re: Hundarnir mínir

Posted: 07 Nov 2012 23:38
af skepnan
Hehehehe, mér finnst svipurinn á þeim eldri einmitt vera "Afhverju eigum VIÐ höbbbðingjarnir að vera nálægt þessu hvíta viðrini þarna???" :twisted:
Hvernig gengur sambúðin við hvolpinn?
Væntanlega frekar öflugt veiðigengi þarna :D

P.s. Steini þú ert búinn að bulla 400 sinnum hérna inni núna, á ekkert að fara að slaka á :lol: :lol:

Kveðja Keli

Re: Hundarnir mínir

Posted: 07 Nov 2012 23:58
af Gisminn
Jú kannski ég snáfi bara á fjöll og haldi mig þar og set á mig samskiptabann um óákveðin tíma ;)

Re: Hundarnir mínir

Posted: 08 Nov 2012 07:42
af iceboy
Nei Steini þart ekkert í neitt samskiptabann :D

Sambúðin gengur bara ágætlega, þau eru búin að taka hvolpinn í sátt, Zorró er reydar ekki farinn að leika við hana en þær systur leika sér alveg látlaust.
Já þær eru víst alsystur tíkurnar ;)
Svo það er bara gaman að fylgjast með þeim, algjört bíó að sitja og horfa á þær djöflast.

Það er Artý sem situr lengst til hægri, var greinilega ekki alveg sátt við litlu systur með á myndinni, ég ætlaði að reyna að taka aðra mynd þar sem hún væri svoltið reistari og flottari en það verður bara seinna :lol:

Re: Hundarnir mínir

Posted: 08 Feb 2014 09:42
af Gisminn
Bara svona að gamni og vita hvort ég geti enn sett inn mynd
Og hafa fyrrsögnina
Samvinna ég sendi þau á sitthvorn mávin :D