skeftissmíði!!

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10
skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 04 Mar 2013 15:33

Sælir drengir núna hef ég ekkert að gera í augnablikinu og er að spá í að vera bjartur og búa mér til skefti!! Er einhver séns á að blanda saman viðategundum ef maður gerir sér límtrés skefti? Hvaða viður hentar best í þetta? Hafa menn prufað að líma saman td harðvið og krossvið eða er það eitthvað sem er ekkert vit í? Væri gaman að fá smá upplýsingar frá ykkur þessum gúrúum þarna úti :-)

kveðja Bergþór
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af EBJ » 04 Mar 2013 16:31

Sæll Bergþór..

Sennilega er óbýrast í við og kanski mest notað Birki allanvega bæsuð og lituð...
Einnig er blandað saman Hnotu og Hlyn ...
Hlynur er líka notaður einn sér litaður/bæsaður...
Plöturnar sem notaðar eru og límdar saman eru gjarnan 1,6 mm...

Persónulega mundi ég ekki eyða tíma í krossvið eða blanda við með honum.
nota-bene .. bara ég...
Síðast breytt af EBJ þann 04 Mar 2013 19:12, breytt 2 sinnum samtals.
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 04 Mar 2013 16:47

Takk fyrir þetta Erlingur, en hvernig er að blanda td hnotu, hlyn og birki??
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af EBJ » 04 Mar 2013 19:10

Sæll Bergþór..

Jú vissulega er það hægt en þá þarftu að þynna plöturnar sem límdar eru saman til
samræmið við það...Þetta fer líka svoldið eftir því hvernig skeptið á að vera...Hversu þykkt..

T.d. Hlynur-Hnota-Birki-Hnota-Hlynur ( kanski kringum 9mm plötur) eftir útliti...

Hversu þykkt það er kanski með kinnpúða og Bencrest..Þá gætu plöturnar jafnvel farið í 7-9 mm...
Allt hægt þegar maður gerir það sjálfur....Leyfi mér að senda þér link á skepti...

http://www.rifle-stocks.com/sporter_hunting_styles.htm
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 04 Mar 2013 20:19

Takk Erlingur hef skoðað microft og boyd´s vel og lengi og það sem ég er með í huga er blanda af dual grip og wildcat skeftunum :-) hvar er best að finna svona efni?? er þetta ekki alveg herfilega dýrt dót? Hvernig lím eru menn að nota?? epoxy,resin eða eitthverskonar trélím??
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

guffi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:11 Dec 2012 00:32

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af guffi » 05 Mar 2013 00:13

Efnissalan er með þetta en Hnotan þar er alls ekki falleg akkurat núna. Hnotan er á minnir mig 12,000 kr m2. kv Vagn I ;)
Kv Vagn Ingólfsson Ólafsvík . GSM 8677957.

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af EBJ » 05 Mar 2013 11:57

Sæll..

Já eins og Vagn bendir á þá er oft ekki til nógu góður viður hér heima, amk ekki
að mínu mati, og ekki alltaf af þeim klassa sem maður vill í skepti...Svo maður verður
að leita og skoða hjá timbursölum, þar kemur Efnissalan td til eins og Vagn bendir á...

Og jú sá viður er dýr og fjárhagslega borgar það sig varla, en til að gera það sjálfur
þá er það þess virði, en bara mín skoðun...Venjulega eru skepti límd saman með
Epoxy en þá undir háum hita og miklum þrýstingi,eitthvað sem við höfum kanski ekki
aðgang að svona heima í skúr...

Þess vegna mundi ég nota gott vatnshelt trélím...
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 05 Mar 2013 14:23

Ég var að skoða erlenda síðu í gær og þar benti einn á að nota einhverskonar resin það er trékvoðu sem er hituð og borin á borðin, svo þvingað, hann notaði ekki nema 6 þvingur en var með 2 þykka kubba utanum sem hann notaði sem pressuland svo er alltaf spurning um að spyrja þá hjá límtré hvað þeir noti :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af EBJ » 05 Mar 2013 15:09

Sæll..

Jú það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt, en aðalatriðið með þessi Resin lím
þau þurfa rétta meðhöndlun og sum þorna haraðar en önnur.. td 5-20 mín opnunartími,
og einnig getur verið misjafn litur á þeim eftir blöndun...

Sendi hér inn 2 linka á svona lím sem ég á og frá þeim er gott úrval af leiðbeiningum...
Hef skoðað þetta sjálfur en fer svo bara alltaf í Bostik vatnshelt trélím...Hef 33 ára
reynslu af því lími...Smíðaði eldhúsborð hringlaga eða sporöskjulagað eftir vali 1980 (stækkanlegt)
úr 1" límtrésrenningum...Efnismikið bæði fætur og öll útfærsla Belgísk fyrirmynd :-) Gert til að
lofa viðnum að njóta sín..Límt saman með röraþvigum..

Það er olíuborið og hefur hlotið alla þá meðferð sem eldhúsborð fá og ekki ein einasta líming lætur á sjá, svo ég er sennilega nokkuð fastur í því sem virkar vel..En ég hef reyndar heilt Trésmíðaverkstæði til að leika mér á þegar ég vil :-)..En væri gaman að vita hvernig þér gengur ef þú ferð út í Resin lím..

http://www.thewoodwhisperer.com/videos/ ... situation/
http://www.youtube.com/watch?v=dyo97JZuCL8
Síðast breytt af EBJ þann 05 Mar 2013 15:10, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af Garpur » 05 Mar 2013 15:09

Sæll, ég er að vinna í skefti sem er límt saman, ég notaði vatnshelt trélím og pressu, það lofar góðu enn sem komið er. Þú getur notað þvingur ef þú kemst ekki í pressu.
Kv. Garðar Páll Jónsson

guffi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:11 Dec 2012 00:32

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af guffi » 06 Mar 2013 17:09

Ég spir bara í fávisku minni, hvað ætti að vera að því að líma þetta saman í nokkrum lögum með góðu vatnsheldu lími og drep herða með öflugum þvingum ? hvað viljið þið meina að geti farið úrskeðis? :?:
Kv Vagn Ingólfsson Ólafsvík . GSM 8677957.

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: skeftissmíði!!

Ólesinn póstur af 257wby » 06 Mar 2013 19:03

Hef límt saman krossvið með 2ja þátta epoxy lími frá Bison....það er ekkert nema sög sem nær því í sundur!
Vatnshelt trélím er örugglega jafn gott, held að þetta snúist fremur um undirvinnuna,þ.e. að fletir séu hreinir,þurrir og ryklausir og að hafa góða pressu á þessu í nógu langan tíma.

Kv.Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Svara