Síða 1 af 1

CED M2 Chronograph

Posted: 10 Mar 2013 21:57
af Stebbi Sniper
Sífellt fleiri græjur bætast í safnið, um daginn ákvað ég í félagi við bróðir minn að við fengjum okkur hraðamælir, til þess að hafa þann möguleika opinn að hraðamæla hleðslur.

Þá var farið á á netið grúskað og leitað og sá eini sem uppfyllti okkar kröfur var CED M2 hraðamælirinn. Hann býður upp á IR Screen, svo það er hægt að nota hann innandyra og við slæm birtuskilirði utandyra. Tekur hraða frá 50 - 7000 fps, svo hann coverar örugglega allt sem ég á í skápnum...

Næsta verk var að ákveða verkaskiptingu við að koma græjuni heim og það fór á endanum þannig að ég pantaði og hann borgaði... :lol: :lol: :lol:

Þá var komið að því að prófa og fyrstu tilraunir gefa ágæta mynd af því sem koma skal.

Byssa: IKEA - 7,2 mm Muzzle Blaster / Eins skota kinnalás
Ammo: Andrex 6,35 - 6,96 mm / BC G1: 0.0022 - 0.0079 (fer svolítið eftir raka) :shock:

Max: 87 fps
Min: 75,4 fps
SD: ??? :?

Anyways... hér má sjá stuttmynd frá fyrsta testi á græjuni... enjoy!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=T-9zKNutu64[/youtube]

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 10 Mar 2013 22:06
af Gisminn
Hvað kostaði græjan hingað komin ?

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 10 Mar 2013 23:58
af Stebbi Sniper
300 dollara + sendingar kostnaður sem ég man ekki hver var og svo er það bara VSK og skýrslugjöld í tolli....

c.a.
300 dollara mælirinn með IR kittinu
40 - 50 dollara sendingarkostnaður
25,5 % vsk
2 - 3000 kr í skýrslugerð

Endar líklega nálægt 60 þúsund!

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 11 Mar 2013 00:03
af maggragg
Erum fjórir saman með einn svona og þetta er snilldar græja. Eigum eftir að fá okkur IR kittið samt.

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 11 Mar 2013 00:04
af Morri
Hahaha.....

Gott myndband

Til lukku með nýju græjurnar.

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 11 Mar 2013 08:59
af johann
Gott að sjá að ballistík á blautum klóara er eftir fræðunum. Reyndar verð ég að segja að sjeikrörin úr dairy queen árgerð 1973 eiga vinningin þegar borið er saman við nútíma plaströr...

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 11 Mar 2013 09:36
af Hrafnjo
Þarf að fá mér IR kit-ið, alveg nauðsynlegt, var að lenda í veseni á annars fallegum haustkvöldum ;)

Kv,
Hrafn

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 11 Mar 2013 12:11
af Stebbi Sniper
johann skrifaði:Gott að sjá að ballistík á blautum klóara er eftir fræðunum. Reyndar verð ég að segja að sjeikrörin úr dairy queen árgerð 1973 eiga vinningin þegar borið er saman við nútíma plaströr...
Já sammála... þessi IKEA rör þola engann þrýsting, þetta eru svona hálfgerð einnota rör - Ég myndi allavega ekki setja Papco WC í þau!!! 8-) :lol:
Hrafnjo skrifaði:Þarf að fá mér IR kit-ið, alveg nauðsynlegt, var að lenda í veseni á annars fallegum haustkvöldum ;)

Kv,
Hrafn
Þetta virðist alveg vera að virka ágætlega, en það þarf að vera með batterý eða 12V / 220V innan handar þegar þetta er notað... það er svo sem ekki vandamál að smíða sér snúru úr sígarettukveikjaranum, en þá þarftu að koma bílnum fyrir ekki alltof langt í burtu!

Þetta virðist vera ágætis græja, en mér finnst þetta samt hálf pjáturslegt eitthvað! Kannski eru svona hraðamælar það bara heilt yfir, það vantar líka alveg að það sé smá baklýstur skjárinn!

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 11 Mar 2013 20:05
af Sveinn
Til lukku með græjuna. Tékkaðir þú eitthvað á MagnetoSpeed? Var kynntur hérna á spjallinu fyrir einhverjum mánuðum, að mig minnir af Gísla Snæ.

http://www.magnetospeed.com/collections/frontpage

Óháður birtu, auðveldur í uppsetningu, erfitt að skjóta hann niður... :) Ef þú hefur borið hann saman við það sem þið völduð, hvað réði valinu?

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 11 Mar 2013 22:26
af Stebbi Sniper
Sæll Sveinn

Ég tékkaði ekki á þessum hraðamælir, en var samt eitthvað búinn að heyra um hann. Það sem réði úrslitum um hvaða hraðamælir ég valdi var sú staðreynda að Bryan Litz mælti með CED M2.

Nú þegar ég er búinn að skoða þennan Magneto og lesa svolítið um hann, þá hefði ég hugsanlega valið hann frekar. :? Vill eitthver kaupa splúnku nýjan CED á 58.000.- með IR-kitti? bara búið að skjóta 15 skotum í gegnum hann :lol:

En svona án djóks, þá býst ég ekki við að nota þessa græju það mikið að það skipti öllu máli hvaða mælir maður notar, svo lengi sem hann er réttur. Ég mun bara nota hann til þess að finna út réttar hleðslur fyrir minn riffil, með veiðikúlu og markkúlu. Svo verður hann örugglega meira og minna upp í hillu eftir það.

Það virðast allir nota Oehler mælir til þess að bera saman hvort aðrir mælar virka, hann er bara svo dýr... þá sjaldan að hann fæst.

Það væri gaman að heyra hvort menn séu búnnir að prófa Magnetospeed og þá hvernig þeim líkar við hann.

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 12 Mar 2013 18:43
af Sveinn
Þessi CED er örugglega góður mælir, enda hafa menn verið að hrósa honum hérna, góð reynsla greinilega. Finnst hins vegar kostur að það er erfiðara að skjóta MagnetoSpeed niður eins og menn hafa verið að lenda í. Þar með væri frekar grundvöllur fyrir skotfélög að eiga svona, allavega undir einhverju eftirliti. En tæknin (og mæliaðferðin) er ný þannig að það væri gaman að vita um reynslu af þessu nýja tæki.

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 12 Mar 2013 23:01
af Halldór Nik
Ég sé einn galla við MagnetoSpeed en hann er sá að mælirinn er strappaður á hlaupenda :o
Ég veit ekki með aðra en ég er vanur að skjóta grúppur á sama tíma og ég hraðamæli, spurning hvað svona bracket hafi mikil áhrif!

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 13 Mar 2013 00:34
af maggragg
Það sem ég sá við MagnetoSpeed var það að hann passar ekki á hlaupið hjá mér vegna hlaupbremsunnar. Spennandi græja en virkaði ekki fyrir mig. Tók því CED M2 sem er án efa bestu kaupin í optical chrono.

Annars setti ég inn þráð fyrir löngu síðan um drauma chronoinn :)
graejur/oehler-model-35p-aftur-faanlegur-t133.html

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 13 Mar 2013 10:00
af TotiOla
maggragg skrifaði:Það sem ég sá við MagnetoSpeed var það að hann passar ekki á hlaupið hjá mér vegna hlaupbremsunnar. Spennandi græja en virkaði ekki fyrir mig.
Var ekki búið að leysa það vandamál í V2 eða er bremsan hjá þér stærri en svo að þetta virki?
The MagnetoSpeed V2 ballistic chronograph kit was designed to be used on barrels and suppressors from 1/2 inch all the way up to 2 inches in diameter. In addition to the larger diameter tolerance, the V2 also has one inch more clearance in the blast zone to account for longer muzzle brakes, flash hiders, etc.
Mynd

Re: CED M2 Chronograph

Posted: 15 Mar 2013 16:30
af Pálmi
Félagi minn á svona CED m2 en tölvan í honum dó eftir að hafa verið of nálægt muzzlebreikinu á 300 win :lol: ,annars er ég spentastur fyrir Superchrono í augnablikinu. Það er til eitt svona stikki upp í Hlað sem ég er að reyna að væla út úr Hjálmari :(

http://www.steinertsensingsystems.com/