Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af TotiOla » 16 Mar 2013 01:22

Sælir félagar

Nú er ég að fara að versla mér tvífót undir Tikkuna á næstu dögum og langaði bara að athuga hvort einhver hérna hefði "last chance advice".

1 - Þannig standa mál að Harris er úti. Hef átt og notað svoleiðis og er ekki hrifinn. Mig langar þar af leiðandi að prufa eitthvað nýtt.

2 - Ég er búinn að kynna mér Atlas, meðal annars hjá Gísla (t.d. graejur/atlas-tvifotur-fyrstu-kynni-t705.html) og Atlasinn er klárlega á Top3 listanum eins og er. Ef menn geta deild reynslunni, einhverjum kostum og göllum hér þá væri ég glaður að heyra þá.

3 - Ég er svolítið hrifinn af Sinclair Tactical Bipod (http://www.sinclairintl.com/shooting-re ... 35272.aspx) þrátt fyrir að hann sé svolítið klossaður. Hafa menn einhverja reynslu af honum eða eitthvað út á hann að setja?

Svo er náttúrulega BroBro tvífóturinn vinsæll (http://www.bobroengineering.com/view/product/1/), en allt þetta utan á liggjandi dót heillar mig einhvern veginn ekki. Hefur einhver hérna prófað hann?

Tek líka öllum öðrum ábendingum með opnum örmum :D
Síðast breytt af TotiOla þann 21 Mar 2013 17:52, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hugleiðingar: Tvífótur undir Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 16 Mar 2013 04:18

Eftir því sem ég nota Atlasinn meira því ánægaðri er ég með hann. Mæli hiklaus með honum.

Enga reynslu af hinum tveimur.

Ertu að fara út til USA eða á að panta þetta af netinu? Ég fann engann sem vildi senda Atlasinn á sínum tíma og keypti hann þegar ég fór út. Síðan hefur einn vinur minn pantað sér Atlas og það gekk vel. Sá var keyptur af www.riflesonly.com
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Hugleiðingar: Tvífótur undir Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af 257wby » 16 Mar 2013 08:25

Held að menn komi alltaf aftur að Atlas þegar verið er að spá í tvífætur.
þar fara saman hönnun og virkilega vandaður frágangur.....kannski svolítið dýr en til að
fá eitthvað betra þá þarf að fara enn ofar í verði.

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Hugleiðingar: Tvífótur undir Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Pálmi » 16 Mar 2013 09:08

LRA tvífóturinn er mjög stöðugur og sterkur en svolítið fyrirferðamikill en það er hægt að fá quick relace festingu á hann , en það þarf reil festingu eins og fyrir atlas. Ég á einn svona og þú getur fengið að kíkja á hann ef þú vilt.

http://www.eurooptic.com/longrange-accuracy.aspx

þessi sendir til Íslands.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hugleiðingar: Tvífótur undir Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 16 Mar 2013 12:22

Hef séð LRA tvífótinn hjá Pálma og hann er ansi flottur. Væri til í einn svoleiðis - þægilegt þar sem ég er nú þegar með rail. En ef manni finnst Atlasinn dýr þá svitnar maður bara þegar LRA á í hlut.

En flottur var hann.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Hugleiðingar: Tvífótur undir Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af atlimann » 16 Mar 2013 16:58

Nú hef ég enga reynslu af tvífótum sbr. þráður frá mér um tvífætur, en fagurfræðilega séð þá sýnist mér öll vötn falla Atlas meginn, held að hann væri flottur á græjunni þinni :)
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðingar: Tvífótur undir Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Mar 2013 21:24

Nei félagi Tóti.....fyrst Harris fóturinn er úti hjá þér get ég ekkert ráðlagt þér :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hugleiðingar: Dót fyrir Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 Mar 2013 17:52

Sælir félagar

Þakka ykkur fyrir svörin. Eftir að hafa sofið á þessu nokkra daga þá er Atlas tvífótur kominn í pöntun og lendir vonandi hérna heima öðru hvoru megin við páska :D Ef allt gengur eftir.

Svo er það aftur hin spurningin, hlaupbremsa 8-)

Þið getið nú líklega aðstoðað mig aðeins við það þar sem ég held að þið hafið flestir smá reynslu af því :D Ég rakst nefnilega á þessa helvíti flottu síðu sem mig langar líka að deila með ykkur.

http://shop.grizzlygunworks.com/main.sc

Ég er búinn að vera í smá samskiptum við þá varðandi kaup á einni svona bremsu (ekki ósvipuð þinni Gísli) og langar að fá ykkar álit. Spurningarnar eru í raun tvær:

1. - Er þetta 30-40 þús. kr. virði fyrir einstakling sem hefur gaman af skotfimi og veiðum (um 1000 skot á ári og 3-4 veiðitúrar með riffil)?
2. - Er eina vitið að láta setja gengjur á hlaupið og kaupa þannig, eða er óhætt og jafnvel sniðuguara að kaupa "Clamp On"?
(bæti hér þriðju spurningunni við)
3. - Hvað kostar ca. að láta renna gengjur á hlaup og jafnvel láta bedda og skipta um recoil lug í leiðinni? (Djöfull hljómar þetta rosalega vel! :) )

Eins og svo oft áður eru öll ráð vel þegin og um að gera að ræða þetta hér svo aðrir sjái og læri af :geek:
Síðast breytt af TotiOla þann 21 Mar 2013 18:00, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 Mar 2013 17:54

P.s. hvernig finnst ykkur þessi hlaupbremsa? :lol:

Mynd Mynd
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Morri » 21 Mar 2013 18:02

Sæll

Ég er líka í tvífótahugleiðingum.... Harris er nú ekki fáanlegur á klakanum einusinni, og svo á ég 3 þannig og einn Cadwell fyrir.

Kostar svona Atlas ekki eitthvað rúmlega 30kall hingað kominn??

Varðandi þetta muzzel break þá gæti nú verið að einhverjum snillingnum ditti í hug að flokka svona lagað á hlaupenda sem eitthvað annað en bara skotvopn með bremsu :D sverð eða eitthvað álíka t.d.

Djöfull sem það fer í taugarnar á mér að það þurfi að fara á hnén fyrir hljóðdeyfi á riffil, en svo setja menn break á hlaupendana í öllum útfærslum og ekkert sagt við því!
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 Mar 2013 18:14

Sæll Ómar

Jú, þetta er aldrei undir 30 þús. með sendingakostnaði og VSK. Svo er það rail undir framendan ef þú ert ekki með svoleiðis fyrir. Nokkrir þúsundkallar þar.

Varðandi bremsuna þá getur þú nú séð svona bremsu á rifflinum hjá honum Gísla. Mjög smekklegt finnst mér :D En ég geri mér klárlega grein fyrir því að maður verður ekki vinsælasti maðurinn á skotvellinum með þetta framan á. Bætt við: Var að fatta að þú átt væntanlega við þetta skraut sem ég póstaði á eftir spurningunum um hina bremsuna. Rétt hjá þér. Veit ekki hvað maður mundi hugsa ef maður sæi einhvern með svona framan á rifflinum hjá sér.

Spurningin þar er, á maður að vera að bíða eftir því að eitthvað gerist í hljóðdeyfismálum? Verður það ekki bara sagan endalausa eins og svo margt hérna á skerinu? :)
Síðast breytt af TotiOla þann 21 Mar 2013 18:17, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Atli S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:13
Skráður:22 Feb 2012 17:55
Fullt nafn:Atli Steinar Stefánsson

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Atli S » 21 Mar 2013 18:15

Þessi er rosalega aggressive að sjá. Lýtur mjög vel út. Eg er einmitt að fara að smíða mér nokkrar um páskana.
I mínum huga er ekkért annað í boði en að snitta hlaupið og skrúfa uppá. Finnst það lang besti frágangurinn. Hef líka séð að sum hlaup eru ekki alveg slípuð rétt og er gatið ekki alveg alltaf í miðjunni í gegn. En það er kannski oftar en ekki á ódýrari riflum með verksmiðjuhlaup. Nú veit ég ekki hvernig verkfæri þú ert með. A einni tikku mældi ég gatið rúmlega 2 tíundu parta út úr centrum.
Mér finnst hlaupbremsa alveg ómissandi á góðum rifill. Vissulega eykur hávaða en gerir skotfimina svo mikið skemtilegri ef bremsan er góð.
Kv Atli Stefánsson
Föndur kall með meiru.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 21 Mar 2013 20:21

Valdir rétt í tvífæti - Atlasinn kemur til með að standa sig. Keyptir þú hann frá www.riflesonly.com?

Ef þú ert ekki að koma með hann sjálfur í farangri frá USA þá er 30.000 kr. ekki raunhæft verð. Geri ráð fyrir að þú hafir keypt þennan með Quick relese festingunum og þá kostar hann einn og sér 280 USD. Með innflutningsgjöldum og sköttum verður þetta líklega nær 50.000 kr. Sem er ansi dýrt. En eins og Ómar segir þá virðist Harris ekki vera til og ég mun ekki kaupa Caldwell.

Síðan varðandi spurningarnar þínar um muzzelbrake.

1. - Er þetta 30-40 þús. kr. virði fyrir einstakling sem hefur gaman af skotfimi og veiðum (um 1000 skot á ári og 3-4 veiðitúrar með riffil)?
Já það er nú spurninging. Mitt svar er já, þeir sem verða við hliðina á þér þegar þú skýtur segja nei, konan segir nei, og hinir dellukarlarnir segja já. Ég finn mun á rifflinum mínum. Munurinn er reyndar minna eftir því sem riffilinn hefur þyngst en það er munur. Auðveldara að finna skotmarkið aftur og þú getur skotið allan daginn án þess að verað sár í öxlinni.

2. - Er eina vitið að láta setja gengjur á hlaupið og kaupa þannig, eða er óhætt og jafnvel sniðuguara að kaupa "Clamp On"?
Það er óhætt að kaupa Clamp on. Mitt hefur ekki hreifst. Mjög ánægður með það og myndi mæla með því EF þú ert tilbúinn að bíða aðeins - það tók töluverðan tíma að koma frá www.roedale.com - en það gæti hafa verði tilfallandi. Ástæðan fyrir Clamp On hjá mér voru m.a. þær að ég var ekki tilbúinn að leggja í þann kostnað að setja gengjur á verksmiðjuhlaupið ef ég myndi fá mér nýtt hlaup og síðan fannst mér Roedale bremsan flott og hún fékk ansi góð meðmæli - sjá t.d. hér þar sem er m.a. sagt " Of all the clamp-on units we have used so far this would have to be deemed the highest quality so far." -http://www.snipercentral.com/clampmb.phtml

Ef þú ákveður að láta snitta hlaupið held ég að það væri best fyrir þig að láta viðkomandi byssusmið bara smíða bremsuna.

Að lokum get ég sagt að þeir sem hafa séð bremsuna hjá mér hafa allir verið sammála um að smíðavinnan á henni er fyrsta flokkst (þar með taldir Arnfinnur og Hjalli í Hlað).

3. - Hvað kostar ca. að láta renna gengjur á hlaup og jafnvel láta bedda og skipta um recoil lug í leiðinni? (Djöfull hljómar þetta rosalega vel! )
Nú veit ég ekki hvernig vinnan við mína byssu skiptist niður þegar ég lét gera þetta, en þetta er ekki mjög dýrt - Finni var amk mjög sanngjarn. En ætlar þú að láta bedda verksmiðjuskeftið eða ertu að skipta því út líka?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 21 Mar 2013 20:25

Gleymdi einu. Persónulega er þessi bremsa sem þú sýnir fyrir ofan og "aggressíf" fyrir minn smekk. Mitt heilræði til þín er að kaupa bremsu með portum bara til hliðana - ekki upp og niður. Nóg eru lætin samt svo þú farir ekki að beina gasinu niður og þeyta upp sandi og drullu.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Mar 2013 21:45

Mér finnst þessi hlaupbremsa hrikalega cool eins og krakkarnir segja.
Mér sýnist hún vera lokuð niður, það sést betur á efri myndinni, og bara opinn til hliðana og upp eins og bremsurnar sem Arnfinnur smíðar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Mar 2013 23:02

Þessi bremsa er hrillingur... í besta falli er þetta nýtilegt sem hrókur í svarta liðinu! Þeir hvítu gætu þá fengið glerblásna stainless bremsu...

Merkilegt hvað við Siggi erum ósammála um marga hluti... reyndar er hann að austan, en ég að vestan, sem skýrir kannski fágaðan smekk minn fyrir byssum... :shock:

Einnig finnst mér alveg stórkostlega ofmetið allt þetta tal um að ekki sé hægt að vera við hliðina á bremsu köllum... ég get varla sagt að það hafi bærst hár á höfði mér þegar ég var að skjóta með Kalla og .338 uni hans síðast! :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 21 Mar 2013 23:06

Það væri hægt að nota þessa bremsu sem einskonar byssusting ef illa fer.

Reyndar alveg sammála Stefáni varðandi að vera við hliðina á bremsunum. Við erum jú að skjóta úr rifflum og þeim fylgir hávaði.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Mar 2013 00:45

Sælir :) og takk fyrir að gefa ykkur tíma í að svara þessu, svo ég tali nú ekki um Gísla með þessa ritgerð. Ég ætla að reyna að svara og skýra hlutina aðeins hérna. Til að byrja með þá vil ég taka það fram að ég er að spá í að kaupa þessa bremsu, ekki Lord Of The Rings turninn þarna :D
Mynd
Gísli Snæ skrifaði:Valdir rétt í tvífæti - Atlasinn kemur til með að standa sig. Keyptir þú hann frá http://www.riflesonly.com?
Ef þú ert ekki að koma með hann sjálfur í farangri frá USA þá er 30.000 kr. ekki raunhæft verð. Geri ráð fyrir að þú hafir keypt þennan með Quick relese festingunum og þá kostar hann einn og sér 280 USD. Með innflutningsgjöldum og sköttum verður þetta líklega nær 50.000 kr. Sem er ansi dýrt. En eins og Ómar segir þá virðist Harris ekki vera til og ég mun ekki kaupa Caldwell.
Já, ég keypti hann frá riflesonly.com en ég tók ódýrari útgáfuna. Sé ekki fram á að þurfa Quick Release á næstunni þar sem ég er bara með einn riffil og get tekið úr fyrir tvífætinum í töskunni. Þannig að það var það sem ég var að miða við þegar ég sagði "aldrei undir 30 þús.". Reiknaði gróft að tvífóturinn + vsk væri um 32 þús. en þá er eftir flutningur og rail eins og ég minntist á.
Harris og Caldwell voru aldrei inni í myndinni hjá mér :? #snobb
Gísli Snæ skrifaði:Mitt svar er já, þeir sem verða við hliðina á þér þegar þú skýtur segja nei, konan segir nei, og hinir dellukarlarnir segja já.
:lol: Mjög gott svar!
Gísli Snæ skrifaði:Það er óhætt að kaupa Clamp on. Mitt hefur ekki hreifst. Mjög ánægður með það og myndi mæla með því EF þú ert tilbúinn að bíða aðeins - það tók töluverðan tíma að koma frá http://www.roedale.com
Þetta er eitt af því sem ég vildi heyra. Þ.e.a.s. reynslan af Clamp on. Er búinn að vera í sambandi við þennan frá Grizzly og hann er tilbúinn að senda mér svona Defcon eftir 3-4 daga :) Það heillar svolítið. Geri ráð fyrir því að það kosti svipað og tvífóturinn ef ég tek Clamp on í SS with black ports (sjá mynd hér að ofan). Ca. 40 þús. með sendingu og VSK.
Gísli Snæ skrifaði:Ef þú ákveður að láta snitta hlaupið held ég að það væri best fyrir þig að láta viðkomandi byssusmið bara smíða bremsuna.
Er séns á að fá eitthvað svipað þessu (þínu eða Defcon1) smíðað hérna heima? Hef bara séð svona kringlóttar bremsur með einföldum götum sem heilla mig ekki eins. Þetta verður nú að look-a þokkalega líka 8-) #snobb
Gísli Snæ skrifaði:En ætlar þú að láta bedda verksmiðjuskeftið eða ertu að skipta því út líka?
Draumurinn er auðvitað eitthvað flott skepti og ég mundi líklega bíða eitthvað með þetta ef ég ákveð að fara "all in" í skepti, beddun, recoil lug, snittun og bremsu :roll:
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 6
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hugleiðingar: Dót á Tikku T3 Varmint

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Mar 2013 01:12

Veiðimeistarinn skrifaði:Mér finnst þessi hlaupbremsa hrikalega cool eins og krakkarnir segja.
Mér sýnist hún vera lokuð niður, það sést betur á efri myndinni, og bara opinn til hliðana og upp eins og bremsurnar sem Arnfinnur smíðar.
Ef þú ert að tala um gadda-turninn þarna, þá er það rétt hjá þér Sigurður að hún er að mestu lokuð að neðan.
Mynd
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara