Um það sem helst ekki má tala - hljóðdeyfir

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Um það sem helst ekki má tala - hljóðdeyfir

Ólesinn póstur af Björn R. » 25 Mar 2013 12:57

Jæja, ef einhver nennir að lesa og svara nokkrum vel völdum spurningum
1) Er eitthvað annað sem gerist þegar hljóðdeyfir er settur á riffil en að hávaðinn minnkar. Nú er ég
að tala um þessar venjulegu græjur sem minnka hávaða en kæfa hann ekki alveg.
2) Nú er hljóðdeyfir einskonar framlenging, hefur það teljandi áhrif á bakslag? Einhvernveginn finnst
mér eins og það ætti að minnka ef eitthvað er
3) Nákvæmni, einhver teljandi áhrif á hana?
4) Hvað verður um orkuna sem annars myndar hljóðið, eitthvert hlýtur hún að fara

5) Og svo million dollar spurningin - Eru svona græjur löglegar eða ekki? Mér finnst eins og það sé
frekar loðið. Í 38.gr vopnalaga stendur reyndar
"38. gr. Allar breytingar, svo sem á lásgerð,
mögulegum skotafjölda eða aukabúnaði sem hefur áhrif á eiginleika skotvopns eða verkan, eru
óheimilar nema með leyfi lögreglustjór
a"

Fellur hljóðdeyfir undir þetta? Ef ekki hvar er þess þá getið að hann sé ólöglegur og ef hann er það. Eru einhver vitræn rök fyrir því?

Eins og ég segi, ef einhver er nennir þá með fyrirfram þökk
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Um það sem helst ekki má tala - hljóðdeyfir

Ólesinn póstur af Björn R. » 25 Mar 2013 13:23

æ æ
Kom tvisvar. Kannski að Admin eyði öðrum þræðinum
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Um það sem helst ekki má tala - hljóðdeyfir

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 25 Mar 2013 15:07

1. Bakslag og nákvæmni.
2. Bakslag minnkar, væntanlega mismikið milli tegunda á deyfum og tegundum skota/stærð hleðslna.
3. Flestir verða varir við meiri nákvæmni með notkun þeirra.
4. "orkan" er í rauninni gasið sem er við brunann á púðrinu, og með deyfi þá ertu að hægja á gasinu og þ.a.l. minnkar hvellurinn, þú eyðir ekkert gasinu heldur bara hægiru á því.

5. Þar sem að lögreglan túlkar deyfa undir "BREYTINGU SEM HEFUR ÁHRIF Á EIGINLEIKA" þá er lítið við því að gera nema rekja prufumál fyrir dómstólum.

Í þeim lögum og reglugerðum sem eru til hérna á landi þá er HVERGI talað um deyfa, eingöngu í nýju lögunum sem liggja fyrir þingi núna er sérstaklega talað um deyfa.
-Dui Sigurdsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Um það sem helst ekki má tala - hljóðdeyfir

Ólesinn póstur af TotiOla » 25 Mar 2013 15:38

Flestu svarað í þessum þráðum og ágæt/upplýsandi umræða sem þar fer fram :)

meinhornid/hljoddeyfar-eru-their-bannad ... C3%B0deyfi

graejur/aetti-ad-leyfa-hljoddeyfa-supre ... C3%B0deyfi
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara