Síða 1 af 1

netverslun

Posted: 21 Apr 2013 09:14
af petrolhead
Sælt veri fólkið.

Getur einhver frætt mig á því hvernig er orðið að versla við aðila eins og Midway og Brownells á netinu, eru allir að standa á þessu $100 marki ef maður er að versla eitthvað sem tengist skotvopnum ?
Vantar eitt og annað smádót, basa, útdragara, gikk etc. en það fer auðvitað yfir $100, fæst ekki mikið fyrir þá í þessum bransa.

MBK
Gæi

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 09:49
af iceboy
Ég þekki ekki með þessar verslanir, en hef keypt riffilsjónauka og annað byssutengt á opticsplanet og aldrei verið vesen, panta yfirleitt fyrir um 5-600 dollara í einu

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 10:04
af Árni
Hef pantað frá brownells og það var frábært, hef bæði pantað hluti fyrir allt niðrí $20, ekkert mál og koma yfirleitt í sömu viku.

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 10:21
af Eggert
Var að skoða varahluti í haglabyssu hjá Brownells kosta um 50.dollara.
ef einhver er að panta frá þeim væri gott að fá að taka þetta með.
feginn væri ég að losna við pappírsvesenið.
Kveðja
Eggert Bergsveinsson
eggertb1@gmail.com

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 11:31
af Gísli Snæ
Skoðið þennan þráð strákar

graejur/godar-vefverslanir-sem-senda-ti ... -t959.html

er t.d. nýbúinn að fá sendingu frá Sinclair (www.sinclairintl.com) - sem er hluti af Brownells. Mjög góð þjónusta. En athugið að það er eitthvað af hlutum sem þeir senda ekki og ef svo er stendur það við viðkomandi hlut.

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 12:11
af oliar
Midway sendir ekki til einstaklinga á Íslandi.... en þú getur fengið Hlað til að panta fyrir þig frá þeim svo fremi að ekki þurfi sérstakt útflutningsleyfi frá USA (sumar vörur krefjast þess) því þá dofnar áhugi þeirra dálítið !!

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 12:46
af Aflabrestur
Hlað fær ekki lengur sent frá Midway að ég best veit, það hefur þá breist aftur nýlega.

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 13:48
af Gísli Snæ
Nei óbreytt - Midway sendir ekki til landsins.

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 15:45
af petrolhead
Takk fyrir svörin drengir.

Gísli; þú segir að maður geti séð við hlutinn hjá Sinclair hvort hann er sendur eða ekki, ég var aðeins að skoða síðuna þeirra og áttaði mig ekki á hvar þú sérð þetta....frekari uppfræðsla vel þegin :)

k kv
Gæi

Re: netverslun

Posted: 21 Apr 2013 16:39
af Gísli Snæ
Sæll

Já þetta er svolítið furðulegt í henni USA. Prufaðu t.d. að skoða sjónauka hringi eða basa á Sinclair.

Þar kemur þessi viðvörun - og að sjálfsögðu líka við kúlur og hylki.