Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Apr 2013 00:09

Hvar er like-takkinn?? ;)

Ég sé ekki eftir að hafa skipt yfir í Atlas!
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Apr 2013 00:12

P.s. Væri samt til í að finna þetta rail sem notast er við í myndbandinu. Getur einhver bent mér á hvar hægt er að kaupa svona stutt og fínt rail (á original varmint skepti) sem felur í sér/endurnýtir sling stud-inn?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 22 Apr 2013 07:48

Þetta er ekki alveg eins og þú ert að spá í en þetta er sniðugt samt sem áður
http://www.seekinsprecision.com/sling-r ... m-184.html
-Dui Sigurdsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Apr 2013 09:54

Mér sýnist þetta bara verða þetta rail Tóti

http://www.sinclairintl.com/shooting-re ... 55569.aspx

Pantaði samskonar um daginn frá www.sinclairintl.com. Það er reyndar farið út á land núna þannig að ég get ekki skoðað það.

Láttu mig amk vita ef þú ferð út í að panta þetta.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af karlguðna » 22 Apr 2013 15:21

og hver er svo verðmiðinn á þessum "pottum"?

e.þ. hér er verðið á einum þessara http://www.accu-shot.com/catalog/produc ... ucts_id=66
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af karlguðna » 22 Apr 2013 17:38

það verður nátúrulega að segja allan sannleikann og eftir að ég grúskaði smá þá held ég að ég sé aftur orðinn Harrys maður því mér sýnist hann vera bæði ódýrari ,flottari og það sem skiptir mestu mikið BETRI. :D
http://www.harrisbipods.com/
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Apr 2013 19:29

Sælir

Takk fyrir ábendingarnar, Dúi og Gísli. Þetta virðist vera helvíti smekkleg lausn hjá http://www.seekinsprecision.com en þeir virðast ekki "include-a" allt sem þarf til verksins eins og þeir hjá Sinclair (samanber stykki á móti í framskeptið innanvert). Spurning hvora leiðina maður fer í þessu. Sjá menn einhverja kosti og galla? Taka ber fram að verkvitið er ekki mjög mikið á þessum bænum og því eru allar breytingar umfram idiot-proof út úr myndinni þar sem ég vil ekki eyðileggja eins gott skotvopn og ég er með, en ég gæti þó hugsanlega fengið hjálp við verkið.
karlguðna skrifaði:...mér sýnist hann (Harris) vera bæði ódýrari ,flottari og það sem skiptir mestu mikið BETRI. :D
Sæll Karl
Held að þú ættir að fara varlega í svona yfirlýsingar vinur, amk. áður en þú hefur handleikið og prófað þá báða og komið með haldbær rök. Auðvitað er þetta að einhverju leyti persónubundið og smekkur manna spilar inn í en í þessu sporti okkar, eins og svo mörgu öðru, þá er oft (endurtek OFT, ekki alltaf) nóg að horfa á verðið og hugsa "You get what you pay for" ;) Eða eins og Einar hér á spjallinu og fleiri hafa orðað það. Eitthvað á þessa leið "Gráttu einu sinni en vertu ánægður með hlutinn".
Atlas hefur vinninginn alla daga vikunnar að mínu mati og veit ég að Gísli er sammála mér í því, enda höfum við báðir átt báðar tegundir 8-)
Mbk.
Þórarinn Ólason

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af karlguðna » 22 Apr 2013 19:51

ha ha þetta var gott á mig , ég játa það að ég hef ekki handleikið eða notað atlas en ég er með og nota HARRYS og gét bara ekki ímyndað mér að það sé til svo mikið betri tvífótur en HARRYS því hann vinnur verk sitt fullkomlega og þó að það sé eitthvað álíka gott til þá er óþarfi að henda aurunum í eitthvað merkja snobb.en verð nú samt að játa það ef ég skyti peningum þá fengi ég mér einn svona til að prófa .
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Apr 2013 21:08

Harris (og líklega frændi hann Harry líka) eru fínir fætur. Sérstaklega þegar að búið að fá sér Pod-loc á þá. Ég á tvo tvífætur, Harris með pod-loc og Atlas. Jú það er mikill verðmunur á þessum tveimur fótum en í þessu tilfelli er hann réttlætanlegur að mínu mati.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Apr 2013 21:37

Já, það er ekki spurning.......Harris 9-13, það er heila málið!
Það er mikið talað um verðmun hér að ofan, þið væruð kannski til í að leiða okkur í allan sannleikann um það mál, ekki bara fara með það eins og köttur kringum heitan graut :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 22 Apr 2013 21:49

Það er nokkuð augljóst hvorn er verið að reyna að selja í þessu myndbandi allavega :)
Harris er ekki svona slæmur, en hef ekki prufað Atlas.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Apr 2013 22:22

Ekkert að fara eins og köttur í kringum heitan hafragraut með rjóma :-)

Ég pantaði minn á sínum tíma og lét senda hann á hótel sem ég var á í USA. Borgaði um 35000 fyrir fótinn.

Ef þú panta hann á netinu og lætur senda hann hingað ertu ansi nærri endanlegu verði með því að margfalda kaupverð með VISA gengi og margfalda þá tölu síðan með 1,355
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 Apr 2013 00:44

Ég borgaði um 28 þús. fyrir tvífótinn og rail sem festist á original sling stud-inn.

Sveinbjörn V, ég sé ekki hvernig verið er að gera Harris-inn verri en hann er. Ég gæti hinsvegar tekið undir að einstaklingurinn sem gerir myndbandið virðist vera frekar mikill klaufi þarna í nokkrum tilfellum en það á bæði við um Harris-inn og Atlas-inn. T.d. þegar hann reynir að setja niður/stilla fæturnar af á Atlas-inum.

Hér að ofan virðist máltækið "Hverjum þykir sinn fugl fagur" sannast all-svakalega þegar menn dæma sitt dót allra best án þess að hafa prófað annað :D

P.s. Ég sé ekki eftir þessum 8 þús. kalli sem munar enda mun betri/vandaðri og smekklegri smíði.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 Apr 2013 00:54

Til þess að vera alveg sanngjarn og (reyna að vera) óhlutdrægur, þrátt fyrir að augljóst sé að hvorum ég hallast, þá er rétt að taka eftirfarandi hlut fram sem mér finnst Harris hafa fram yfir Atlas.

Fyrir óvanann er fljótlegra er að taka niður lappirnar á Harris sem og draga þær út í fulla lengd. T.d. ef það þarf að gerast á undir 5 sek. Eins hefur hann það fram yfir Atlas-inn að hægt er að fara með hann á veiðar beint úr búðinni og hann passar beint á flest ef ekki öll skepti (bæði Hunter og Varmint).

Annað hefur hann í raun ekki fram yfir Atlas, að mínu mati.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Árni » 23 Apr 2013 01:05

Þú ert væntanlega að miða við verð úti ef þú keyptir hann á 28þús og ef við miðum við það þá kostar harris 11þús.
Ódýrasta Atlas týpan úti er $220 en ég reikna með að flestir sem kaupi sér svona á annað borð kaupi hann með picatinny mount og þá er hann á $280
Ódýrasti Harris úti er á $75 og sá dýrasti á $110
Ef Atlas væri til á Íslandi þá væri hann sennilegast í kringum 45-55 þúsund eftir týpu.

Svo augljóslega er mikið gæðabil hérna á milli enda endurspeglar verðið það.
En ástæða þess að menn beri einn hlut saman við annan sem er meira en tvöfalt ódýrari veit ég ekki, auðvitað er Benz betri en Peugot :)
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 23 Apr 2013 01:42

Það þarf nú dáldið mikið að ganga á til að lappirnar á harris detti niður eins og er sýnt þarna..
Ég gef ekkert upp um hvað er best eða verst. Vildi bara segja að harrisinn er ágætur í sínum verðflokki.
Mér líst bara ágætlega á Atlasinn, hefði samt viljað sjá hann læsast 100% án þess að gefa eftir þegar maður hallar sér fram í hann.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Apr 2013 08:09

Ég held að það sé einmitt það sem skyttur úti hafi verið að leita eftir með Atlasinn, að hann gefur aðeins eftir þegar maður hallar sér fram á hann. Þetta er tækni sem kallast að loada bipodin, að setja þrysting fram á við þegar verið er að miða til að vera stöðugri.

Ég persónulega mynd taka Atlasinn ef ég gæti, en það væri þó aðeins ef ég hefði efni á því framyfir Harris. Harris stendur fyrir sínu en Atlasinn hefur nokkra flotta fídusa framyfir. m.a. að hann gefur smá eftir þegar maður hallar sig fram á hann... Einnig er snúningurinn góður held ég.

Er sjálfur með Harris með pod-lock sem ég tel vera algjört möst á Harris...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 23 Apr 2013 10:18

Þetta er rétt hjá Magga. Það að Atlasinn gefur eftir er einn af kostum hans - og gerir reyndar svolítið skrítið að fara að skjóta af riffli með Harris strax á eftir.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: Harris eða Atlas - segir allt sem segja þarf

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 23 Apr 2013 11:14

Já atlasinn stendur eflaust fyrir sínu en það eina sem heillar mig fram yfir harris er snúningurinn. oft á tíðum erfitt að elta rebba í kíkinum þegar hann hleypur fram hjá manni.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

Svara