Applied Ballistics For Long Range Shooting

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Applied Ballistics For Long Range Shooting

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Feb 2011 11:27

Fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta riffilinn sinn betur, verða hittnari, geta skotið lengra eða bara skilið hvað gerist þegar kúlan yfirgefur hlaupið er bókinn Applied Ballistics for Long Range Shooting eftir Bryan Litz algjörlega ómissandi. Bryan Litz er eldflaugasérfræðingur, bókstaflega og hans sérsvið er ballistics eða flugeðslisfræði. Þessi bók er ólíkt svo mörgum bókum skrifuð á máli sem allir skilja og kemur hann flóknum fræðum þannig fram að þau verða einföld.

Þetta er sennilega ein sú bók sem ég hef lært mest af og fer hún um víðan völl. Sem dæmi má nefna er fjallað um BC stuðla og hvað þeir þýða, Hvernig maður reiknar út fall kúlu, hvað þarf að hafa í huga þegar skotið er upp í móti eða niður í móti. Hvernig á að reikna með hliðarvindi, hvernig á að nota ferilforrit, hvernig að að stilla sjónauka og önnur sigti, stöðuleiki kúlna með hliðsjón af twisti hlaups. Einnig er fjallað um ýmsar staðreindir og hefðir, mjög ítarlegar rannsóknir, hvernig kúlur virka á bráð á lengir færum og hvernig er hægt að reikna út raunhæfa stærð skotmarks á ákveðnu færi. Farið yfir kúlufræði og síðast en ekki síst er það sem ég nota mest í bókinn:

Bryan Litz hefur mælt á mjög nákvæman hátt BC stuðla yfir 175 tegunda af vinsælustu kúlunum í G1 og G7 og er hægt að nota þessar tölur með skotforritunum til að fá mjög fullkomna útreikninga. Einnig fylgir geisladiskur með bókinn sem inniheldur einfalt ferilforrit.

Hægt er að versla bókina m.a. hjá Bryan sjálfum: http://www.appliedballisticsllc.com/ind ... s/Book.htm

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara