Að nota JBM Ballistics

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Að nota JBM Ballistics

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Feb 2011 12:21

Eitt fullkomnasta og nákvæmasta ferilforrtið í dag er JBM ballistics og er það ókeypis að auki. Forritið er keyrt á netinu í gegnum vafra og miða flestir framleiðendur ferilforrita sig við JBM. Þetta er virkilega gott og nytsamt forrit sem allir ættu að gera notað.

En þetta forrit er svolítið flókið fyrir byrjendum og aðra og því hafa menn ekki getað notað það rétt eða fengið ranga niðurstöður út úr því en í sambandi við þessi forrit er alltaf talað um frasan "garbaga in, garbage out". Semsagt ef rangar tölur eru slegnar inn fær maður líka ranga niðurstöðu. Ég ákvað því að setja inn leiðbeiningar um það hvernig hægt er að nota þessi forrit rétt. Í hvað nýtist það svo? Jú ef þú ert með hleðslu sem þú vilt vita hvað gerir geturðu séð hvað er að gerast miðað við þær forsendur sem þú setur. Einnig er þetta gott fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvaða kaliber þeir vilja fá sér. Þá geta þeir með hjálp hleðslubæklingar séð hvað mismunandi kaliber eru að gera með ákveðnum kúlum og púðri.

En til að fara beint inn á reikninn er farið hér: http://www.jbmballistics.com/cgi-bin/jbmtraj-5.1.cgi
Svona lítur gluggin út:
Mynd

Til að byrja með er gott að vita að fyrir aftan flesta reiti er hægt að breyta um einingar t.d. breyta úr tommum í cm eða fps í m/s og er hægt að nota þetta eins og menn vilja.

Hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar. Jú það er alltaf nauðsynlegt að setja inn kúlugerð og upplýsingar um hana. Ef kúlan sem þú ert að nota er í fellilistanum þá notarðu hana og sleppir því að fylla inn í reitina fyrir neðan þar sem stendur BC, caliber og weight. Ef kúlan þín er ekki inn í listanum þá fyllirðu það út eftir besta megni. Ef þú veist ekki BC stuðullinn þá geturðu prófað að leita á heimasíðu framleiðandans og í versta falli þarftu að prófa kúluna og reikna út BC stuðullinn en sérstök reiknivel til þess er til hjá JBM.

Þegar þetta er komið þarf að fylla út reitinn fyrir "Muzzle velocity" en það er hraði kúlunnar við hlaup. Ef þú mældir hraðan með chronograph eða hraðamæli þá seturður fjarlægðina í hraðamæi frá hlaupi í reitin "distance to chronograph", annars seturðu 0 í þann reit. Ef þú hefur ekki mælt hann geturðu notað upplýsingar úr hleðslubókum, upplýsingar frá framleiðendum skota eða reiknað það í QuickLoad forritinu ef þú átt það.

Í reitinn "Sight height" seturðu hæð frá miðju sjónauka niður í hæð miðju hlaups og skiptir máli að þetta sé eins nákvæmt og unnt er. Aðrar stillingar eru þarna við hliðina á Zero en við skiptum okkur ekki af því á þessu stigi en það er fyrir flóknari reikninga. Það eina sem skiptir hér máli í viðbót er "Line of sight angle" en ef maður er að skjóta upp í móti eða niður í móti getum maður sett inn hallan í gráðum. Þetta hefur mikil áhrif á feril og gott að hafa þetta í huga.

Næst er að stilla "Wind speed" og "Wind angle" en það er vindhraði og vindstefna. Til að reikna almenna töflu mæli ég með að menn setji 1 m/s í vindhraða og stefna 90°. Ég útskýri það síðar af hverju ég nota það.

Næst er að stilla hvernig taflan er reiknuð út. Fyrst er sett inn í "minimum range" það færi sem á að byrja útreikningana á. Í "Max range" setur maður mesta færið sem á að reikna út. Í "range increment" setur maður hvað á að skila niðurstöðu á miklu millibili. Ef maður setur 25 setur reiknirinn út niðurstöðu á 25 m millibili. Svo setur maður inn á hvaða færi riffillinn er stilltur inná, það er mikilvægt að það sé sú tala sem maður vill hafa.

Mikilvægt er að setja inn réttar upplýsingar um hita "temperature", loftþrysting "pressure" og hæð yfir sjávarmáli "Altitute" . Ef maður notar leiðréttan loftþrysting miðað við hæð er hakað í reitin "pressure is corrected". "Humidity" eða raki er sleginn inn ef maður veit hann en hann hefur síst áhrif á útreikninga. "Ef menn vilja hafa meðaltals veðurfar er hægt að haka í "std. Atmosphere at altitude" og þá reiknar forritið með stöðluðm loftþrystingi í þeirri hæð sem maður setur í "Altitude" reitin. Þetta getur skipt miklu máli að hafa þessar stillingar réttar eins og best verður á kosið.

Í "Column 1 Units" setur maður þá einingu sem maður vill að reiknirinn sýnir fallið í, hægt er að setja aðra einingu í "Column 2 Units" Gott er að hafa bæði cm og MOA ef maður er með sjónauka með MOA stillingum, annars eru fleirri einingar í boði eins og MILS.

Næst koma reitir til að haka í. Þið viljið haka í "Elevation Correction for Zero Range" en það þýðir að reiknivélin notar Zero range gildið sem þið settuð inn. Ef ekki er hakað í þennan reit þurfið þið að fylla út alla Zero reitina fyrir ofan og er það aðeins notað við mjög flókna útreikninga. Þið viljið líka haka í "Range in Meters" til að þið fáið niðurstöðurnar í metrum en ekki yördum. Ef þið hakið í "Windage Correction for Zero Range" reiknar forritið með að kúlan sé líka núlluð á Zero range út frá vindinum. Þetta eru helstu stillingar sem þið notið fyrir einfaldan útreikning. Svo ýtið þið á Calculate og fáið flotta töflu.

Til að vita meira um hvern reit fyrir sig er hægt að smella á litla spurningamerkið fyrir aftan og lesa sig til um þann hluta og einnig er hægt að skoða hvað allir reitirnir þýða með því að smella á spurningamerkið fyrir aftan þá.

Í útreikningunum fáið þið tvo reiti sem heita "drop" og í sitthvorri einingunni eftir því hvað þið völduð. Þetta er fall kúlunnar miðað við Line of sight eða mið sjónaukans. Næst koma tveir reitir í sömu einingum sem heita "windage". Þetta eru áhrif vindsins á kúluna miðað við þá tölu sem þið settuð inn sem vindhraða og stefnu. Ef þið settuð 1 m/s og 90° þá getið þið margfaldað töluna með þeim vindhraða sem þið mælið. Ef vindhraðinn er 3 m/s þá margfaldið þið með þremur. Þetta er svo einfalt. Ef vindurinn er beint á móti eða með kúlu hefur vindurinn enginn áhrif. Ef vindurinn er á ská verðið þið að helminga töluna. Það er til nákvæmari aðferð en væntanlega kem ég með grein um það sér.

Næst kemur reiturinn fyrir hraða sem heitir "Velocity", svo er það "Mach" en 1 Mach er hljóðhraði þannig að 2 Mach er tvöfaldur hljóðhraði. Þá sjáið þið hvað kúlan er að fara á margföldum hljóðhraða.
Svo kemur "Energy" en hann sýnir slagkraft eftir því hvað þið stillið forritið á að sýna. ( Til veiða á hreindýrum verður slagkraftur að vera 1300 pundfet á 200 m færi, hægt að sjá það hér ef menn stilla á ft-lbs. ) "Time" sýnir tíman sem það tekur kúluna að fljúga að skotmarkinu. "Lead" stendur fyrir það hversu mikið verður að leiða skotmarkið ef það er á hreyfingu.

Aukastillingar sem gaman er að prófa er að haka í "Include Danger Zone" en þá verður maður að setja í reitin "Target height" hæð á því skotmarki sem maður er að eltast við. Ef þetta er gert bætist við reitur í töflunni þegar búið er að reikna þar sem svokallað danger zone kemur fram. Það segir manni á hvaða bili kúlan lendir á skotmarkinu í færum, semsagt milli A metra og B metra lendir kúlan þarna. Þetta getur verið gott að nota til að vita hversu nákvæm fjarlægðarmælingin þarf að vera á lengri færum.

Ef hakað er í reitinn "Mark sound barrier crossing" verður það rauðlitað sem er undir hljóðhraða en það er yfirleitt miðað við að þegar kúlan er kominn undir hljóðhraða missi hún jafnvægið og verður óútreiknanleg. Þannig má sjá fræðilega mesta færið sem hægt er að skjóta.

Þetta var svona basic og ætti þetta að koma flestum af stað til að geta notað þetta forrit. JBM býður uppá fleirri reiknivélar.

Hér er einföld útgáfa: http://www.jbmballistics.com/cgi-bin/jb ... mp-5.1.cgi

Hérna er útgáfa sem reiknar með "spin drift": http://www.jbmballistics.com/cgi-bin/jb ... ft-5.1.cgi en þá þarf að auki að setja inn nákvæma lengd á kúlu og twist hlaupsins. Kúlur færast yfirleitt aðeins til hliðar vegna snúnings um sjálfa sig og getur þetta skipt máli á löngum færum.

Hérna er svo formúla til að reikna út hvort að kúla sé stabíl miðað við twist: http://www.jbmballistics.com/cgi-bin/jbmstab-5.1.cgi

Margir fleirri nytsamir reiknar eru þarna og hérna er yfirlit yfir þá: http://www.jbmballistics.com/ballistics ... tors.shtml

Ég vona að þetta nýtist einhverjum og endilega setja like á þetta ef ykkur líkar þetta eða skiljið eftir komment, einnig getið þið sett inn spurningar og ég reyni að svara þeim.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Að nota JBM Ballistics

Ólesinn póstur af T.K. » 30 Apr 2011 23:41

Takk fyrir frábært framtak sem mun örugglega nýtast
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Að nota JBM Ballistics

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2014 16:44

Einnig ágætt að poppa þessu hér upp :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Að nota JBM Ballistics

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 May 2014 21:31

kærar þakkir fyrir þetta ,,, hef alltaf verið í basli með þetta ,, :D :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara