Skoðanir á railum?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Skoðanir á railum?

Ólesinn póstur af Sveinn » 01 Jun 2013 18:12

Hafa menn skoðun á railum? Picatinny rail (Mil-Std1913) er hægt að fá í áli og stáli og hringi sem passa úr áli eða stáli. Svo er ál ekki sama og ál, mismunandi staðlar og hersla. Gott ál er t.d. 6061 flugvélaál og enn harðara er 7075 flugvélaál. Einhvern tímann heyrði ég að flestar samsetningar á efni í hringjum og railum væru í lagi nema sú að hafa ál-rail og stálhringi, þeir gætu skemmt rail ef menn ofhertu.

Tikka hefur 4 forboraðar gengjur á láshúsi til að festa rail á, fyrir utan recoil holu sem t.d. Sako Optilock festingar (basar) nýta sér. Gott Picatinny rail fyrir Tikku væri því annað hvort úr 7075 áli eða stáli (þá meðhöndlað gegn ryði) með 4 skrúfum og pinna fyrir recoil holuna. Stálrail er þó bæði þyngra og dýrara en álið, en munar ekki miklu nema að menn fari í stálhringi líka. Railið ætti líka að hafa heilar raufar, þ.e. ekki tekið úr í miðju.

T.d. þetta frá Tikka Performance:
Picatinny TP Performance rail sm.jpg
Picatinny TP Performance rail sm.jpg (31.85KiB)Skoðað 801 sinnum
Picatinny TP Performance rail sm.jpg
Picatinny TP Performance rail sm.jpg (31.85KiB)Skoðað 801 sinnum
Hér smá samantekt um muninn á Weaver og Picatinny:
http://www.brownells.com/.aspx/lid=1072 ... Difference_

Einhverjir sem hafa farið í gegnum þessar pælingar og valið samsetningu sem hefur komið vel út?
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Svara