Lokaáferð á skepti

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Lokaáferð á skepti

Ólesinn póstur af Árni » 04 Jun 2013 15:12

Daginn,
Langar að spyrja þá sem þekkja til.
Ég verslaði mér einn gamlan .22lr Anschutz 1415 til að gera upp, hlutur sem ég hef aldrei gert áður svo ég hef bara legið í þráðum á youtube osf til að fá grunnupplýsingarnar um þetta. Mesta vinnan var að sjálfsögðu skeptið. Það var soldið rispað öðru megin en eftir gott pússsession þá leit það flott út. Ég bæsaði það með Mylands Earth Stain "Cinnabar" sem kom gríðarlega vel út og er núna i miðju olíu-processi (nota Mylands Wood finishing oil) en mér skilst það þurfi að fara einhverjar 6-9 umferðir með amk 12klst millibili (búinn með 3)
Ég hef verið að pússa létt yfir með blautum 800vatnspappír á milli umferða.

En eftir að ég pússa létt yfir það þá sést alltaf á skeptinu að það hafi verið pússað, ekki mikið en það sést samt.
Svo mig langar að spyrja hvernig menn ná svona fallegri lokaáferð á skeptið? er það bara 1600 pappír eða 0000 stálull?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Lokaáferð á skepti

Ólesinn póstur af 257wby » 04 Jun 2013 18:31

Sæll.
ég nota stálullina,kemur fínt út, (er oft svolítil vinna ef það eru komnar nokkrar umferðir af olíu á skeptið að ná því góðu)

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Lokaáferð á skepti

Ólesinn póstur af Árni » 04 Jun 2013 19:30

Takk fyrir þetta, ég prófa 0000, er mikill munur á henni og 00 stálull veistu það? væri 00 of gróf?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Lokaáferð á skepti

Ólesinn póstur af 257wby » 04 Jun 2013 22:30

Verð að viðurkenna að ég hef aldrei notað "00" án þess að hafa kynnt mér það eitthvað sérstaklega
þá hugsa ég að "00" sé of gróf.
Allavega sér maður yfirleitt rætt um 0000 sem standardinn í þessu :)

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Lokaáferð á skepti

Ólesinn póstur af johann » 05 Jun 2013 14:14

Pabbi gamli pússaði harðvið með sandpappír, stálull og endaði svo með strigadúk (hessian) en hugsanlega er það aðeins of a***l.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Lokaáferð á skepti

Ólesinn póstur af Bc3 » 05 Jun 2013 19:32

Eg hef nu bara juðað djupar rispur með 80 pappír og vinn mig upp í 800 en hef heyrt a trésmiðum að þeir pússi bara svona harðvið uppy 320-400 og olíu beri og slípa með stálull a milli umferða ca 4 umferðir.annars fynst mér olíu borin skepti ógeðsleg og ógeðsleg lykt af manni þegar maður notar byssuna, þannig ég glæra (bílaglæru) alltaf bara skeptið og engin lykt og mikið flottara. ef það rispast þa glæra eg bara skeptið aftur :D
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

Svara