Ontarget forrtið til að mæla grúppur

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Ontarget forrtið til að mæla grúppur

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Feb 2012 22:14

Það er til mjög skemmtilegt forrit sem hægt er að nota til þess að mæla grúppur. Maður tekur annaðhvort ljósmynd af skotmarkinu með einhverjum kvarða eða skannar inn skotmarkið og merkir kúlugötin. Þá fær maður nákvæma grúppustærð sem svo er hægt að vista sem mynd eða prenta út. Ef maður notar TWAIN samhæfðan skanna þá koma skotmörkin inn í réttum hlutföllum og þarf því aðeins að setja kúlugötin inná til að fá rétta niðurstöðu. Forritið styður bæði metra og yarda.

Þetta er mjög skemmtilegt og jafnvel nytsamlegt þegar verið er að skoða grúppur til að fá nákvæma mælingar á þeim og að auki að fá meiri upplýsingar heldur en bara grúppustærðina sjálfa. Forritið kostar rétt um 15$ en hægt að að prófa það ókeypis í 14 daga. Einnig er hægt að sækja eldri útgáfu sem er ókeypis en hún styður ekki metrakerfið.

Eina sem ég hef rekið mig á að maður þarf að passa sig á er að nota punkt en ekki kommu þegar maður slær in tölur með aukastöfum.

http://www.ontargetshooting.com/index.html

Og svo er líka stutt en gott myndband um þetta hér.

Umfjöllun Accurateshooter.com hér.

Gluggi forritsins
Mynd

Grúppa sem ég skaut á Norma móti Hlaðs síðasta sumar:
Mynd

Besta grúppan mín sem ég gerði á 600 m.
Mynd

Báðar grúppur skotnar með þessum riffli.


Síðast fært upp af maggragg þann 22 Feb 2012 22:14.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara