Hvernig byssutösku ert þú með?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Árni » 01 Jul 2013 16:37

Langaði að spyrjast um hvernig byssutöskur menn eru með og hvernig þeim líkar.

Er þess virði að splæsa í Pelican töskur eða láta Flugkistur sérsmíða tösku?

Er eins og er með svona hefðbundna sem kostar ca 10þ en riffillinn rétt svo passar í hana og hugsa ég oft að ef ég myndi missa töskuna þá er hún nú sama sem engin vörn þar sem hann fyllir alveg uppí hana frá skeptisenda til hlaupenda.

Veit að maður ætti svosem ekki að spara í að kaupa góða tösku til að verja græju sem er rándýr en það svíður samt fullmikið finnst mér.

Vita menn kannski um góða og rúmgóðar töskur á skikkanlegu verði hér á klakanum?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af kra » 01 Jul 2013 17:39

Er með eina PELI frá ljósmyndavörum. algjör snilld.
Og er að fá auka svampa til að skera ut fyrir fleiri rifflum í töskuna.
Ekki annað hægt en að mæla með þessari
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Árni » 01 Jul 2013 18:15

Ertu að panta svampa að utan eða færðu þá í listadún kannski?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 02 Jul 2013 10:06

Stutta svarið er "Ekki nógu góðar". Ný taska er ansi ofarlega á innkaupalistanum. Ætla að skoða þessar í Cabelas í sept.

http://www.cabelas.com/product/Shooting ... t104368680
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Baldvin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Baldvin » 02 Jul 2013 12:44

Ég er nú sjálfur bara með mjúka poka, en hef verið að velta þessu soldið fyrir mér. Hef ekki tímt að kaupa mér harða tösku ennþá.

En sá eina hjá Vesturröst sem virðist nokkuð vegleg. http://www.vesturrost.is/?p=7429 Hálfvirði á við Peli. Ég skal ekkert segja um gæða mun.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af kra » 02 Jul 2013 23:15

Fæ aukasvampinn Frá ljósmyndavörum
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 03 Jul 2013 06:22

Er með svona Peli tösku. Þetta eru mjög góðar töskur en kosta sitt og eru ekkert fyrirferðar litlar, en kosturinn er að það má rigna eldi og brennistein og það er allt í lægi með innihandið.
Það komast fyrir tvær byssur og flest allt sem þarf til veiða, td mjög gott í léttabáta og þvíumlegt þegar ferða mátinn er óblíður að veiðislóð.
Sigurður Kári Jónsson

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af KarlJ » 03 Jul 2013 09:22

Sælir,

Kristján eða Siggi Kári er peli 1700( þessi einfalda)of stutt fyrir hefðbundin veiðiriffil?

kv. Kalli.
Karl Jónsson. Akureyri.

Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Árni » 03 Jul 2013 09:59

Ég fékk mér Peli 1750, 1700 var of stutt.
Ég hefði fengið mér Boyt töskuna í Vesturröst ef hún hefði passað (Hann hefði reyndar komist fyrir en lítið rúm fyrir annað), einhverra hluta vegna virðist riffillinn sem mig vantaði tösku fyrir eitthvað voða stór miðað við töskur á markaðnum amk, hlaupið er 26", en spurning hvort þessi GRS skepti séu svona stór?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af E.Har » 03 Jul 2013 12:40

Nokkrar
haglabyssur bara einhvað mjúkt utan um automata!
Browning tvihleypa loksinns kominn í Browning tösku á einhverja aðra tvíhleyputösku sem ekki er notuð.

Rifflar, 2 plastdót sem svona sleppa alveg, mest notað f. 22
Mjúka Neverlost úr hlað sem ég er ánægður með.
Passar f. aukahlaup og nokkra skotapakka krassa ofl utan á hana. Myndi fá mér aðra ef hún tapaðist.
Skajalataska fyrir sundurtekinn riffil 2 hlaup 2 sjónauka, svona til að taka í flug.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 04 Jul 2013 09:55

Taskan er Peli 1750 og 128 cm að innanmáli.
Viðhengi
WP_20130612_026.jpg
WP_20130612_026.jpg (49.63KiB)Skoðað 3144 sinnum
WP_20130612_026.jpg
WP_20130612_026.jpg (49.63KiB)Skoðað 3144 sinnum
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Jul 2013 10:05

Ég er með mjúkan drag-bag fyrir minn riffill.

Þurfti að leita sérstaklega að tösku sem riffillinn passaði í og endaði í Tacforce STRYKER drag system en taskan er 52" að lengd, en riffillinn passar akkurat í hana og má ekki vera lengri.

Pláss er fyrir hreinsistöng og tvö góð hólf utan á töskunni og eitt innaná fyrir hreinsidót. Einnig eru axlarólar til að setja töskuna á bakið og mittisól. Er virkilega sáttur við töskuna og ver hún riffilinn mjög vel en er samt mjúk svo hægt er að draga hana með sér.

Mynd
Mín taska er græn

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvernig byssutösku ert þú með?

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 12 Ágú 2013 14:58

Riffiltöskurnar sem ég er með saumaði ég sjálfur og er stærri taskan hönnuð til að passa beint ofan í Pelican 1750, ef ég væri mikið að ferðast út á land með rifflana þá myndi ég versla Pelican, en þar sem ég er sama sem ekkert að flakka með þá, þá hef ég látið það eiga sig.... í bili.

Fyrir halgabyssurnar er ég með harðatösku sem fylgdi Marocchi og svo soft camo fyrir rem870/win1200
-Dui Sigurdsson

Svara