Innflytjendamál

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
Innflytjendamál

Ólesinn póstur af petrolhead » 24 Jul 2013 09:33

Sælir félagar.

Er einhver hér á þessu spjalli sem þekkir lagabókstafinn það vel að geta uppfrætt mig um eftirfarandi:

1)Þarf ég að afla mér innflutningsleyfis fyrir riffilkúlum ?

2)Má ég flytja inn kúlur í öðru cal. en ég hef leyfi fyrir ?

3)Get ég, sem einstaklingur, flutt inn riffilhlaup ?

3)1) Ef svo er þarf ég þá að afla mér sérstakrar heimildar til þess ?

Með bestu kveðju og von um góð svör að vanda.
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af TotiOla » 24 Jul 2013 13:01

Ég hef ekki reynslu til þess að svara þessum spurningum 100% en líklega svarar þessi þráður spurningum 1 og 2 hjá þér. Ég tel að svarið sé "Já" við þeim báðum.

endurhledsla/flytja-inn-riffilkulur-t66 ... lut*#p3627

Aðrir verða svo að deila fróðleik sínum varðandi hlaupin :) Gömul umræða á Hlað segir reyndar að sömu lög gildi þar. En ég sel það ekki dýrara en ég stal því.

http://www.hlad.is/forums/comments.php? ... did=158115
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 24 Jul 2013 13:19

Stutta svarið við öllum spurningunum er já...

Langa svarið er já, en það er eitthvað af pappírum og leyfum ef þú ert að flytja út úr USA og það borgar sig varla fyrir einstaklinga að gera slíkt, þar sem leyfis gjöldin úti hamla því yfirleitt. Yfirleitt er best að tékka hvort stuffið sé til hérna heima fyrst og ef það er ekki til hvort það sé hægt að fá það flutt inn fyrir sig.

Ég tek þann valkost síðast að flytja inn sjálfur og oft nenna fyrirtæki ekki að standa í því flytja út einn hlut í einu út úr USA.

Þú þarft líka innflutingsheimild hér á landi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af petrolhead » 24 Jul 2013 19:43

Takk fyrir þessa linka Tóti, hefði nú átt að muna eftir öðrum þeirra :oops: en ekki er mikil álagning hjá þér :lol:

Ég er sammála þér Stebbi, vil helst versla hér heima, en er ekki að finna það sem mig vantar svo þá er að leita út fyrir landsteinana....hvort sem EU eða USA verður fyrir valinu. Það sem ég er í grunninn að velta fyrir mér er að ef USA verður fyrir valinu og maður þarf að leggja á sig allt pappíra vesenið þá væri um að gera að reyna að setja vel í innkaupakörfuna :-) taka smá "shopoholic" á þessu.
Að láta sérpanta fyrir sig... úfff, hef reyndar ekki prófað það í þessum bransa en af fenginni reynslu af öðrum sviðum þá er það ekki minn tebolli....né bjórkanna :D

kveðja
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

kra
Póstar í umræðu: 1
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af kra » 25 Jul 2013 00:10

Ekkert mál að panta, flytja inn hlaup og kulur frá usa. Jónas gefur leyfið, stofnar reikning hjá shopusa, allt sent þangað. Minnsta mál td hlaup frá brunoshooters var 12 daga síðast a leiðinni til mín frá pöntun .
En hvort þetta sparar mikinn pening er annað mál en ef mikið liggur við og um td sérstakar kulur er að ræða, þá er þetta fín leið.
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af E.Har » 25 Jul 2013 23:13

samt altaf að verða meira bras.
Er td í mikklu brasi við að fá til landsinns basa á Browning !
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af petrolhead » 30 Jul 2013 21:06

OK Kristján, og gerðu þeir ekki neitt vesen út af íslenskur greiðslukorti ?

Kíkti inn á síðuna og það er gott vöruval þarna en verra að það sem mig vantar hvað mest er auðvitað ekki til nema þeir eiga fínar kúlur handa mér :) En það sem mig vantar mest er gikkir, útdragari og "low swing" öryggi á 98 mauser og svo góðar 8mm kúlur.
Mér sýnist á því sem ég hef verið að skoða að maður komi ekki út í hagnaði af því að vera að standa í þessu sjálfur, en þegar mann vantar eitthvað þá verður maður að bjarga sér.
Það er líka ekkert óeðlilegt við að þessar verslanir hér eigi ekki allt sem hugurinn grinist þegar maður hugsar út í hvað markaðurinn er lítill og vil nú meina að t.d. Hlað hafi staðið sig vel í gegnum tíðina við að sjá okkur fyrir vörum á heiðarlegu verði.

Einar; hvernig Browning vantar þig basa á. Var einmitt búinn að taka eftir að mikið af bösum og hringjum hjá Brownells má ekki selja frá USA.

k kv
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af E.Har » 31 Jul 2013 09:13

Mig vantar basa á Browning T-bolt sem er 22 cal straigtpull.
Veit að það passa basar af Anscults líka.
Brownells vill ekki senda mér, og ekki MIdvey! ekki Usa, ekki UK og ekki NO!
Redda þeim bara í rólegheitunum en þetta er fúlt!
Bara 2 lítil flöt járnstykki. 2 cm að lengd og allir halda að maður sé terroristi :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Guðmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af Guðmundur » 31 Jul 2013 09:51

Sælir, Það er skrítið með Brownells, ég pantaði mér picatinny rail á Browning A-bolt frá Brownells í júní og það kom fljótt og vel.

Ég á weaver basa sem voru á riflinum áður veit ekki hvort það passar á þinn E.Har ??

kv Guðmundur
Guðmundur Jónsson

Einar P
Póstar í umræðu: 1
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Innflytjendamál

Ólesinn póstur af Einar P » 31 Jul 2013 18:28

Einar hafðu samband við "jakt.se" ég veit að þeir senda til íslands.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

Svara