Hnífa föndur

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
RHM001
Póstar í umræðu: 2
Póstar:11
Skráður:25 Dec 2012 09:03
Hnífa föndur

Ólesinn póstur af RHM001 » 09 Ágú 2013 19:52

Sæl öllsömul, ég hef voðalega gaman af því að sjá hvað aðrir eru að föndra í kringum veiðisportið.
Það hafa kannski einhverjir fleiri hérna gaman af annara manna föndri.
Mig vantaði góðann veiðihníf en fann ekkert sem mér líkaði við þannig að ég föndraði mér bara einn eftir mínu höfði.

Blaðið var eldsmíðað úr þjöl, munstrið á bakkanum er gert með nálarþjölum svo hert og temprað eftir kúnstarinnar reglum.. Þetta stál fínt, það heldur rosalega góðri egg.
Skeptið er úr hreindýrahorni og pinnarnir í gegnum skeftið eru búnir til úr kopar gaslögn sem ég tróð inní allskonar brasvír (kopar og messing í ýmsum stærðum) og fyllti svo rörið af tini. Á milli blaðsins og hornsins setti ég svo messing plötur til að fá smá kontrast í þetta. Ég reyndi að grafa í blaðið með rafmagni og sýru en það tókst ekki alveg. Ég þarf að læra það betur.
Slíðrið er svo úr nautshúð.

Þetta tók smá tíma en ég hafði gaman að þessu.
hnífur.jpg
slíður.jpg
Síðast breytt af RHM001 þann 10 Ágú 2013 22:31, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja, Jóel Schmidt.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hnífa föndur

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Ágú 2013 16:35

Þetta er bara flott hjá þér og takk fyrir að sýna gripinn
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hnífa föndur

Ólesinn póstur af karlguðna » 10 Ágú 2013 18:43

Þessi hnífur er með al flottustu hnífum sem ég hef séð og ekki skemmir hulstrið fyrir heldur ,, mjög flott og öðruvísi . til lukku með þetta.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

RHM001
Póstar í umræðu: 2
Póstar:11
Skráður:25 Dec 2012 09:03

Re: Hnífa föndur

Ólesinn póstur af RHM001 » 12 Ágú 2013 10:21

Þakka ykkur fyrir það. Ef einhverjum vantar spes veiðihníf þá er ég til í að smíða fleiri hnífa.
Kv. Jóel.
Kveðja, Jóel Schmidt.

Svara