Lopapeysur

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Lopapeysur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Dec 2013 12:21

Ég var að hugsa um að starta hérna lopapeysuþræði og leggja út af lopapeysunni sem konan prjónaði á mig í hitteðfyrra.
Það er mynd af henni hérna með. Ég hélt að þetta væri eina lopapeysan í þessum stíl sem til væri á landinu.
Síðan var ég að lesa Morgunblaðið frá 28. nóvember á dögunum eins og allir menn með mönnum eiga að sjálfsögðu að gera og sá þá mynd af spipaðri peysu, það er í camolitunum, sem er að því er mér sýnist ekki með sama munstrinu og mín.
Eigandi þeirrar peysu er Benedikt Hrólfur Jónsson, er hann ekki hérna inni á spjallinu?
Benedikt það væri gaman að sjá betri mynd af þeirri peysu til samanburðar hérna á þræðinum :D
Svo endilega, allir að pósta hérna inn myndum af uppáhalds lopapeysunum ykkar ;)
Viðhengi
IMG_7117.JPG
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: Lopapeysur

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 18 Dec 2013 15:05

Hel**ti er þetta skemmtilegt munstur/mynstur á peysunni hjá þér. Felulitirnir eru líka alveg að gera sig á henni!
Árni More Arason
Keflavík

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Lopapeysur

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 19 Dec 2013 23:39

Sælir/ar.

Skemmtilegur þráður hjá Sigurði, eins og hans var von og vísan.
Á peysu sem fellur í þennan flokk og vildi leyfa öðrum að njóta.
Er búinn að brasa við það í kvöld að reyna að setja inn mynd af gripnum úr I-padinum mínum, með engum árangri. Vonandi tekst það síðar.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Lopapeysur

Ólesinn póstur af sindrisig » 19 Dec 2013 23:57

Ég held nú að það sé ekkert að marka Sigga í þessu. Þetta er ekki lopapeysa, þetta eru bringuhárin á honum... Hann á listagóða konu sem prjónar úr öllu mögulegu og ég get ekki betur séð en að skeggið, bringuhárin og þau sem eru neðar séu þarna öll saman komin og búi til þetta skemmtilega mynstur.

Njótið sem best.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Lopapeysur

Ólesinn póstur af jon_m » 21 Dec 2013 23:42

Tengdamóðir mín prjónaði þessa á mig fyrir síðasta tímabil.
Viðhengi
peysa.jpg
peysa.jpg (131.66KiB)Skoðað 2073 sinnum
peysa.jpg
peysa.jpg (131.66KiB)Skoðað 2073 sinnum
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Lopapeysur

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 22 Dec 2013 14:48

Sælir/ar.
Skemmtilegur þráður hjá Sigurði, eins og hans var von og vísan.
Þessi peysu var prjónuð í fyrra eftir ósk frá mér. Held uppá gráan lit, en samt áttu margir aðrir litir að vera með. Benelli varð að koma við sögu ásamt nokkrum völdum skotategundum.
Hún átti að vera hlý og þægilegt að fara í og úr henni.
En að öðru leyti fékk konan lausan tauminn varðandi munstur og útfærslu.

Og koma svo..........
Viðhengi
image.jpg
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Lopapeysur

Ólesinn póstur af karlguðna » 22 Dec 2013 16:45

sælir
Greynilega listamaður þessi kona þín Jón ,,,, ef ekki fyrir benelli :lol: :lol: :lol:

TIKKA hefði nú átt betur við !!!??? :mrgreen: :mrgreen:

Verð nú reyndar að bæta við að peisan hjá Sigurði er verulega flott líka ,,,,hmmmmmm ,,, ætli ég reyni ekki að semja við mína :roll:
hugsa nú samt að ég færi í mórautt eins og hornamaðurinn ,,, maður sá ekki peysuna fyrir hornum, :oops:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Lopapeysur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Dec 2013 21:21

Jæja, þá er gátan leyst með þessa lopapeysu sem ég minntist á í upphafspistli þessa þráðar.
Ég fékk sendan smá pistil frá eiganda peysunnar Benedikt Hrólfi Jónssyni veiðimanni á Auðnum í Laxárdal Norður (Benedikt á Auðnum, ef það klingir einhverjum bjöllum).
Hann er í forsvari fyrir Veiðifélagið Pörupilta sem heldur úti fróðlegri og skemmtilegri heimasíðu.

http://porupiltar.123.is/

Hér kemur pistillinn frá honum.
,,Komið þið sælir og blessaðir.
Gaman að sjá að menn hafa þennan gríðarlega áhuga fyrir lopapeysum.
Þessi lopapeysa er prjónuð á mig af frænku minni sem býr austur á Egilsstöðum, í afmælisgjöf og var það hún sem ég skartaði í Mogganum 28. nóv. síðastliðinn. Hún frænka mín Sigríður Lilja Ragnarsdóttir er býsna iðinn við þetta og hefur þetta að atvinnu að prjóna flíkur á fólk.
Ég veit það hinsvegar að allir karlmennirnir þrír í þeirri fjölskyldu skarta allir svona lopapeysum, með mismunandi dýrum að vísu.
Dýrin eru rjúpa, hreindýr og gæs. Núna á næstunni ætla ég að láta hana prjóna á mig smekkbuxur.
Á eftir því verður prjónuð refapeysa.
Seinni myndin er af peysu í camo sem er í hönnun.
Til gamans má geta að veiðifélagi minn lét prjóna á sig neon gula lopapeysu og er hún sér prjónuð fyrir smalamennsku og einungis notuð þá". BHJ.

Síðan set ég hérna inn neðst eina mynd af eiganda peysunnar Benedikt á Auðnum, sem ég stal af heimasíðunni hjá Pörupiltum.
Í baksýn er Laxárdalurinn í allri sinni dýrð, séður til norðurs í haustbúningi .
Viðhengi
IMG_3748[1].JPG
Lopapeysan sem um er rætt.
lopapeysa[1].jpg
Seinni myndin.
lopapeysa[1].jpg (25.15KiB)Skoðað 1782 sinnum
lopapeysa[1].jpg
Seinni myndin.
lopapeysa[1].jpg (25.15KiB)Skoðað 1782 sinnum
benedikt_a_audnum.jpg
Eigandi peysunnar Benedikt á Auðnum í dalnum góða.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara