Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Dec 2013 23:08

Konan gaf mér haglabyssu, hún er 9 mm :D
Það virðist standa á henni K9 FRANCE 8-)
Systir mín gaf mér innkaupapoka í camolitunum, góð græja þegar ég fer næst í Cabelas :lol:
Viðhengi
IMG_5648.JPG
Þessi byssa datt úr jólapakkanum frá konunni.
IMG_5642.JPG
Þetta eru skotin í hana í samanburði við þau skot sem ég hafði tiltæk. Frá vinstri 12 GA 40 g, 20 GA 3" 36 g, 20 GA 32 g, 20 GA 24 g, 6,5-284, 9 mm randkveikt haglaskot í þessa byssu, og að endingu 22 lr.
IMG_5650.JPG
Þetta eru áletranirnar á henni sem eru sjáanlegar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Dec 2013 23:35

Mín gaf mér sandpoka riffilrest og didital púðurvigt :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af iceboy » 27 Dec 2013 09:35

Þetta fer nú allt eftir því hversu langt við teygjum hugtakið veiðitengt ;)

Foreldrar mínir gáfu mér myndina Auga hreindýrsins og svo gaf frúin mér hluti fyrir GOPRO vélina, en þar sem hún er aðallega notuð við veiðar þá ætla ég að leyfa mér að kalla það veiðitengt :D
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af E.Har » 27 Dec 2013 11:16

Gönguspkkar, vetlingar og 4 skot- glös :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af jon_m » 27 Dec 2013 11:48

Ég fékk þessa forláta flautu, hver er ykkar reysnla af þeim og hvernig er best að beita henni til að ná fram réttu hljóðunum ?

http://www.hlad.is/index.php/netverslun ... -gmmisokk/

kveðja
JM
Viðhengi
refaflaut.jpg
Pete Richard Refaflauta
refaflaut.jpg (5KiB)Skoðað 2485 sinnum
refaflaut.jpg
Pete Richard Refaflauta
refaflaut.jpg (5KiB)Skoðað 2485 sinnum
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 27 Dec 2013 15:22

Konan gaf mér riffil mér til mikillar gleði!
Árni More Arason
Keflavík

kra
Póstar í umræðu: 1
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af kra » 27 Dec 2013 17:03

Jón Magnús. Notaðu tækifærið núna um áramótin og útvegaðu þér tappa ur kampavins/freyðivins flösku. Ein gerðin smellpassar i flautuna og þaggar algjörlega niður i henni. Ekki gott að hafa hana opna a refasloðum, skrikir i tima og ótíma mönnum til ama. Nota þessa flautu mikið. Bara ekki þenja hana mikið, ekkert með það að gera.
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af skepnan » 27 Dec 2013 21:16

Tja, ekkert veiðitengt en tengdó og frúin gáfu mér þessa spjaldtövu svo að ég gæti farið aftur að rífa kjaft hérna inni eftir að gamla fartölvan mín varð aðeins of úrelt fyrir spjallsvæðið :oops:
Fyrir mig er það alveg nóg :D ;)
En svo er það skortur á netsambandi sem að hrellir mig núna :mrgreen:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af TotiOla » 28 Dec 2013 18:37

Ég fékk ekkert sem ég get tengt við veiðina frá öðrum, en gaf sjálfum mér heyrnahlífar í jólagjöf fyrir jólin :D
http://www.howardleight.com/ear-muffs/impact-sport
Mbk.
Þórarinn Ólason

gni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:10
Skráður:24 Feb 2012 12:42

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af gni » 30 Dec 2013 08:14

Ég fékk þetta fína rest. http://www.vesturrost.is/?p=2218

Alveg sáttur með það :)
Kveðja,
Gunnar Júlíusson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 30 Dec 2013 09:50

Eftir að hafa gefið frúnni "hint" þá var eitt svona í pakkanum mínum

http://hlad.is/netverslun/endurhledsluv ... erkfaeri/a
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jan 2014 22:34

Jæja, þá er ég búinn að prufa að skjóta af jólagjöfinni, þetta er ekki nein fallbyssa enda framleidd og seld aðallega til uppstoppara í Frakklandi til að skjóta smáfugla til uppstoppunar :D
Höglin eru sallafín um það bil 1,5 mm. í þvermál, eins og sést á myndinni :roll:
Það var eins og ég hélt, þegar skotið er úr byssunni þenjast hylkin út fyrir framan þrenginguna sem er á þeim áður en skotið er úr þeim :o
Ef ég sting óskotnu hylki upp í hlaupið glamrar endinn lauslega inni í hlaupinu upp að þrengingu, en eftir að búið er að skjóta úr hylkinu kemst það ekki inn í hlaupið ;)
Skotna hylkið er til vinstri á myndinni en það óskotna til hægri 8-)
Viðhengi
IMG_8781.JPG
Skotið, óskotið og haglasýnishorn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Hvað leyndist veiðitengt í jólapökkunum?

Ólesinn póstur af oskararn » 13 Jan 2014 22:57

Leitaði aðeins að þessum 9mm haglaskotum og það finnst töluvert um þetta undir nafninu "Flobert".
Vinsælt byssuheiti er Winchester Model 36 og FIOCCHI duglegur framleiðandi. Líka kölluð "Garden Gun".
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

Svara